Vikan - 21.09.1972, Side 10
LEIÐINNI HE M
HUGSAÐ
Á
EFTIR DAG ÞORLEIFSSON
Klæðaburður minn minnti á engan hátt á
skyldugallann. Dyravörður hleypti okkur
öllum viðstöðulaust inn, og var ég síðastur í
röðinni. Sem ég var að borga fatagæzlunni
aðgangseyrinn, vék dyravörður sér að mér,
eftir að hafa gefið mér hornauga tvístígandi
nokkur andartök, og spurði mig, hvort mér væri
ekki fullkunnugt um reglur hússins varðandi
klæðaburð...
Dóttir mín þriggja ára benti
út um strætisvagnsglugg-
ann og sagði: Sjáðu, pabbi,
Spasský og Fischer tefla í þess
ari kúlu. í fornaldarsögum
Norðurlanda er svo sagt um
Loðbrókarsonu, að ekki hafi
fyrirfundizt það smábarn að
það hafi ekki kunnað einhver
skil á þeim og frægðarverkum
þeirra. Og það er svo að heyra
og sjá að ekki þurfi aftur í
fornöldina til að leita manna,
sem komið hafi sér upp slíkri
frægð.
Þegar þetta greinarkorn
kemst fyrir augu lesenda, verð-
ur fyrir löngu um garð geng-
inn mannfagnaður sá í lok
skákeinvígisins, sem þegar er
fyrirfram búið að titla „veizlu
aldarinnar“. Að sögn er matur
sá allur, er borinn verður þar
fram fyrir gesti, tilreiddur ná-
kvæmlega að sið víkinga, við
hvaða fornleifagröft sem sú
uppskrift hefur nú fundizt. Og
til drykkjar skal vera ekkert
minna en víkingablóð — það
er að segja mjöður með því
nafni. Úr kristnum dómi er sá
siður þekktur að meðtaka
„líkama Krists og blóð“, og
kannski er hér á ferð hlið-
stæða þess, það er að segja
eins konar heiðið sakramenti.
Það skyldi þó aldrei vera að
þetta lokagilli „skákeinvígis
aldarinnar" ætti eftir að fest-
ast á sögunnar spjöld sem
fyrsta fjöldablótið hér á landi
frá því að Noregskonungur
terroríseraði okkur til að kasta
trú feðranna í skiptum fyrir
rómverskan og gyðinglegan
átrúnað árið 1000.
Ekki fer hjá því að allt þetta
tilstand með skákeinvígið hafi
dregið að sér athygli svo til
allra landsmanna, meira að
segja er svo að heyra að fjöl-
margir þeirra hafi um lítið ann-
að hugsað allan þann tíma, sem
þetta hefur staðið yfir. Jafn-
vel þeir, sem eins og undirrit-
aður hafa algeran lágmarks-
áhuga á skákíþróttinni, hafa
ekki komizt hjá að hafa ávæn-
ing af gangi málanna og haft
gaman af mörgu þar, þótt
snilldarverk meistaranna á köfl-
ótta borðinu hafi farið fyrir
ofan garð og neðan hjá þeim.
Því verður ekki neitað að í
sambandi við skákeinvígi þetta
hefur fjölmargt það skeð, sem
jafnvel hefur verið til þess fall-
ið að skemmta útförnum skák-
mönnum og hinum sem varla
eða alls ekki kunna manngang-
inn. Fyrst var öll streitan um
hvort einvígið yrði yfirleitt háð
hér á landi, en haft var þá eftir
meistara Fischer að hann teldi
eskimóasker þetta lítt til slíks
fallið, enda hermt að þar væru
ófáanlegar stórsteikur þær arg-
entínskar, sem fréttist þá að
meistarinn nærðist á í hvert
mál. í öllum spenningnum og
taugastrekkingnum slettist
jafnvel upp á vinskapinn með-
al íslenzkra skákmanna sjálfra,
og einn þeirra tók sér tilkomu-
mikið eftirnafn í vígamóðnum.
Þótt mörgum muni hafa gram-
izt hæpnar fullyrðingar Fisch-
ers um land okkar virðist hann
fljótt hafa unnið hug og hjarta
mikils þorra þjóðarinnar eftir
komuna hingað upp, ekki sízt
eftir að það fregnaðist að hann
hefði étið skyr af tveimur disk-
um í senn, og undirstrikar það
þá skoðun, sem oft hefur
heyrzt, að hvers kyns skringi-
legheit séu mikilvægt skilyrði
þess að listamenn og hliðstæð-
ir íþróttamenn hljóti virðingu
meðal íslendinga.
Við þetta — og spenninginn
sem fylgdi keppninni, eftir að
hún loksins komst í ganginn —
bættist svo reyfari í stíl við
James Bond og Smart spæjara.
Það er svo að sjá að í Rúss-
landi séu slíkar bókmenntir
teknar alvarlegar en á Vestur-
löndum.
Ekki fer það milli mála að
skákeinvígið hefur orðið til að
vekja meiri athygli á íslandi
erlendis en flestir aðrir við-
burðir í sögu okkar, og verður
kannski til þess að auka túr-
istastrauminn hingað, sem
margir binda miklar vonir við
eins og vorkunn er, ekki sízt
með tilliti til þess að síðustu
fregnir herma að nú sé þorsk-
urinn útdauður, eða því sem
næst. Og út eru meistararnir
leystir með góðum gjöfum og
veldrukknir af víkingablóði.
Skattayfirvöldin létu auðvitað
ekki sitt eftir liggja, enda auð-
vitað fráleitt að láta sér detta
í hug að .slíkir höfðingjar sem
þeir Spasský og Fischer þurfi
að fara að íslenzkum lögum
meðan þeir dvelja hér og afla
fjár. Þetta er ekki nema í fullu
samræmi við langþekktan öðl-
ingsskap þeirra, sem stjórna
fjárheimtum hins opinbera á
hendur skattþegnum á landi
þessu, þar sem „athafna“- og
hátekjumenn fá að vera skatt-
frjálsir að mestu.
Eins og nærri má geta hefur
mikið borið á íslandi í
pressunni undanfarið, svo
er fyrir að þakka þeim sæg
blaðamanna, sem hingað hefur
þyrpzt til að fylgjast með skák-
einvíginu. í einu blaði banda-
rísku var Reykjavík þannig
fyrir skömmu kölluð ' „borg
hins drekkandi manns“. Jafn-
vel um hábjartan daginn, stóð
þar skrifað, má sjá jafnvel
virðulegustu borgara slaga eft-
ir fjölförnustu götum borgar-
innar, dauðadrukkna af „the
local poison“ (eitri staðarins),
sem nefnt væri „hvíti dauð-
inn“. Þetta er ekki í fyrsta sinn
að drykkjuskapur íslendinga er
talinn tíðindum sæta, en nú
bregður þar á móti svo kyn-
lega við að hagskýrslur sýna
að við látum niður í okkur
minna áfengismagn per manns-
barn en nokkur önnur Norður-
landaþjóð, og í samanburði við
fólk eins og Frakka, Banda-
ríkjamenn og aðra álíka fylli-
rafta erum við nánast stúku-
menn. Hins vegar hefur það
lengi viljað loða við okkur að
við drekkum verr en aðrir,
meira í einu, á skemmri tíma
og verr fyrirkallaðir, og afleið-
ingarnar orðið áberandi í sam-
ræmi við það.
Einhverjir vilja eflaust kenna
þetta margumræddu íslend-
ingseðli, hver ósköpin sem það
nú annars er, en það er orðin
furðumikil árátta hjá sumum,
þegar afsaka skal einhvern
slóðaskap, spillingu eða annað
misjafnt í þjóðlífi okkar, að af-
greiða það með því að kenna
það þessu sérstaka „eðli“ — og
hókus-pókus, af því að þetta
10 VIKAN 38.TBL.