Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 16
TUTTUGU
OG ÁTTA
ÁR í
FRUMSKÓGUM
GUAM
I HLUTl
Sjóitsji Jókoj sem ungur maöur i
einkennisbúningi japanska
hersins, rétt eftir að hann haföi
verið kallaður út að strlða.
Hvað flesta jaröarbúa áhrærði
lauk heimsstyrjöldinni sfðari.
1945. Ekki þó hvað snerti
japanska undirforingjann Sjóitsji
Jókoj. Hann var áfram i strfði
þangað til tuttugasta og fjórða
janúar slðastliöinn, þá orðinn
fimmtfu og átta ára. Hann hafði
lifað tuttugu og átta ár i frum-
skógum Gúam i þeirri trú, að
styrjöldin stæði yfir enn. Og
æðsta boðorö japanskra her-
manpa var að gefast aldrei upp.
Jókoj hjá lögreglustöðinni
á Gúam, fáum
klukkustundum eftir að
hann hafði náðst.
Síðustu sólargeislar dagsins
smugu fram á meðal pálma-
blaðanna, eldrauð kringlan var
að hverfa við sjónarrönd, fugla-
kórinn hafði þegar lokið hljóm-
leikum sínum og frumskógur-
inn var kyrr og þögull.
Jesus Duenas, fjörutíu og sex
ára, og mágur hans Manuel De
Gracie, báóir frá smábænum
Talofofo sunnarlega á Gúam,
gengu eftir fljótsbakkanum í
-sefi, sem tók þeim í axlir. Þeir
ætluðu að leggja gildrur, og
vonuðust líka eftir að geta
komið skoti á villisvín eða
hjört.
Duenas hélt byssunni í mitt-
isliæð, reiðubúinn að skjóta,
Hrædd og hrelld villisvín eru
ekkert til að spauga með. Og
þarna við fljótið var líka mik-
ið um tröllauknar slöngur.
— Bíddu, hvað er þetta?
hrópaði mágur hans og benti
á stað fimmtíu metra frá_ sér,
þar sem mikil hreyfing var á
sefinu. Var það kýr, eða hjört-
ur? Eða drengur, sem villzt
hafði frá bænum?
Þeir biðu þögulir og horfðu
á þessa undarlegu hreyfingu,
sem færðist í áttina til þeirra.
Allt í einu sveigðist sefið fyr-
ir framan þá til hliðar og vofu-
HANN HELT STRIÐINU
16 VIKAN 38. TBL.