Vikan


Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 9

Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 9
INNI TIL HINZTU STUNDAR konu. Við þurfum algert frjáls- ræði. Reyndar trúi ég ekki á hjónabönd. Ef maður undir- gengst raunverulega þetta, að elska, heiðra og vera undirgef- in, þarf maður ekki að skrifa undir neinn samning því við- víkjandi. Óvenjuleg stjarna. Katharine Hepburn var orð- in stjarna. En hún var mjög óvenjuleg stjarna. Þegar kvikmyndafélagið stofnaði til blaðamannafunda, urðu forstjórarnir skelfingu lostnir yfir tilsvörum hennar: — Hvort ég eigi börn? Ja, látum okkur sjá . . . ef ég man rétt þá ég ég fimm negrabörn, þrjú hvít og nokkur með vafa- sömum litarhætti. Fundirnir leystust upp af sjálfu sér, henni til mikillar ánægju. Hún hefur alltaf reynt að halda vörð um einkalíf sitt, það hefur jafnvel jaðrað við nákvæmni eins og Greta Garbo hefur viðhaft alla tíð. Samt láku einstaka sinnum út sögur um hana og þá aðal- lega nokkur ástarævintýri, með- al annars átti hún að eiga vin- gott við Howard Hughes, en það var þó aldrei sannað. Önnur sagan fjallaði um heimboð til Roosevelts forseta. Katharine Hepburn, sem var mikill aðdáandi forsetans, var boðin til miðdegisverðar á land- setri hans. Hún var mjög tíma- bundin, vegna þess að hún var að leika í kvikmynd. Hvernig átti hún að komast á staðinn? Hún leigði því sjóflugvél með Enginn skyldi hvað það var sem dró Spencer Tracy og Katharine Hepburn hvort að öðru: Hún hafði mest yndi af að lesa góðar bækur og hlusta á tónlist, en hann hafði mestan áhuga á að drekka viský. einum hreyfli, leitaði uppi vatn, sem lá nálægt setri forsetans og sagði flugmanninum að lenda þar. En það var mjög að- grunnt, svo flugvélin komst ekki að landi. Katharine Hep- burn lét það ekki á sig fá, fór í vaðstígvél og óð í land. Það fór ys um skartklæddan hóp veizlugesta, þegar Katha- rine Hepburn skálmaði inn, klædd síðbuxum og leirugum vaðstígvélum. Sá eini, sem lét sér ekki bregða, var forsetinn sjálfur. Hann sagði: — Það er sannarlega ekki á hverjum degi, sem fólk tekur á sig svona mikið erfiði til að hitta mig! Um hríð gekk Katharine Hepburn illa í starfi sínu. Hún var samningsbundin og var neydd til að leika í mörgum lélegum kvikmyndum og tap- aði vinsældum. Að lokum gekk það svo langt að sagt var í blöðunum að Katharine Hep- burn væri gift miðasölum kvik- myndahúsanna. Laun hennar lækkuðu líka niður í firnmta hluta þess, sem hún hafði áður haft. Að lokum gat hún keypt sig lausa frá samningnum við kvikmyndafélagið og fór aftur til Broadway, ákveðin í því að stíga aldrei fæti í Hollywood framar. Henni tókst að ná í nokkuð gott handrit, sem hét „Falleg saga“ og að vekja áhuga eins leikstjórans á því. En hún vissi ekki að þessi leikhússtjóri var mesti refur. Hann vissi ekki heldur að almennt var álitið að hún ætti ekki lengur nokkra framtíð sem leikkona. En leikritið var frumsýnt og fékk stórkostlega góða dóma. Hollywood keypti kvikmynda- réttinn og bauð Katharine Hep- burn aðalhlutverkið. Hún mátti sjálf ákveða laun sín. Hún kom því aftur til Holly- wood sem sigurvegari. Og nú Framhald á bls. 41. 38. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.