Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 27
SVANFRIÐAR
Titillag plötunnar „What’s
Hidden There”, er samið af Jóni
Ragnarssyni, f.v. Pops meðlimi.
Textinn er sá stytzti á allri
plötunni, en segir okkur, m.a. að
það sé auðvelt að verða fyrir
vonbrigðum, þegar maður er
mannlegur. Eina sem hann þurfi
að gera, sé að lita i eiginn barm.
Má vera, að eitthvað sé til i þessu.
Lagið sjálft er skemmtilegt.
,,What Now You People
Standing By” eða — hvað nú,
áho'rfendur góðir? er siðara lagið
af tveimur, sem eru eftir Birgi.
Þetta er lengsta lagið á plötunni.
Þegar ég spurði Birgi, hvort hann
hafi ekki einhverntima orðið var
við það, þegar hann hafi verið að
semja, að hann hafi komið niður á
frasa, sem þegar hafi verið
spilaðir á plötu, en honum finnist
hann hafa samið sjálfur, átti hann
eitt einfalt svar. „Þetta hefur
komið fyrir, en ég athuga alltaf
hvort mér hafi einhversstaðar
orðið á i messunni og ef svo er, þá
breyti ég bara út af.” Svo auðvelt
er þaö. Pétur hafði það til
málanna að leggja, að þeir sem
semdu eitthvað að ráði, hlytu
bara að nota útilokunar-
aðferðina.Segja við sjálfan sig, —
það er búið að gera þetta svona og
svona og aðeins öðruvisi i hring
og kring, en svona hefur liklega
aldrei verið gert. Bezt ég geri
svona. Er þetta raunverulega
svo? „Já, það hlýtur að fara
vaxandi, þvi rokkmúsik hefur
veriðspiluði I5ár,þ.e.a.s.eins og
hún er i dag. og þau eru ekki ófá
lögin sem samin hafa veriö. Það
kemur að þvi, að öll tilbrigði og
frasar, hafi verið notaðir.” Þetta
hafði Pétur til málanna að leggja
og þvi til áréttingar mætti benda
á sivaxandi endurutgáfu vinsælla
platna frá liðnum árum.
„Give Me Some Gas” er eftir
Sigurð. Þetta er fyrsta lagið, sem
hann semur, og er að sögn
edvard sverrisson
músík með meiru
Vinnsla plötunnar i stúdiói tók i
allt 39 tima, sem verður að teljast
mjög gott. Hins vegar verður að
hafa i huga, að platan hafði verið
Pétur Kristjánsson,
söngur
Gunnar Hermannsson,
bassi
melódiskurblues. Lagið er gott og
stendur jafnframt sér, hvað stil
snertir. Þetta er eina lagið eftir
Sigurð á plötunni.
„My Dummy” varð til, þegar
Pétur varð eitt sinn eftir i
stúdióinu, þegar strákarnir fóru i
kaffi. Hann stóðst ekki
freistinguna að teygja sig i
bassann, sem hann hefur ekki
snert I rúm tvö ár. Þegar hinir
komu til baka úr kaffi var frasinn
til. Var þá tekið til höndum og
innan stundar var lagið komið á
hreint.
Siðasta lag piötunnar er svo
„instrumental” kafli. Upphaflega
var aðeins gert ráð fyrir litlum
fiðlukafla i lokin, sem átti siðan
að deyja smátt og smátt út. 011
hljómsveitin átti að koma með
alveg siðast. En þeir gleymdu
hálfpartinn að hætta þar sem þeir
áttu að hætta og spiluðu góða
stund I „jammi” eins og það
heitir vist á músfkmáli. Þetta var
alveg óundirbúið og það vissi
raunar enginn hvað var að gerast
og hvað gerst hafði fyrr en farið
var að ræða málin á eftir.
unnin að mestu leyti hér heima,
áöur en haldið var út. Flest lög
voru tilbúin áður en þeir fóru út.
Þeir gerðu siðan tilraunatökur
hér heima á gott segulband. A
þann máta gátu þeir lagfært
ýmislegt og komið i veg fyrir
timaeyðslu i dýru stúdiói i að
lagfæra spilagalla. Þeir höfðu
með þessu gert sér allgóða
heildarmynd af þvi, sem til stóð
ab gera.
Heildarkostnaður við útgáfu
plötunnar, sem kostuð er af
hljómsveitinni sjálfri, er
áætlaður rúm hálf milljón króna.
Hafa þeir þá ekki reiknað sér
laun.
Eftir að hafa hlustað á plötuna
er greinilegt, að Svanfriður hefur
farið betur af stað I sinni
plötugerð en nokkur önnur
hljómsveit islenzk. Platan er i
heild góð. Það er góður rokkandi
yfir plötunni og greinilegt er, að
hvergi hefur verið reynt að gera
hluti, sem ekki var vitað fyrir-
fram, að þeir gætu valdið. Ég
óska Svanfriði til hamingju með
afkvæmið.
38. TBL. VIKAN 27