Vikan


Vikan - 21.09.1972, Side 11

Vikan - 21.09.1972, Side 11
tilheyrir íslendingseðlinu, þá segir sig sjálft að það er um leið orðið gott og blessað, allt að því heilagt, hversu mikil viðurstyggð sem það nú annars er. Þannig er fullyrt, að ekki sé hægt að reka atvinnuvegina með skikkanlegu eftirliti og aga af hálfu hins opinbera vegna þess að það hefti blessað einstaklingsframtakið, sem á að vera alveg sérstaklega samgró- ið téðu eðli. Ég fyrir mitt leyti efast ekki um að þetta eðli sé til, en bara aðeins á tungu ákveðinna aðila, sem hafa póli- tískan og efnahagslegan hag af að heilaþvo almenninginn með þessari kynjasögu. Og ég sé enga ástæðu til að ætla að leið- inlegur drykkjuskapur sé frem- ur samgróinn íslendingseðlinu en fjármálaspilling og skatt- svik. Kringumstæður valda hér miklu um. Hugsum okkur til dæmis manni sem fer inn á eitthvert steikarhúsið í miðbænum í há- deginu og snæðir hamborgara með eggi, beikon og egg með frönskum kartöflum, spaghetti eða einhvern álíka rétt. Á hlið- stæðum stöðum erlendis, til dæmis í Lundúnaborg, mundi maður gjarnan fá sér glas af góðu rauðvíni með, en í Reykja- vík gengur það ekki, einfald- lega vegna þess að steikarhús- in, sem annars eru heldur snyrtilegir staðir, hafa ekki leyfi til að veita slíkan drykk. Sá, sem hér yrði því gripinn rauðvínsþorsta af bragðinu af beikoninu eða frönsku kartöfl- unum myndi því kannski slæð- ast til dæmis inn á barinn á Borginni, og þegar þangað inn væri komið er trúlegast að honum þætti liggja beint við að bergja á einhverjum sterk- ari drykk en rauðvíni, og hæp- ið að hann léti eitt glas duga. Staddur í Lundúnum myndi hann hins vegar trúlega bara drekka sitt rauðvínsglas með matnum og síðan ' ekki sögu meir. Annað atriði, sjálfsagt ekki nema eitt af mörgum, sem hér kann að valda ein- hverju um, var ég minntur á nýverið síðkvöld eitt. Ég varð Framhald á bls. 42. 38. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.