Vikan - 21.09.1972, Side 19
Gúamskur lögreglumaður horfir á holuna, sem var inngangurinn f
jarðhús Jókojs.
skotaskipti. 1955 fundust fjórir
á Nýju-Gíneu. 1956 uppgötvað-
íst fimmtíu manna hópur á
á eynni Mindoro, sem er ein
af Filippseyjunum. 1960 voru
enn tveir teknir á Gúam, og
bjuggust þá flestir við að þeir
væru þeir síðustu.
Tuttugu og átta ár aleinn í
skóginum — var það yfirleitt
mögulegt? Hvað hélt honum
kyrrum í frumskóginum —
hvað gaf honum vilja til að
lifa?
Þegar gamli, skyldurækni
hermaðurinn var um nóttina
fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahús-
ið í Agana, stóðu hundruð
manna við hliðið þar og fögn-
uðu honum.
Fyrir hádegi daginn eftir tók
Jókoj á móti blaðamönnum af
staðnum, þá ennþá órakaður og
óklipptur en klæddur hvítum
náttfötum og bláum baðslapp.
Harin var þreytulegur, rödd
hans loðin og erfitt að greina
orðaskil.
—- Ég hef ekki sofið dúr i
nótt, sagði hann. — Ég er ekki
vanur sæng og lökum, og þetta
harða gólf er ekki sem bezt
fyrir fætur mína. Ég hef ekki
haft skó á fótunum síðan 1945.
Það sem skeði í gær hefur mik-
il áhrif á mig, ég er hálfrugl-
aður. En ég skal reyna að svara
spurningum ykkar.
— Sástu nokkurn tíma flug-
vélar yfir frumskóginum?
— Já, næstum daglega. En
þær urðu skrýtnari og skrýtn-
ari, og ég skildi að eitthvað var
að breytast úti í heiminum. Ég
sá aldrei nokkrar japanskar
flugvélar.
— Margir hafa leitað þín og
annarra hermanna, sem falizt
hafa í skóginum. Hefurðu ekki
séð fólk öll þessi ár?
— Jú, félaga mína. Tveir
þeir síðustu dóu fyrir átta ár-
um. Ég hef líka séð einn Banda-
ríkjamann og marga innfædda.
Einu sinni heyrði ég í tveim-
ur Japönum, riðilsstjóra og
hermanni, sem sungu sönginn
„Kantaro“. Þeir höfðu gefizt
upp og æptu að við skyldum
gera það líka. En ég var hrædd-
ur, vildi ekki verða auðmýkt-
ur.
— Hefurðu heyrt minnzt á
atómsprengjuna, sem varpað
var á Hírósíma?
Jókoj hristi höfuðið, reyndi
að hafa orðið eftir en mistókst.
Svo sagði hann:
— í blaði, sem ég fann í
fjöllunum, las ég að stórri
sprengju hefði verið varpað á
Hírósíma. Var það japönsk
sprengja? Ég las líka um sam-
komulagið í Potsdam. En ég
þorði ekki að trúa því að það
væri áátt. Maður veit nú að í
stríði eru öll ráð brúkuð til að
leika á óvinina.
Blaðamaður nokkur benti á
segulbandstæki og sagði:
— Þetta hérna er framleitt í
Japan, sem nú er þriðja rík-
asta land í heimi. í stað vopna
eru þar nú framleidd segul-
bandstæki og myndavélar. Hef-
ur þú heyrt minnzt á sjónvarp?
— Já, þegar ég fór í stríðið
var víst eitt svoleiðis til á iðn-
háskólanum í Hamamatsú. En
ég hef aldrei séð neitt svoleið-
is tæki. Er virkilega hægt að
senda myndir, sem hreyfast?
— Saknar þú hellisins þíns
í frumskóginum, þegar þú ert
kominn heim til Japans?
— Nei, sá staður vekur mér
ótta. Bandarískir hermenn eru
alltaf að verða nærgöngulli. í
fyrra sá ég einhver hernaðar-
mannvirki í aðeins þriggja
kílómetra fjarlægð frá holunni,
ótalmörg undarleg loftnet.
— Nú tekur ekki nema þrjá
klukkutíma að komast héðan
til Japans með þotu.
— Er það satt? Við vorum
heila viku á leiðinni hingað frá
Sjanghaí veturinn 1944, fórum
þá sjóleiðis. Ég hef aldrei far-
ið í flugvél. Og ekki heldur í
bíl. En fyrir stríðið fór ég með
rafknúinni járnbrautarlest í
Japan. Það var dásamlegt, og
ég vona að ég fái tækifæri til
þess aftur.
— H.vað ætlarðu að gera
þegar þú ert kominn aftur til
Japans? Verða skraddari
áfram?
— Veit ekki. En ég ætla til
hins heilaga fjalls Mítake og
biðja fyrir sálum dáinna félaga
minna. Ég ætla líka að heim-
sækja fjölskyldur þeirra og
ættingja og segja þeim að þeir
hafi dáið eins og mönnum sæm-
ir. Þeir brugðust aldrei skyldu
sinni við keisarann og Japan.
Ég vil líka reyna að bæta sam-
komulagið milli Bandaríkjanna
og Japans. Ég býst við að marg-
ir séu ennþá beiskir í hjarta út
af því, sem gerðist í stríðinu.
Ég skal segja frá því að Banda-
ríkjamenn hafi farið vel með
mig. Er Roosevelt ennþá for-
seti þeirra?
— Nei, hann dó rétt áður en
stríðinu lauk. Við erum allir
hissa á því hve vel þú talar
japönsku. Þar sem þú hafðir
engan til að tala við úti í skóg-
inum.
— Ég raulaði fyrir munni
mér til að gleyma ekki orðun-
um. Ég skrifaði í sandinn til
að halda í minni því, sem ég
hafði lært í skólanum'.
— Hvers óskar þú þér mest
af öllu?
— Dálítils af salti. Ég hef
ekki séð salt síðan ég hörfaði
inn í skóginn. Fyrstu árin fann
ég stundum niðursuðudósir í
fjöllunum, flugvélar höfðu
hent þeim niður. En í tuttugu
ár hef ég ekki haft neitt krydd
til að bragðbæta matinn. Marg-
sinnis óskaði ég að til mín væri
komið saltið, sem súmó-glímu-
mennirnir kasta inn í hringinn
fyrir hverja keppni. Þvílíkt
óhóf . . .
Hann sýndi ryðguð skæri og
sagði:
— Ég hef klippt bæði hár og
skegg öll árin, vildi ekki líta
út eins og villimaður. Hégóm-
legt, finnst ykkur ekki? En það
verður gaman að raka sig og
fá sér heitt bað, verða eins og
þið.
Nokkrum klukkustundum
síðar fór gamli frumskógaher-
maðurinn ásamt lögreglumönn-
um og hermönnum að sýna
þeim bústað sinn í frumskóg-
inum. Þangað var tveggja tíma
ganga yfir óslétt land, sem
vaxið var þéttum og illfærum
skógj.
Bandarískur liðsforingi sagði:
— Við hefðum aldrei fund-
ið staðinn án kortsins, sem Jó-
koj teiknaði. Ég stóð ekkl
nema fimm metra frá holunni,
en hún var ósýnilég. Hún var
vel falin, ekki spor í sandinum
eða neitt drasl, sem bent gæti
til að manneskja hefði búið
þarna í fimmtán ár.
Samtímis komu tveir flug-
vélafarmar af blaðamönnum
til Gúam. Öll heimspressan sat
um sjúkrahúsið, þar sem Jó-
koj naut aðhlynningar. Fjöl-
mörgum myndavélum og sjón-
varpsútbúnaði var beint að
herbergi hans, sem öllum óvið-
komandi var bannaður aðgang-
ur að.
Og myndavélarnar fluttu út
í heiminn furðu og ótta gamla
hermannsins við allt hið nýja.
í tíu mínútur sat hann og
Framhald á bls. 45.
38. TBL. VIKAN 19