Vikan - 21.09.1972, Page 40
Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímum!
Llnguaphone
lykillinn að nýjum heimi
iungumálandmtheið á hljómplötum
eða segulböndumi
ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPÁNSKA,
PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA,
SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA,
RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl.
Vcrð aðeins hr. 4.500-
AFBORGUNARSKILM'ALAR
Hljódfcrrahús Reyhjauihur
Laugauegí. 96 simí: I 36 56
heiman á vélhjólinu sínu, hvenáer
sem hann komst höndunum
undir, eftir þvi sem véla-
mennirnir sögðu mér. Og- annar
þeirra hafði meira að segja séð
þau saman, þar sem þau gengu
eins og elskendur eftir stíg einum
hér skammt frá. Yfirleitt virðist
þetta samband þeirra hafa verið
augljóst öLLum, sem til þekktu,
nema Partington og að likindum
einnig systur hans.
— Jæja, ég get ekki sagt þér
annað en það, að sú manneskja,
sem helzt hefði átt að vita um
þetta, segist enga hugmynd hafa
haft um það, svaraði Hanslet. —
Ungfrú Carroil fuilyrðir, að
vinstúlka hennar hafi fyrst og
fremst alls ekki verið ástfangin af
neinum karlmanni, og teiur það
eindregna skoðun sina, að ástar-
ævintýri hafi alls ekki verið
ástæðan til sjálfsmorðs hennar.
— Þá veit hún bara ekki þetta,
sem ég hef verið að segja þér,
svaraði EverLey rólega. — Henni
verður hughvarf þegar hún heyrir
vitnisburðinn minn á morgun.
Vfst er um það, að stúlku-
auminginn hefur framið sjálfs-
morð, og enginn getur gefið
neina hugsanlega ástæðu til þess,
aðra en dauða Vilmaes. Þú
verður hér i nótt, er það ekki?
Hvað segirðu þá um að koma
heim til min og fá matarbita?
Hanslet átti góða nótt i gisti-
húsinu, fór á fætur klukkan átta
og niður til morgunverðar.
Honum var fengið borð við
gluggann, með útsýni yfir götuna.
Þegar hann var aö ljúka mat-
num, sá hann v?ign gistihússins
koma að dyrunum, og tveir
farþegar, karl og kona, stigu út.
Minútu seinna kom ungfrú
Carroll inn og i fylgd með henni
roskinn maður, sem hann hafði
aldrei séð áður.
Ungfrú Carroll kannaðist þegar
i stað við Hanslet og heilsaði
honum, heldur kuldalega, að þvi
honum fannst. Siðan settust þau
hjúin hinumegin I salinn, og
ungfrú Carroll hvislaði einhverju
að félaga sinum en hann kinkaði
kolli, alvarlegur á svipinn.
Hanslet tók að velta þvi fyrir sér,
hver þetta gæti verið. Varla
neinn vandamaður hennar — til
þess umgengust þau of ókunnug-
lega. Þetta virtist helzt vera
einhver lærdómsmaður. Kannski
lögfræðingur, sem ætti að gæta
hagsmuna hinnar látnu? Þau
komu að minnsta kosti nógu
snemma, þvi að réttarhaldið átti
ekki að hefjast fyrr en á hádegi,
svo aö þau hefðu vel getað beðið
eftir seinni lest. Nú, en ekki kom
honum það neitt við þó að þau
vildu fara á fætur um sólar-
uppkomu. Hann lauk við máltíö
slna og ranglaði út og tók aö velta
þvl fyrir sér, hvernig hann gæti
drepið timann til hádegis.
I hálftlma eða þar um bil
labbaði hann um bæinn, en kom
svo aftur til gistihússins. Þegar
hann kom I dyrnar, var gest-
gjafinn að gefa vinnumanni
slnum fyrirskipanir: — Viltuekki
fara til White og biðja þá að senda
bll hin^að. Það er hér maður og
kona, sem þurfa að skreppa til
Little Moreby.
— Þetta eru auðvitað ungfrú
Carroll og félagi hennar, sem
ætla að fara að skoða húsið,
hugsaði Hanslet. Hann hafði
slðan augun hjá sér, og það stóð
heima, að hann sá þau stíga upp I
vagninn, eftir drykklanga stund.
Hanslet hafði af fyrir sér eins
og hann bezt gat, til klukkan
ellefu en þá kom Everley til hans.
— Mér datt I hug, að ég skyldi lita
inn til þln, úr þvl ég átti leið hérna
fram hjá, sagði hann. — Ég er á
leiö til skrifstofunnar, ef þú vilt
verða samferða.
— Gott og vel, ég keni, svaraði
Hanslet. — Hér er, hvort sem er,
ekkert við að vera. Waldhurst er
ekki beinllnis nein nútima
Babýlon, að þvl er mér virðist.
Ekkert I fréttum nema það, að
ungfrú Carroll er hér komin. Hún
kom með morgunlestinni, og er
búin aö borða hérna.
— Gott, sagði Everley, og þeir
gengu út á torgið. — Ég er búinn
að ná I öll hin vitnin, nema
Grocott lækni, sem skoðaði likið,
en hann kemur innan skamms.
Nú, þarna er hann kominn!
Þeir gátu nú séð yfir torgið og
Everley benti Hanslet á þrjá
menn, sem voru að tala saman.
— Þarna er Grocott læknir og
með honum skrifari dómarans,
en þennan þriðja mann, sem er
með þeim, þekki ég ekki.
— Ég get heldur ekki sagt þér,
hvað hann heitir, en hann kom
hingað I morgun með ungfrú
Carroll. Ég gæti trúað, að hann
væri lögíræðingur eða eitthvað
þessháttar.
— Það er vlst rétt til getið. Þeir
eru sjálfsagt á leið til likhússins,
og hafa llklega fengið skipun hjá
dómaranum að skoða líkið.
Maður gæti nú haldið, að þeir
gætu beðið með það þangað til
eftir réttarhaldið.
Hanslet og Everley biðu I
skrifátofunni þangað til réttar-
haldiö átti að hefjast. Þar voru
samankomin vitnin og slangur af
áheyrendum. Hanslet gáði að
ungfrú Carroll og sá, að hún sat
þar I stól, sem henni hafði veriö
fenginn. En Grocott læknir og
ókunni maðurinn frá London
komu ekki fyrr en rétt á siðustu
stundu.
Réttarhaldið fór fram á ósköp
venjulegar hátt og vitnin voru
kölluö fyrir. Fyrst kom frú Chad,
sem hafði nú náö sér eftir
hræðsluna og var óþarflega
margorð. Dómarinn hlustaði á
sögu hennar og lét hana slðan
fara, henni til mikilla vonbrigða.
Síðan kom Holley lögregluþjónn,
sem hafði sýnilega æft sig á
framburði sinum, og viðhafði öll
þau fræðiorð sem hann gat komið
aö. Eftir að hann hafði svarað
nokkrum spurningum, var kallaö
á Grocott lækni.
— Mér skilst, læknir, að þér
hafið verið kallaður á vettvang
skömmu eftir að líkið fannst?
— Slðasta vitni sótti mig til
Wargrave House, svaraði
læknirinn.
— 1 hvaða stellingum var llkið,
þegar þér sáuð það?
— Lá upp I loft á eldhúsgólfinu.
Vitnið kvaðst hafa skorið það
niður af króknum I bitanum. Um
hálsinn var snæri, eins og notað
er I þvottasnúrur, og farið eftir
það var djúpt, allt kringum
hálsinn.
— Gátuð þér gizkað á, hve langt
var slðan konan dó?
— Al mlnum dómi hefur hún
dáið kvöldinu áður og áreiðanlega
fyrir miðnætti.
—■ Eftir verksummerkjum að
dæma, hafið þér verið fljótur að
sjá, hvað hafði orðið henni að
bana?
Grocott læknir hikaði og leit til
ókunna mannsins, sem svaraði
íneð þvl að kinka kolli, rétt svo að
þaö sást. — Já, ég áleit, að hún
hefði dáið af kyrkingu, sagði
hann. Á llkinu voru engin merki
þess, að hún hefði oröið fyrir
árás, og snaran var út af fyrir sig
góð bending. En I morgun hef ég
aftur rannsakað llkið með aðstoð
Sir Williams Rolsford, hins ágæta
sérfræðings.
Hann leit til ókunna manns-
ins og kinkaði kolli. Hanslet
hleypti brúnum, önugur.
Auðvitað átti hann að geta þekkt
manninn, Nafnið var nægilega
kunnugt og hann hafði hitt hann,
endur fyrir löngu, I sambandi við
mál, sem hann hafði þá haft með
höndum. En hvern fjandann var
hann að gera hér? Kannski eitt-
hvað óvænt ætti eftir að ske, þrátt
fyrir allt?
Dómarinn, sem var sýnilega
hrifinn af þessu fræga nafni,
hneigði sig I áttina til Sir
Williams. Slðan krotaði hann eitt-
hvað hjá sér og hélt áfram: — Og
þér hafið kannski komizt að ein-
hverri nýrri niðurstöðu við þessa
seinni skoöun, Grocott læknir?
— Ekki hvað snertir orsökina,
þvl að hún var sem sagt kyrking.
En hinsvegar hafa vaknað
efasemdir, bæöi hjá Sir William
og mér um það, hvernig þessi
kyrking hafi verið framin.
Dómarinn botnaði ekki vel I
þessu. — Kannski vilduð þér
útskýra þetta nánar?
— Ég skál reyna. Ég sagði
áður, að snaran hefði gert djúpt
far í'hálsinn. En við nánari
athugun má sjá annað far,
breiðara, sem er næstum horfið
fyrir snörufarinu. Og það er álit
okkar, að þetta far sé eftir
mannsfingur.
Greinilegur kliður fór um
réttarsalinn, viö þessar óvæntu
upptýsmgar
Framhald í nœsta blaði.
40 VIKAN 38. TBL.