Vikan


Vikan - 21.09.1972, Side 33

Vikan - 21.09.1972, Side 33
FRAMHALDSSAGA EFTIR BRUCE GRAEME FIMMTI HLUTI Gallinn á kvenfólkinu er, að það hengir sig i smáatriðin, en lætur þau stóru eiga sig. í fyrra skiptið sem við skoðuðum húsið vildi hún athuga garðinn, þegar við höfðum litið á sjálft húsið.... engu aö siöur vonsvikinn. Samtal hans viö Everley hafði sannfært hann um þaö, . aö hér væri eitthvað meira um að vera en venjulegt sjálfsmorð. Hann haföi Sferið að vona, að þessi ferð eftir lyklinum mundi gefa sér ein- hverjar þær bendingar, sem gætu varpað nýju ljósi á málið. En svo framarlega sem hr. Hewlett hafði sagt satt - og um það var Hanslet I engum vafa — ætlaði hann að veröa fyrir vonbrigðum, hvað þetta snerti. Þaö var greinilegt, að maðurinn vissi ekkert um málið, og þetta, aö hann hafði lykilinn hjá sér, var sýnilega ekkert nema tilviljun. En þrátt fyrir allt þetta var Hanslet ekki ánægður enn. Samtalið við Hewlett hafði ekki svipt hann þeim grun, að eitthvaö óvenjulegt væri á seiði. Ef hann ætti að geta fengið nokkrar frekari upplýsingar, var eina ráðið að fara til Belmont Street, og það ákvað hann aö gera, þegar i stað. Vitanlega mátti kalla þetta óþarfa hnýsni, en það var sama: hann gat alltaf sagt sem svo, að hann væri að hjálpa Everley, kunningja sínum, án þess að það væri embættis- lega. Hann var fljótur að kveða niður allar efasemdir og náði sér i leiguvagn. Hann kom að dyrunum á litlu hvlsi, en annars voru nú öll húsin þarnalitiloghvertöörulik. Heföi þessi gata verið i öðrum borgar- hluta, heföi hún verið kölluö fátæklingagata. En Chelsea er svo vinsælt hverfi hjá öllum almenningi, að fólk mundi leigja þar Ibúðir, sem það mundi ekki lita við, ef þær væru annars- staðar. Hanslet athugaöi húsið i skyndi, tautaði eitthvað um, að ekki væri auðvelt að botna i smekk listamanna, og hringdi siðan dyrabjöllunni. Dyrnar opnuðust og út kom kona, sem virtist vera rúmlega þritug, og var greindarleg og aðlaöandi á svipinn. Um leið og Hanslet rétti henni nafnspjaldið sitt, tók hann eftir þvi, aö hún var snyrtilega klædd en þó ekki nýtizkulega. Að öðru leyti var hún ekkert einkennilegri, nema hvab hendurnar voru óvenju langar, rétt eins og hún væri slag- hörpuleikari. Hún leit á hann með athygli og benti honum siðan að koma inn. — Þér ætlið aö spyrja um hana Cynthiu sálugu? sagði hún. — Já, ég ætlaði að biðja yður um nokkar upplýsingar um ungfrú Bartlett, svaraði hann. Hann var ekki alveg viss, um hver „Cynthia” væri né heldur, hvert samband hennar hefði verið viö þessa konu. Kannski voru þær systur. — Gerið svo vel að koma inn, og ég skal segja yður það sem ég get. Ég heiti annars Carroll og er ritari hjá Vináttusambandi Kvenna. Ég vinn aö heiman allan daginn og þaö er ekki nema h^lftimi siðan ég heyrði látið hennar. Það er vist enginn vafi á þvi, að hún sé dáin? Þvi að ég fyrir mitt leyti er ekki farin að trúa þvi enn. — Ég er þvi miður hræddur um, að á þvi leiki enginn vafi, ungfrú Carroll, svaraði Hanslet meö hluttekningu. — Lögreglan i Waldhurst hefur málið til meðferðar, og þarf að komast I samband við aðstandendur ungfrú Bartlett. Þessvegna dirfðist ég að ónáða yður. — Cynthia á engin skyldmenni, eða ef svo er, þá eru þau svo fjarskyld, að þau teljast ekki. Foreldrar hennar dóu þegar hún var barn að aldri og hún ólst upp hjá frænku sinni, sem dó þegar Cynthia var nitján ára. Hún erfði nokkrar eignir og var sæmilega stæð, og siðan hún varð myndug hefur hún sjálf haft fjárreiður sinar á hendi. Við vorum einusinni saman i skóla, en svo hittumst við aftur og höfuð siðan haft þetta hús I félagi. Ég býst ekki við, að neinn hafi þekkt hana betur en ég. Og ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á, að hún hafi framiö sjálfsmorð. — Þér getiö kannski sagt mér, Framháld & bls. 34. 38. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.