Vikan


Vikan - 21.09.1972, Side 24

Vikan - 21.09.1972, Side 24
BRIGITTE BARDOT sýnir hið nýja heimili sitt i stóru dagstofunni eru veggirnir klæddir mokkaskinni. Chirstian Kali hefir séð um innréttinguna á þessari stofu og BB segir að Roger Vadim, fyrrverahdi eiginmaður hennar, sé hrifnastur af henni. ,,Ég verð fyrst gömul, þegar ég fæ ekki lengur þá karlmenn, sem ég hefi augastað á!” Brigitte Bardot, franska kynbomban og þjóðar- dýrðlingurinn, verður 38 ára i haust. — Þegar að þvi kemur, að ég fæ ekki þá karlmenn, sem ég hef áhuga á, þá er ég orðin gömul, segir Brigitte og hana hryllir við tilhugsunina. En það er ekki komið að þvi ennþá. Ennþá eru vinir hennar f ungir og hraustir menn og ennþá dansar Bardot berfætt á nætur- klúbbunum i Saint Tropez, fegurst af öllum. Hún gaf sjálfri sér i afmælisgjöf nýjan ramma um fegurð sina. Nýlega sást hún koma út úr einni af þekktustu sjúkradeildum f Frakklandi, og þá var ekki lengi veríð að kveða upp þann dófn, að hún hefði verið að láta „lyfta” andlitinu. — Ekki aldeilis, sagði BB. — Ég var með hettusótt! En nýja Ibúðin er ekki af verri endanum og hún sýnir hana með mikilli ánægju og stolti. Þetta er nýtlzkuleg tveggja hæða ibúð i „réttu” hverfi i Paris og sá sem hefir séð um innréttingar er frægur innanhússarkitekt, Alain Demachy, en hann er mikiö i tizku nú. Ljósmyndarinn, sem tók myndirnar, segir að mikið sé um nektarmyndir og furðulega skúlptúra, en BB bannaði honum að taka myndir af þeirri hlið skreytingarinnar. En orð- rómurinn um þetta nýja ástar- hreiður við Avenue Lannes, breiðist út meðal fina fólksins i — Ekkert er eins róandi og að setjast við píanóið, segir Brigitte og sýnir með stolti tónlistarhornið i ibúðinni, þar sem hljómtækin eru að sjálfsögðu af fullkomnustu gerð. Brigitte lét arkitektinn ekki koma nálægt því að innrétta gesta- herbergið, það gcrði hún sjálf og setti einfaldar blómamyndir á vegginn fyrir ofan rúmið, myndir, sem sannarlcga stinga i stúf við nektarmyndirnar, sem prýða flesta veggi íbúðarinnar. Paris og margir hlakka, i ofvæni, til vigsluhátiðarinnar, sem Brigitte hefur lofað að halda. Ibúðin er nýjasta leikfangið hennar og hún er að rifna af ánægju yfir henni og orðrómurinn um sjálfsmorðstilraunina, sem nýverið gekk fjöllunum hærra, er nú horfinn, eins og dögg fyrir sólu. Það var þýzkt myndablað sem kom þessum orðrómi um sjálfs- morðstilraunhennará kreik, með þvi að tala um að siðasta ástin- hennar, skiðakennarinn Christian Kalt, væri orðinn þreyttur á henni. Ástæðurnar fyrir þreytu hans voru: Það var alltof erfitt að úmgangast BB og vini hennar. Maður fékk aldrei næði til að vera út af fyrir sig. Vinirnir voru alltof rikir og alltof likir hver öðrum. Veizlurnar of margar. Og þegar BB fékk þetta framan I sig, á hún að hafa reynt til að svipta sig lifi. órólegir vinir hennar og 'þar á meðal franski söngvarinn Gilbert Becaud, flýttu sér til villunnar hennar, i Saint Tropez, en þá var BB og skiðakennarinn hennar þar I bezta yfirlæti og BB ánægðari en nokkru sinni fyrr. Hún er nú aö leika i kvikmynd undir stjórn fyrsta eigin- mannsins, Rogers Vadim. — Ef leikstjórinn gefur mér fri, nógu lengi til að ég gæti farið i brúðkaupsferð, þá myndi ég og strýkur honum bliðlega um vangann. '41 24 VlkAN 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.