Vikan - 21.09.1972, Side 6
ín a oðru, en aletrun a hinu. Aðeins
þúsund eintök verða framleidd af
hvoru glasi, svo að þau ættu að geta
komizt í talsvert verð hjá söfnurum.
Glösin tvö kosta tuttugu og fimm pund
og sá sem býr þau til heitir Webb
Corbett. Hönnuður er David nokkur
Smith.
Silfurbrúðkaup ársins eiga þau Elísa-
bet Englandsdrottning og Filippus
hennar maðiir. Af því tilefni hafa ver-
ið framleidd tvö falleg glös, og eru
myndir þeirra hjóna sín hvorum meg-
SIÐAN SÍÐAST
KONUNGLEGT
BRÚÐKAUP
Á dögunum voru þau gefin saman í
Sevilla Maria de Gloria Orleans-Bra-
ganza Bourbon, frænka Don Juans
Carlosar, ríkiserfingja Spánar, og Al-
exander, sonur Péturs annars Júgósla-
vakonungs, sem flýði úr landi fyrir
Hitler á sínum tíma og Tito setti síðan
af. Útlegðarkonungur þessi er nú dauð-
ur. Hjónavígslan fór fram á grísk-or-
þódoxan hátt af því að Alexander prins
játar þá trú, en rómversk-kaþólskir
biskupar voru þó viðstaddir brúðar-
innar vegna. Gestalistinn var langur
og skrautlegur, meðal annarra voru
þar viðstödd Don Juan Carlos og kona
hans Soffía prinsessa, Anna Englands-
prinsessa og Konstantín, hinn útlægi
Grikkjakonungur, og Anna María
drottning hans.
HÚN HÓTAÐI AFSOGN
Golda Meir, forsætisráðherra ísraels,
lét hart mót hörðu koma þegar frum-
varp kom fram um ný hjónavígslulög
á þinginu hjá henni. Samkvæmt nú-
gildandi lögum hafa rabbínarnir einka-
rétt á að gefa fólk saman, þannig að
guðlausir ísraelsmenn, sem vilja frem-
ur ganga í hjónaband á borgaralegan
hátt, eiga þess engan kost. En -frum-
varpið gekk einmitt út á að þetta yrði
leyft. En Golda gamla hótaði þá að
segja af sér ef hjónavígslulögin yrðu
gerð frjálsari, og varð auðvitað að
vera sem hún vildi.
BURT LANCASTER
er sagður alveg niðurbrotinn af því
að hann fékk ekki að leika aðalhlut-
verkið í Guðföðurnum, en til þess
hafði hann langað yfirmáta mikið.
Hann segir að í því hlutverki hefði
hann getað náð tindinum á ferli sín-
um. í staðinn var það Marlon Brando,
sem eins og menn muna fékk hlut-
verkið, og segir Lancaster að túlkun
hans í hlutverkinu sé algerlega röng.