Vikan - 21.09.1972, Page 48
— Hefurðu nokkuð að segja
ættingjum þínum í Japan?
— Já, skilið til þeirra að ég
sé lifandi. Kallið mig Jókoj, þá
átta þau sig áreiðanlega á hver
ég er. Skilið til þeirra að Jó-
koj skammist sín fyrir að snúa
aftur til Japans.
Jókoj svaf aðeins tvo tíma
um nóttina. Lengst af gekk
hann um gólf í herberginu,
bylti sér í rúminu og var eirð-
arlaus. Þó hafði hann tekið inn
svefnpillur.
Um morguninn birtist urm-
ull nýrra andlita í herberginu
hans. Heilbrigðismálaráðuneyt-
ið í Tókíó hafði sent á vettvang
fjóra lækna, sem allir vor.u
prófessorar, hóp geðlækna og
tólf hjúkrunarkonur. Allt þetta
fólk hafði fyrir verkefni að
annast gamla hermanninn úr
frumskóginum.
Klukkutíma síðar komu enn
nýir gestir: hermenn þeir tveir,
sem teknir höfðu verið á Gú-
am 1960. Þeir áttu að reyna að
hjálpa Jókoj að á-tta sig á um-
skiptunum.
Annan þessara manna, Tada-
sji ító, kannaðist hann ekkert
við, enda líklega aldrei séð
hann áður. En þegar Bonsó
Mínagava kom í dyrnar spratt
Jókoj á fætur og faðmaði hann
að sér.
— Gamli vinur, langt er nú
síðan við sáumst síðast, varð
honum að orði.
Tárin streymdú niður kinn-
ar Jókojs, og hann var svo
hrærður að honum varð orð-
fall í svipinn.
Svo hélt hann áfram: —
Manstu þegar við börðumst
saman, leituðum saman að mat,
börðumst saman gegn hungri
og óvinum?
Eftir ósigur Japana í orrust-
unni um Gúam höfðu þeir til-
heyrt sama skæruhópi, en
síðan höfðu ákveðin stríðsverk-
efni skilið þá að. f fimmtán ár
höfðu þeir lifað í frumskógin-
um á sömu ey og aðeins nokkr-
ar mílur á milli þeirra, en ekki
einu sinni haft hugmynd hvor
um annan.
Nú varð Jókoj í fyrsta sinn
verulega léttur á brún. Hann
lyfti höndum stríðsfélaga síns
og hrópaði bansaí, sem þýðir
húrra eða eitthvað í þá veru.
Svo sagði hann:
— Með tvo stríðsfélaga við
hlið mér er ég ekki hræddur
við að snúa aftur til Japans.
Ég er feginn því að vera lif-
andi, og vorkenni þeim sem
dóu. Fyrr á tíð fór Japan í
Stríð tíunda hvert ár. En nú
hafa liðið tuttugu, bráðum þrjá-
tíu ár, og engin herflugvél með
japönsku sólinni rauðu hefur
flogið þessa leið. í mörg ár hélt
ég að einhvern tíma gæti ég
farið heim. En af því að engar
japanskar flugvélar komu, leit
út fyrir að ég kæmist aldrei
neitt. Ég fór að örvænta og
halda að ég myndi bera bein-
in hér. Ég vildi lifa til að segja
öllum hvað gerðist hér. Ef ég
yrði stríðsfangi hefði ég verið
fluttur til einhverra ókunnra
landa og hnepptur í þrældóm,
og það hefði orðið sjálfum mér
og fósturlandi mínu til skamm-
ar. Nú finn ég að ég hugsaði
rétt . . .
Hann gerði stutt hlé á máli
sínu og hélt síðan áfram:
— Sú reynsla, sem ég hef
orðið mér úti um í frumskóg-
inum, gæti komið japanska
hernum að góðu gagni í næsta
stríði. Ég gæti hjálpað . . .
— Nú höfum við engan her,
sem nefnandi er því nafni, og
höfum aflagt styrjaldir í eitt
skipti fyrir öll, hrópaði jap-
anskur fréttamaður.
Jókoj starði á hann, furðu
lostinn. Hann opnaði munninn
til að bera upp spurningu, en
virtist ekki geta komið upp
orði. Að lokum, þegar hann
fékk málið á ný, skipti hann
um umræðuefni.
— Er það satt að bæði Kína
og Kóreu hafi verið skipt? Og
að Kórea og Taívan heyri ekki
lengur undir Japan? Hvernig
gat það gerzt? Eru hvergi stríð
í heiminum lengur?
Einhver fékk honum hátíð-
arrit, sem gefið hafði verið út
af tilefni sjötíu ára afmælis
Híróhítós keisara. Forsíðuna
prýddi keisari sjálfur í gráum
jakkafötum og hjá honum stóð
keisaradrottningin í nýjustu
tízkunni frá París.
— Hvaða fólk er þetta?
spurði Jókoj.
Svarið gerði hann orðlausan
einu sinni enn. Hann mundi
ekki eftir keisaranum öðruvísi
en sem guði, sem var svo magn-
aður að vissara var að snúa sér
undan þegar hann var í sjón-
máli. Hann mundi eftir mynd-
um frá fjórða áratugnum, sem
sýndu keisarann í einkennis-
búningi settum stjörnum.
skreytingum, borðum og meda-
líum. Og á þeim myndum var
keisaradrottningin alltaf með
kórónu skreytta glitrandi gim-
steinum.
—■ Guðir og keisarar fara al-
drei í vestræn föt, hvíslaði
hann með andköfum. — 'Ég skil
ekki hvers vegna blöðum og
kvikmyndum líðst að fara
svona með keisarann.
Nokkrum mínútum síðar
kom annar blaðamaður til Jó-
kojs með segulbandstæki.
— Ég er hérna með kveðj-
ur frá skylduliði þínu í Japan,
sagði hann og setti tækið í
gang. Og af bandinu heyrðist
eftirfarandi:
„Jókoj, nú urðum við veru-
lega hissa. Við bíðum þín öll.
Komdu heim eins fljótt og þú
getur. Farðu vel með þig. Við
erum búin að gleyma hvað þér
þótti bezt að borða, en við skul-
um samt reyna að taka vel á
móti þér . . .“
Jókoj þurrkaði tárin úr aug-
unum, laut yfir segulbandstæk-
ið og sagði:
— Ég kem heim. Eg veit að
ykkur verður egnin skotaskuld
úr að taka vel á móti mér,
kæru vinir. Ég er orðinn gam-
all og verð ykkur sjálfsagt til
byrði. Ég þarfnast hjálpar ykk-
ar.
Hann sat lengi þögull og
horfði á segulbandstækið. Svo
fór hann að hrista tækið, þrýsti
því að eyra sér, hristi og hristi
. . . Það var eins og hann bygg-
ist við svari frá þessari undar-
legu vél.
Og hann bjóst við svari . . .
Og er það von að nokkur þekki
segulbandstæki frá síma eftir
tuttugu og átta ára steinaldar-
líf og aðeins einn dag á sjón-
varpsöld?
Framhald í næsta blaði.
Dregið hefur verið í Sumargetraun Vikunnar 1972 og eftirfarandi hlutu vinning:
1. Háfjallaferð fyrir tvo með Guðmundi
Jónassyni:
Sigrún Oladóttir, Hagamel 20, Reykiavík.
2. Chopper-reiðhjól frá Fálkanum:
Eygló Guðmundsdóttir, Kirkjuvegi 88, Vest-
mannaeyjum.
3. -4. Einn dagur í Laxá í Kjós:
Reynir Vignir, Giljalandi 4, Reykjavik.
3.-4. Einn dagur í Laxá í Kjós:
ísafold Þorsteinsdóttir, H-götu 6, Þorlákshöfn.
5.—14. Veiðistöng og veiðihjól frá Sportval:
Ásta Alfreðsdóttir, Aðalstræti 14, Akureyri.
Hjördís Fríða Jónsdóttir, Hrannarstíg 8,
Grundarfirði.
Þóra Þorvaldsdóttir, Seljalandsvegi 26, ísaf.
Katrín Sighvatsdóttir, Brekku, Hornafirði.
Dagný Jóna Jóhannesdóttir, Fossgötu 4,
Eskifirði.
Smári Svansson, Sogavegi 190, Reykjavík.
Árný Eiriksdóttir, Kirkjustig 2, Eskifirði.
Bergþóra Aradóttir, Þiljuvöllum 28, Neskaup-
stað.
Baidur Jónsson, Hlíð, Sigiufirði.
Ragnheiður Ingadóttir, Brekkugötu 16,
Hafnarfirði.
15.—17. Vindsæng frá Sportval:
Páll A. Pálsson, Sniðgötu 1, Akureyri.
Ingibjörg Einarsdóttir, Dalsmynni, Villinga-
holtshreppi, Árn.
Kristný Vilmundardóttir, Háholti 9, Akranesi.
18. Tjald frá Belgjagerðinni:
Áslaug Kristinsdóttir, Hvammi, Tálknafirði.
19. Svefnpoki frá Belgjagerðinni:
Sigríður Friðriksdóttir, Hólagötu 29, Vestm.
20. Bakpoki frá Belgjagerðinni:
Gylfi Zoega, Tómasarhaga 35, Reykjavík.
21. Hitatæki frá Þórði Sveinssyni og Co.:
Halldóra Rikharðsdóttir, H-götu 2, Þorlákshöfn.
22. -26. Útigrill frá Tómstundahúsinu:
Kristrún Guðmundsdóttir, Sporðagrunni 11,
Reykjavík.
Oddur O. Jónsson, Ránargötu 31, Reykjavik.
Kolbrún Ögmundsdóttir, Sunnubraut 42,
Keflavík.
Heba Helgadóttir, Grettisgötu 70, Reykjavík.
Jón Jónsson, Þórustöðum, Flateyri, Önundarf.
48 VIKAN 38. TBL.