Vikan


Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 7

Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 7
MIG DREYMDI í RÚTUBÍL í FULLRIALVÖRU VARÐVEIZLA SÖGULEGRA MINJA Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi fyrir skömmu. Mér fannst ég vera í rútubíl, en ég vissi ekkert, hvert ég var að fara. Ég var með barn, sem ég þekkti ekki neitt, og var að reyna að svæfa það. Það sofnaði strax. Þá finnst ‘mér ég líta aftur í rútuna og sjá fimm drengi, sem ég þekki mjög vel. Þeir veifa allir til mín. 30g fer til þeirra, sezt hjá þeim og byrja að tala við þá. Mér finnst ég vera að tala við strák, sem vinkona mín var með í vetur. Hann var mjög ræðinn og talaði við mig um daginn og veginn og alla heima og geima (í rauninni er hánn hins vegar mjög fúll og talar aldrei við mig). Allt í einu er ég farin að tala við strák, sem ég var fjarska hrifin af í vetur, en hann vildi ekkert með mig hafa. Við vorum allt í einu orðin perluvinir. Loks finnst mér gömul vinkona mín sitja hjá mér og segja allt í einu við okkur: ,,Sjáið þið konuna þarna?“ Hún bendir á einhverja konu, og um leið álpast út úr mér: „Þetta er mella!“ Ég lít á vin minn eða þann, sem allt í einu var orðinn vinur minn í draumnum, og við förum að skellihlæja. Vinkonu minni fannst þetta hins vegar ekkert hlægilegt. Lengri varð draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. G. B. Draumur þessi er býsna óljós, en þó ætlum við að reyna að spreyta okkur á honum, hvernig sem til tekst. Við telj- um, að hann muni tákna, að næsta vetur verðir þú alvar- lega ástfangin af strák og hafir fullan hug á að klófesta hann upp á lífstíð. En vinkona þín kemur illilega við þessa sögu, því að hún mun eitthvað hafa verið bendluð við þenn- an strák. Þetta veldur þér áhyggjum lengi vel, og fyrst í stað gerirðu glappaskot, sem virðist ætla að hafa alvarlegar afleiðingar. En það rætist betur úr en á horfðist. KLIPPTI LOKK ÚR HÁRI HENNAR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi um daginn, að ég var á ferð eftir ákveðinni götu hér í borg. Ég var ein í bílnum. þar til lögregluþjónn settist upp í aftursætið. Ég var fegin að sjá hann, því að mév fannst ég þurfa að ræða við hann um atvik, sem skeði þá um nóttina. Hann var nú svolítið undrandi, að ég skyldi ekki taka því illa, að hann væri þarna afturí. Jæja, atvikið var þannig: Mér fannst, að um nóttina hefði húsráðandi minn komið og klippt lokka úr hárinu á mér. Hann setti lokkana inn í geymslu, og mér fannst ég ekki geta náð í þá. En skærin, sem hann klippti þá með, voru mín skæri. Ég vaknaði, áður en lögreglan talaði við mig. Ég bið þig vinsamlega að ráða þennan draum. Með fyrirfram þökk. G.J.A. Við teljum að þessi draumur táltni, að húsaleigan hjá þér verði hækkuð eða þá að þér verði sagt upp húsnæðinu. Fyrir nokkrum árum var lífsgæðamat íslendingá mestanpart fólgið í harðviði og drápuhlíðargrjót- inu, sem landsfrægt er orðið og löngu komið í hók- menntirnar. Alll skyldi vera spánnýtt, gljáandi pússað og fínt. Þetta viðhorf hefur breytzt nokkuð i seinni tið. Ungt fólk sækist nú eftir í stöðugt ríkara mæli að búa i gömlum liúsum, sem enginn hefði viljað líta við til skannns tima. Gamlir munir og húsgögn mega lieila komin i lízku og skjóta upp kollinum i æ fleiri stássstofum. Baráttan fvrir varðveizlu Bernhöftstorfunnar er liklega tilkomin að einhverju leyti fyrir áhrif frá þessu hreylta viðhorfi. Sú barátta ællar reyndar að verða erfiðari en búast mátti við. Eftir blaðaskrif- um að dæma og almennum undirtektum virtist aug- ljóst, að langflestir væru þeirrar skoðunar, að húsa- röðin ætti að fá að standa. Enn er þó með öllu óvist, liver endirinn verður. Tvö nýleg dæmi sýna, að það er sannarlega ekki vanþörf á að liafa vakandi auga með gömlum og sögufrægurtt byggingum og reyna af veikum mætti að koma i veg fvrir, að þau verði miskunnarlaust evðilögð. Einn morguninn í sumar var gamla Amtmanns- liúsið við Ingólfsslræti horfið, þegar Reykvíkingar gengu þar hjá. Þorsteinn Thorarensen rilhöfundur benti strax á, hversu merkilegt hús hefði þarna verið um að ræða, en það var of seint. Húsið var jafnað við jörðu að næturlagi með hraðvirkum vél- um — lil að þjóna skipulaginu. Og þegar Anna Snorradóttir kom i Mývatnssveit í ágústbyrjun og ætlaði að vanda að heilsa upp á Reykjahlíðarkirkju, brá henni heldur en ekki i brún. Kirkjan var horfin. Það var búið að rifa hana og bvggja aðra nýja i staðinn. Eins og kunnugt er var hér um að ræða stórmerka steinkirkju frá nítj- ándu öld. Sagnir herma, að i jarðeldum hafi hraun- ið klofnað, þegar ]iað kom að kirkjunni og runnið silt hvorum megin við liana. Þessa þjóðsögu þekkja allir, hvort sem þeir bafa ferðazt um Mývatnssveit- ina eða ekki. Áreiðanlega hefur því mörgum orðið bverft við, þegar þeir lásu grein Önnu um ej’ðilegg- ingu Reykjahliðarkirkju. Á þessum nýjustu og beztu timum nefnda og rannsóknaj mætli kannski stofna fornminjaráð, sem reyndi að kanna málið og koma i veg fyrir, að at- vik eins og ]iau, sem minnzt hefur verið á, endur- taki sig. Hirðuleysi varðandi sögulegar byggingar og áþreifanlegar minjar um fortiðina er ekki samboð- ið þjóð, sem lifir og hrærist i frásögnum um liðinn tíma. G. Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.