Vikan


Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 34

Vikan - 21.09.1972, Qupperneq 34
Jonas á barnaheimilið. Aður en hann fer biður hann Ingrid að hringja ekki strax til lögreglunnar, láta það heldur bfða til kvöldsins. Hún ætti nú eiginlega ekki að fára að beiðni hans og hringja strax, þegar hann væri kominn út úrdyrunum. En það var eitthvað svo skammarlegf að hringja til lögreglunnar og setjast svo niður og biða þess að þeir fyndu lik hennar i skóginum bak við húsið Það var visst öryggi i þvi að vita ekki neitt. Hún myndi lika bráðlega heyra lykli stungið i skrána og Kari koma inn. Um þrjúleytið hringdi hún aftur heim til Evu og þá svaraði stúlkan sjálf. —Ég hefi ekki hitt Kari langa lengi . . . nei ég hefi_ ekki hugmynd um hvár hún er. Ingrid gleymdi að þakka, lagði simann á og náði I penihga og innkaupatösku. Hún varð að fara til að kaupa i 'matinn, búa til mat fyrir Folke og hringja til lögreglunnar, strax og hann kæmi heim. ■ Klukkan er hálf fimm og maturinn er á eldavélinni, þegar siminn hringir. Hún flýtir sér að svara, segir aðei'ns stutt „já’. Langt i burtú heyrir hún óþekkta rödd . . .hræðslulega drengjarödd. Hann segir eitthvað um Kari, Hún heyrir ekki til hans og verður að kyá. —Hún var hér. — Já, en hvar er hún nú? Ekkert svar. —Hver ert þú .og hvar áttu heima? Hann J,stamar fram heimilisfangi og hún heyrir að hann heitir Staffan. Hún skellir á. Rétt i þeim svifum kemur Folke með Jonas i dyrnar. —'Við verðum að fara strax, ég er búin að hafa upp á henni .... Hún man samt eftir að slökkva undir matnum og hún biður nábúakonu að lita eftir Jonasi, áður en hún flýtir sér á eftir Folke út að bilnum. Hann ekur hægt og örugglega að vanda, en nú er hún ergileg yfir rólegheitum hans og verður þvi sannfærðari um að þetta sé hennar vandamál, ekki hans. Þetta kemur aðeins hennar barni við. Húsið er i Annedal, gömlu sóðalegu hverfi. Hvernig hefir Kári komizthingað? Hvern getur hún þekkt hér? Hún finnur piltinn fljótlega. Hann opnar strax, þegar hún ber að dyrum. ■ ,J—Hvar er hún spyr Ingrid og gengur beint inn i eldhús. Pilturinn virðir hana fyrir Sér. Hann er ekki eins ungur og röddin hafði gefið til kynna. Hann er magur og hokinn, með sitt úfið hár. Hún. sér strax að þetta er hans eigin ibúð, ekki ibúð foreldra. Eldhúsið og herbergið ínn af, gefa það til kynna. Húsgögnin eru lág, greinilega sagað neðan af öllum iöppum og púðar og dýnur á gólfinu. A veggjunum eru plaköt meö and- litum, sem henni finnst hún hafi séð einhversstaðar. —Hvar er Kari? Pilturinn ræskir sig. —Hún varð veik. Ég hringdi eftir sjúkrabil. Nábúarnir hafa sima. Ingrid er undrandi yfir þvi sjálf, hve rólega hún getur talað við hann. —En hvað var hún að gera hér og hve lengi hefir hún verið hér? —Það eru næstum tvær vikur siðan hún kom hingað. Hún hafði einhver vandamál, sagði hún. Hún varð veik i gær og ég hringdi eftir sjúkrabil i dag. —Þið hafið þá þekkst áður? —Já. Folke hafði staðið þögull fyrir aftan hana. Nú sagði hann.' —Er hún á Sahlgren- sjúkrahúsinu? Pilturinn kinkaði kolli. Ingrid hvessir sig: —Hversvegna sagðirðu það ekki strax, svo við gætum ekið beint þangað? Hún þýtur niður þrepin og hlustar ekki einu á svar piltsins. Folke ,sem situr við hlið hennar i bilnum og ræsir hann i flýti, segir lágt: —Hann hefur viljað búa okkur undir það, svo okkur yrði ekki eins mikið um. —Ég veit svo sem hvað það er.' Hún er auðvitað meðvitundar- laus. Skilurðu það? Meðvitundarlaus af eiturlyf- jum! Hann hrekkur við og Ingrid veit ekki hvaðan hún hefur þessa hörku. Hún veit varla hvern hún hatar meir, þessa stundina, Staffan, piltinn, fyrir það sem hann hefir gert við dóttur hennar, eöa Folke, sem er svo rólegur. Það er stutt leið til sjúkrahússins. Eins og i draumi heyrir hún Folke tala við hjúkrunarkonu á slysadeildinni. —Það er vegna dóttur minn- ar . .. . Þau'fara með lyftu upp á næstu hæð og ganga eftir löngum gangi, þangað til þau koma á litla biðstofu. Hvorugt þeirra segir nokkurt orð, en Ingrid sér að Folke heldur á sigarettu i titrandi hendi. Það liður góð stund, þar til maður i fráflakandi sloppi, kemur æðandi inn til þeirra. Hann segist vera læknir og heita einhverju nafni, sem hún greinir ekki. Hann segir þeim að Kari sé ennþá meðvitundarlaus. Ingrid segir ekkert, en hún heyrir Folke spyrja nánar um liðan hennar. Þótt húnjieyri ekki hvert orð, skilur hún hvað læknirinn er að segja. Hann lofár að koma aftur eftir stutta stund, svo fer hann. —Ingrid. Folke kemur aftan að henni og gripur um báða handleggi henn- ar. —Hún gerði þetta sjálf, Ingrid. Og það er okkur að kenna. Hann segir meira en þetta og hún hlýðir á hann. Þau hafa vanrækt Kari, ekki reynt að setja sig inn i unglingaheim hennar. —Það er engin afsökun, en þetta er erfiðara fyrir mig, segir hann. —Ég hefi aðeins þekkt dóttur mina i fimm ár. Þú leyfir mér aldrei að taka þátt i vanda- málum barnanna. Og hann hefir sannarlega á réttu að standa. Hann segir aö þau geti ekki skotið sér undan skyldunni. Þau hafi verið blind og ekki skilið að neitt þessu líkt gæti komið fyrir þau, — að dóttir þeirra væri svo yfirgefin og örvæntingarfull að hún gleypti heilt glas af svefntöflum. —Gráttu nú, Ingrid. Og það gerði hún. Grét frá ser hörkuna og þreytuna. En á þessu augnabliki er ekkert eins traustvekjandi og að hann var haldinn sömu angistinni og hún, á sama hátt og hún sjálf. Sá hvitklæddi kemur aftur til þeirra á ganginum. Ingrid hafði haldið að hún mundi öskra og krefjast þess að fá dóttur sína strax með sér heim, en ekkert slikt skeði. Hún stóð kyrrlát og þreytt við hlið Folke, meðan læknirinn sagði þeim að dóttir þeirra væri nú að vakna til meðvitundar. En þau fengu ekki að fara inn til hennar strax, þau máttu biða i hliðarherbergi, ef þau vildu. — Þakka yður fyrir, við biðum hér , sagði Folke. KONAN í SNÖRUNNl Framhald af bls. 33. hvað hún hafðist að, siðustu dagana? — Það get ég sennilega. En þó er rétt að taka það fram, að enda þótt við byggjum saman, sáumst við ekki eins oft og þér gætuð haldið, þvi að ég er. úti að vinna, næstum allan daginn, en Cynthia var mikið úti á nóttunni. Hún var mikið I næturklúbbum og á þessháttar stöðum. Og auk þess var hún ekki þannig, að hún gerði fólk aði trúnaðarmönnum sinum - ekki einusinni mig. — En þér vitið sennilega — svona 1 stórum dráttum — hvað hún hafðist að og hvar hún hélt sig? — Já, ég býst við þvi. Cynthia sagði mér alltaf á eftir, hvar hún hefði verið — þó ekki i smáatriðum. Hún var að sumu leyti einkennileg stúlka, og hafði, aö eigin sögn, mest gaman af þvi, sem hún kallaði að „upplifa” eitthvað. Hún var til i að gera, hvað sem vera skyldi, þótt almenningsálitið hefði fussað bara ef hún hafði gaman af þvi sjálf. En hinsvegar hafði ekkert af þvi, sem hún tók -sér fyrir hendur, nein varanleg áhrif á hana. Það var einmitt i einni svona „reynsluleit”, sem hún hitti hr. Partington. — Partington’'. spurði Hanslet. — Hvgr er hann? Ungfrú Carroll brostí með meðaumkvunarsvip. —Hafið þér ekki heýrf hann nefndan? Ég hélt, að- lögreglan þekkti hvern mann. Ég hef ekki hitt hann sjálf, en eftir þvi sem Cynthia sagði mér af hönum, fannst mér hann mundu vera með lausa skrúfu: Hann á hús i Queen Anne Street, rétt hjá Harley Street/og hefur þar dularfull viðtöl við „sjúklingana” sina. Þó ér hann ekki læknir, að minnsta kosti ekki i venjulegum skiiningi. Mér skilst hann lækni sálina i staðinn fyrir likamann, hvernig sem það ber að skilja. Og Cynthia sagði mér, að hann vildi ekki lækna aðra en þá, sem vildu- trúa á lækningar hans. Annars er fullt af svona fúskurum i London, eins og þér sjálfsagt vitið. En Par- tington er annars ólikur venju- legum fúskurum. Hann'virðist vera forrikur og læzt fremja þessar huglækningar eingöngu i þágu visindanna. En þér verðið að athuga, að þetta segi ég yður rétt eins og Cynthia sagði mér það, þvi að sjálf veit ég ekkert um það. — Eg skil. Og ungfrú Bartlett lagði sig i hendur þessa hr. Partingtons? — Hún fór fyrst til hans af eintómri forvitni, þvi að það gekk ekkert að henni, hvorki andlega né likamlega. Hún var hraustasta manneskja, sem hægt er að hugsa sér. En maðurinn sjálfur og aðferðir hans virtust vekja hjá henni einhverja for- vitni. Það komst meira að segja svo langt, að hún dvaldi hjá honum i þrjár vikur uppi i sveit, og það er ekki lengra siðan hún kom þaðan en miðjan júni. En nokkru seinna fór hún og settist að i gistihúsi I Waldhurst, sem er ekki langt frá húsi Partingtons, og Jpar dvaldi hún I hálfan mánuð. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hvað fékk hana til að fara til Waldhurst? Ungfrú Carroll yppti öxlum. — Það var ekki alltaf auðvelt að finna ástæðuna til þess, sem Cynthia tók uppá, svaraði hún. — Þegar hún kom frá Quarley Hall, var hún afskaplega spennt. Annars verð ég að segja yður annað, sem einkenndi hana. Þó að hún væri vel stæð, var hún aldrei ánægð með hlutskipti sitt. Hún var alltaf að hugsa út eitt- hvað, sem hún gæti orðið rik á. 34 VIKAN 38. TBL. N

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.