Vikan - 21.09.1972, Side 21
sagði frú Mattson. — Hann getur
þá hringt á lögregluna.
— Og lækni og sjúkrabil. Hann
er lifandi ennþá.
Góði guð, sagði hún og flýtti
sér i burtu með stúlkuna.
Það var eins og blóðið kæmi
aðallega frá höfðinu og hálsinum.
Nefið var brotiö. Hann hafði lent
á borði og velt um stórum vasa
sem hafði brotnað og eitt brotið
hafði stungizt inn i hálsinn á
honum og sat þar fast.
Ég hikaöi, vissi ekki hvort ég
ætti að hætta á að hreyfa hann.
En þegar ég athugaði hann
nánar, sá ég að rauðleit froða vall
úr munnvikunum.
— Hvað i veröldinni hefir skeð.
— Ég sneri mér við, án þess aö
sleppa hendinni af úlnlið mann-
sins. Það var Klemens, sem stóð
þar, klæddur buxum og skyrtu.
Hann beygði sig niður.
— Hann andar énnþá.
— Já, en ég er hrædd um aö
hann hafi kyngt heilmiklu blóði
Hve langt er þangað til sjúkra-
billinn kemur? Og læknirinn?
— Frú Mattson er búin að
hringja. Það getur alltaf oröið
korter. En verðum við ekki að
reyna að ná glerbrotinu úr hálsi
hans?
— Ég þori það ekki, nema hægt
sé að setja einhverskonar sogpipu
I sárið, svo hann geti andað.
— Sogpipu? Er þaö nóg?
Klemens hvarf, og kom um hæl
aftur.
— Er hægt að nota þetta hérna?
Hann sýndi mér sogrör úr plasti,
svolitið viðari en þau sem venju-
lega eru notuð til drykkjar.
Rauða froðan jókst. Við snerum
honum varlega við.
— Vitið þér hvernig á að koma
þessu röri við? Það er ekki
dauðhreinsaö.
— Það gerir minnst til. Viljið
þér reyna aö ná glerbrotinu.
Rörið komst strax inn i sárið og
froðan minkaði strax.
— Haldið þér að þetta dugi?
—- Já, ég held það hafi tekizt, en
viö verðum að hafa nánar hætur á
þvi.
Við settumst bæði á hækjur.
Hann leit beint i augu mér og
sagði:
— Hvar er drengurinn?
— Ég held hann sé I herberginu
sinu. Ég hefi ekki séð hann.
— Það er skritiö að hann skuli
ekki hafa vaknaö viö hávaöann.
En Claes var vakandi, það sá ég
á ljósröndinni undir hurðinni.
Hann hlaut að hafa heyrt
hávaðann.
Nú kom allt þjónustufólkið á
vettvang, fáklætt að mestu leyti.
Klemens lét þau öll fara inn i
bókastofuna. Ég sat grafkyrr og
hélt um úlnlið slasaða mannsins,
eins og það eitt gæti haldið i
honum lifinu.
Var þetta slys? Haföi Hansson
hrasað, rekizt á herklæöin, misst
jafnvægið og steypst yfir hand-
riðið? Eða . . .?
Góði guð. Malin, hvaö ertu að
hugsa? Barnaleg hótun frá tólf
ára dreng. Það er hættulegt að
vera á móti mér. Það kemur
alltaf eitthvað fyrir þá, sem mér
eru mótfallnir . . .
En Claes var ekki annað en
barn, smávaxinn drengur og
Hansson var fullvaxinn karl-
maður. En hversvegna hafði
Klemens spurt um Claes? Hélt
hann að drengurinn hefði átt
einhvern þátt I þessu slysi?
Ég fann hvernig kaldur svitinn
spratt út á mér og mér varð
flökurt. Ég heyrði einhvern segja
fyrir aftan mig: — Nú kemur
sjúkrabillinn, guði sé lof. Og svo
heyrði ég að Klemens sagði, hálf
önugur:
— Gabrielle, faröu inn og fáðu
þér sæti einhversstaðar. Éf þú
ætlar að láta liða yfir þig, þá
gerðu það að minnsta kosti ekki
hér. Þetta er nógu erfitt samt.
Strandberg . . . loksins. Þetta er
kennari Claes, hann er illa
meiddur.
Ég var fegin að geta nú látið
lækninn taka við. Hann var um
fimmtugt, lágvaxinn, feitur og
sköllóttur. Hann skoöaði
sjúklinginn I skyndi og hristi
höfuöið, þegar hann snerti vinstra
gagnaugaö.
— Hvernig skeði þetta?
Þaö var Renfeldt eldri, sem
svaraði: — Það sá enginn hvernig
þetta skeði. En liklega hefir hann
ætlað að fara i burtu, hann var
með ferðatösku.
— Hefurðu hringt til
lögreglunnar?
— Já, en er þorandi að biða?
— Nei, hann verður að komast
strax til sjúkrahússins. En það
má ekki hreyfá neitt annaö
þangað til lögreglan kemur.
Hann veifaði til mannanna úr
sjúkrabilnum, sem biðu með
sjúkrabörur við dyrnar.
Svo voru þeir horfnir og doktor
Renfeldt snerti við handlegg
minum.
— Það var leiðinlegt aö þetta
38. TBL. VIKAN 21