Vikan - 21.09.1972, Side 42
arinnar. Katharine Hepburn
svaraði einfaldlega að hún gæti
ekki horfzt í augu við blaða-
menn og sjónvarpsfólk á þess-
ari stund.
„Géstur til miðdegisverðar"
varð, hvað vinsældir snerti, lík-
lega stærsti leiksigur sem
Spencer Tracy og Katharine
Hepburn höfðu unnið. Dómarn-
ir voru líka góðir og árið eftir
fékk hún Cscarsverðlaun fyrir
bezta kvenhlutverkið, einmitt í
þessari mynd.
Hún treysti sér ekki til að
vera viðstödd hátíðina, var
ennþá dauðskelkuð ef hún kom
á mannamót. En í stað þess
hélt kvikmyndafélagið einka-
samkvæmi, þar sem henni var
færð styttan.
Á eftir spurði blaðamaður
einn af starfsmönnum kvik-
myndafélagsins, hvernig Katha-
rine Hepburn hefði borið sig.
Hafði hún grátið?
— Þið þekkið ekki Kathie,
hún flautaði af gleði og át stytt-
una.
Þá héldu allir að leikferli
hennar væri lokið. En ennþá
einu sinni höfðu menn ekki
reiknað með Katharine Hep-
burn.
Hún fór nú að vera meira út
á við en nokkru sinni fyrr og
sökkti sér í vinnu. Hún lék að-
alhlutverkið í „Ljónið tamið“
og fékk ennþá ein Oscarsverð-
laun. Hún lék á móti Yul
Brynner og Danny Kaye
„Geggjaða greifafrúin“. En það
sem kom mönnum mest á óvart,
hún lék í söngleik i fyrsta sinn.
Það var í söngleiknum um
Coco Chanell, þar sem hún lék
titilhlutverkið.
Katharine Hepburn hafði allt
á móti sér.
Hún hafði aldrei sungið svo
mikið sem smávísu, fyrir ut-
an baðherbergið. Hún átti eng-
in föt og ekki einu sinni not-
hæfa kvenskó. Og nú átti hún
að syngja sig í gegnum söng-
leik í hlutverki tízkudrottning-
ar. Og til að gera þetta ennþá
æðislegra, þá var þetta dýrasta
uppfærsla, sem nokkurn tíma
hafði heyrzt getið um á Broad-
way.
En að venju sigraðist Katha-
rine Heflburn á'öllum erfiðleik-
um.
,,Coco“ fékk misjafna dóma,
en yfirleitt hófu leikdómarar
Katharine Hepburn til skýj-
anna. Og áhorfendur streymdu
að, til þess eins að sjá hana.
Það var aðeins eitt vandamál
sem leikhússtjórinn hafði við
að glíma. Katharine Hepburn
hafði ekki lofað að leika nema
í nokkra mánuði, svo átti önn-
ur að taká við hlutverkinu. En
honum var Ijóst að þá yrði
milljónatap.
Þegar Katharine heyrði um
þessi vandræði leikhússins, þá
gekk hún inn á að leika í hálft
ár í viðbót, á lægri launum en
hún hafði verið ráðin upp á.
Hún hélt því áfram að leika
þangað til eigendur leikhússins
voru ríflega búnir að fá sitt.
— Þetta var það minnsta,
sem ég gat gert, sagði hún síð-
ar, það voru þeir sem veittu
mér þetta tækifæri.
Nú ætlar Katharine Hepburn
að glíma við eina frumraunina
enn, sem leikstjóri við kvik-
mynd. Ef hún fær starf við sitt
hæfi, þá leysir hún það örugg-
lega af hendi með prýði.
Því að Katharine Hepburn
er kona, sem gerir það sem
henni dettur í hug og henni
tekst það. En hvert er þá leynd-
armál hennar? Því er bezt
svarað með hennar eigin orð-
um:'
— Það kemur til af því að
ég hef aidrei iðrazt eftir nokk-
urn hlut sem ég hef gert og ég
hef haft ánægju af þvi öllu.
HUGSAÐ A LEIÐINNI
HEIM
Framhald af bls. 11.
þá samferða nokkrum mann-
eskjum á veitingastað einn i
miðborginni, íslenzkri stúlku
og þremur karlmönnum, þar af
var einn svartskeggjaður Spán-
verji, klæddur viðamikilli
duggarapeysu kafloðinni og
grárri. Annar íslendingurinn
var í skyldubúningnum, hinn í
skyrtu í ýmislegum litbrigðum
og fráhnepptri í hálsinn, bindi
ekkert. Eg hafði að vísu hug-
mynd um klæðaburðarreglur
veitingahússins en féllst fyrir
áeggjanir fólksins á að verða
því samferða; lá enda í léttu
rúmi hvort mér yrði hleypt inn
á umræddan stað eður ei. Um
minn klæðaburð er ástæðulaust
að taka fram annað, en að hann
minnti á engan hátt á skyldu-
gallann. Dyravörður hleypti
okkur öllum viðstöðulaust inn,
og var ég síðastur í röðinni.
Sem ég var að borga fatagæzl-
unni aðgangseyrinn, vék dyra-
vörður sér að mér, eftir að hafa
gefið mér hornauga tvístígandi
nokkur andartök, og spurði
hvort mér væri ekki fullkunn-
ugt um reglur hússins varð-
andi klæðaburð; kvaðst halda
að hann hefði bent mér á þær
áður, sem var mála sannast.
— Hér eiga menn ekki að
koma inn öðruvísi en í þokka-
legum jakka, í skyrtu með háls-
bindi og í buxum sem hægt er
að pressa. Þetta veiztu vel.
Hvers vegna kemurðu þá hing-
að svona? spurði hann særður
í augum.
— Ég sé ekki annað en regl-
urnar hafi verið felldar úr gildi,
sagði ég. — Eða ég sá ekki bet-
ur en þú værir að hleypa inn
núna nýverið tveimur mönnum
bindislausum og öðrum skyrtu-
lausum. (Bindislausa íslending-
inn hefur hann sjálfsagt tekið
fyrir útlending).
— En við vorum að tala um
þig, sagði hann og varð enn
særðari og rauðari í framan og
herti tvístigið. — Þú veizt að
þú mátt ekki koma inn svona.
Hvers vegna gerirðu það þá?
Ég sá enga meiningu í því
að rökræða þetta frekar; sjálf-
sagt var maðurinn í lögregl-
unni og of þjálfaður í að hlýða
skipunum án þess að leyfa sér
að íhuga réttmæti þeirra til
þess að geta í fljótheitum skil-
ið að til væri fólk vantrúað á
gildi reglunnar miklu, skipun
er skipun. Sjálfsagt hefur hon-
um verið óskiljanlegt, að ég
skyldi ekki viðurkenna það
sem sjálfsagðan hlut að útlend-
ingar væru yfir það hafnir að
hlíta sömu reglum og íslend-
ingar um klæðaburð, meðan
þeir dveljast á íslandi, alveg á
sama hátt og þeir Fischer og
Spasský eru undanþegnir
skattalögunum.
En hér gerði ég dyraverðin-
um rangt til. Hann virtist
sökkva í þanka og sagði svo
stuttlega: — Jæja, við látum
það þá gott heita í þetta sinn.
Þetta hefðu ekki allir dyra-
verðir veitingahúsa gert, og
gætu víst einhverjir tilfært
dæmi um það. Þar að auki er
þfessi vitleysa vitaskuld ekki
sök dyravarðanna, heldur
vinnukaupenda þeirra, sem
veitingahúsunum ráða. Ekki
skal ég fullyrða hvort þeir hafa
bitið sig í þennan útkjálkalega
sérvizkuhátt að öllu leyti að
eigin frumkvæði eða í þeim til-
gangi að vera til geðs einhverj-
um hópi kúnna með sérstak-
lega lúsarleg og þröng viðhorf.
Þessir menn hafa lengi verið
með það á heilanum að jakka-
föt (helzt fremur gamaldags og
stíllaus í sniði, í daufum eða
engum lit) skuli vera þjóðar-
einkenni íslendinga, ásamt
skyrtu sem hægt er að hafa
bindi við, því að bindið virð-
ist vera meginatriði skyldu-
búningsins og orðið nokkurs
konar helgitákn í augum veit-
ingahúseigenda og dyravarða
þeirra, líkt og kross eða þórs-
hamar. Hitt virðist skipta
minna máli hvort þessi skrúði,
sem umræddir menn vilja drífa
þjóðina í, með ofbeldi ef ekki
vill betur, fari mönnum sæmi-
lega eða verr; það er ekki að
sjá að dyraverðir geri neitt
veður út af því þótt buxurnar
poki í hnjánum eða skyrtan sé
Framhald á bls. 45.
42 VIKaN 38. TBL.