Vikan


Vikan - 21.09.1972, Side 47

Vikan - 21.09.1972, Side 47
keisaralega hernum. Eg var sannfærður um, að einhvern tíma kæmu hersveitir keisara míns aftur og rækju Banda- ríkjamenn frá eynni. Þá ætlaði ég að koma fram úr felustað mínum og ganga í lið með þeim. Hefðum við aðeins verið sæmilega vopnaðir, hefðu úr- slitin orðið önnur. Ég kenndi sjálfum mér um ósigurinn, skammaðist mín fyrir að hafa ekki þjónað keisara mínum betur. Yfirmaður okkar sagði alltaf að það væri skammarlegt að láta taka sig til fanga. „Heldur skuluð þið fremja harakiri og deyja þannig hetjudauða," sagði hann. Hér tók einn japönsku blaða- mannanna fram í fyrir Jókoj. — Yfirmaður þinn lifir enn og er við beztu heilsu. Við töl- uðum við hann í Tókíó í dag. Þessi frammítaka varð hin- um trúa og trygga undirfor- ingja meira áfall en nokkuð annað, sem fyrir hann hafði borið frá því að veiðimennirn- ir tveir gripu hann. Nokkur andartök skalf hann allur og titraði, hvarflaði augunum æð- islega til og frá um salinn og hrópaði: — Það var hans vegna og keisarans að ég gafst ekki upp. 'Eg get ekki trúað þessu. Hann hlýtur að hafa fallið. Hann hlýtur að vera dáinn — hann hefði aldrei gefizt upp. — Hvers vegna gafst þú ekki upp? — Ég var hræddur og vildi gera mitt bezta. Ég var þjálf- aður undir það þegar á bernsku- heimili mínu. Máttur hvers japansks manns átti að deyja á sama hátt og kirsublómin: án skammar. CANON er mest selda rafeinda-reiknivélin á íslandi í dag. Sendum myndir og verð, eftir beiðni, bvert á land sem er. og báðu hann hlæja, fengu ekki einu sinni augnatillit sem svar. í birtunni frá ljósköst- urum sjónvarpsmyndavélanna virtist hann mjög fölur og þreyttur. Hrukkurnar í andliti hans dýpkuðu, ótti lýsti sér í augunum. Havaii-skyrtan hans, í bláum, sterkum lit, stakk mjög í stúf við litlar hendur hcins, sem voru svo magrar að bein og liðir sáust eins greini- lega og á röntgenmynd. Hitinn í salnum var kæfandi, svitinn rann og tárin runnu. Allir voru hrærðir, og margir Japanir grétu svo allir sáu er þeir litu þennan mann, sem svo ónotalega minnti þá á tíma, sem áður höfðu virzt svo fjarri en voru nú aftur í næstu nálægð. En Jókoj hafði fulla stjórn á sér. Eftir að landstjórinn á Gúam hafði boðið alla vel- komna og flutt auglýsinga- ávarp með tilliti til túrismans til eyjarinnar, sagði hermaður- inn gamli: — Eruð þið Japanir? Fyrir- gefið að ég spyr, en þið eruð allir miklu hærri en Japanir. Þið eruð líka öðruvísi klæddir og komið fram eins og Banda- ríkjamenn. Eg get ekki þekkt ykkur frá þeim, jafnvel þótt þið séuð svarthærðir . . . Blaðamennirnir göptu af undrun. Hann hafði svo sann- arlega á réttu að standa! Það var ekki von að hann vissi hve mjög heimurinn hafði breytzt, þannig að til dæmis Japanir voru nú að meðaltali fimmtán sentimetrum hærri en á stríðs- árunum, af því einu að nú voru þeir ríkari og höfðu betra að borða. Jókoj sagði síðan frá orrust- unni um Gúam í ágúst 1944. Það var hroðaleg slátrun; um tuttugu þúsund japanskir her- menn voru brytjaðir niður. — Bardagarnir stóðu ekki yfir nema eina nótt. Þá stóðu aðeins nokkur hundruð her- manna okkar uppi. Þeim var skipað að fara út í frumskóg- inn og hefja skæruhernað og Mða eftir liðstyrk. Við réð- umst á Bandaríkjamennina að næturlagi. En hópur okkar varð stöðugt fáliðaðri. Sumir féllu, aðrir dóu úr hungri, enn aðrir gáfu sig óvinunum á vald. Ég hef verið aleinn í átta ár. Um það leyti fann ég hvítn- andi beinagrindur tveggja fé- laga minna. — Hvernig gaztu lifað svona í tuttugu og átta ár? — Ég vildi lifa þetta af. Það var sálarstyrkur minn, sem réð úrslitum. Það var góður andi í SKBIFUÉLIN Box 1232 Suðurlandsbraut 12 Reykjavík, sími 19651 38.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.