Vikan


Vikan - 21.09.1972, Side 31

Vikan - 21.09.1972, Side 31
ÞETTA SKEÐUR EKKI HJÁ OKKUR —O, nei, ég hefi ekkert heyrt i henni. Við Jonas höfum verið ein allan timann. Ingrid hafði ekki heldur búizt við þvi að hún væri þar. Það svarar heldur enginn heima hjá Evu. Það gæti lika verið að ein- hver hefði gleymt að leggja heyrnartólið á. Já, þannig hlaut það að vera. Hún hringdi á up-- lýsingar og fékk að vita heimilisfang Evu. Það var alveg i hinum enda borgarinnar, en Ingrid gat tekið sporvagninn þangað. Oli var þreyttur eftir ferðalagið og hann var farinn inn á her- bergiö sitt. Folke kæmi ekki m ð Jonas fyrr en eftir nokkra klukkutima. Hún gat komizt heim til Evu og aftur til baka, áöur en Folke kæmi heim, svo hann þyrfti ekki að vita hver bjánalega óttaslegin hún var. Húsið er jafn hljótt og yfirgefið og önnur hús þar I grenndinni. Það glymur hátt i dyrabjöllunni i kyrrðinni. Enginn svarar. Hún leggur eyraö við dyrnar og hlustað og henni finnst hún heyra daufa tónlist. Hún hringir aftur. Eftir nokkrar minútur eru dyrnar opnaðar og maður um fertugt gægjist út. Ingrid hefir á tilfinningunni aö hann sé að leyna einhverju, þar sem hann felur sig aö nokkru leyti bak við huröina. —Eruð þér herra Linder, faðir Evu? — Fjölskyldan var fjarverandi. Liklega úti I sveit. Gat Kari hafa farið með þeim? Hún segir manninum erindi sitt. —Það er skritið, segir hann. —Það hefir enginn verið hér heima i vikutima. Þegar hann sér að hún leitar sér stuðnings viö handriðið, opnar hann dyrnar upp á gátt og segir: —Viljið þér ekki koma inn fyrir andartak? An þess að svara hnigur hún niður á stól i anddyrinu. Tónlistin kemur frá herbergi fyrir innan og þaðan leggur lika tóbakslykt. Það er reglulega karlmannskykt. Hún gýtur augunum út undan sér. Maðurinn stendur á miðju gólfi og tekut til aö hreinsa neglurnar. — Er dóttir yðar hávaxin og ljóshærð? Já. Hann brosir. —Þá hefi ég séð hana einstaka sinnum i heimsókn hjá Evu. En eins og ég sagði, þá hefi ég verið hér einn i viku. Það var eitthvað dularfullt við þennan mann, hún gat ekki vel skilgreint hugboð sitt. Það var ekki laust viö að hún yrði ótta-- slegin. —Það er gott að vera hér, segir hann. —Og skógurinn er rétt fyrir utan. —Já. Hann er ennþá aöathuganeglur sinar og litur til hennar við og við, rannsakandi augnaráði. —Það er leiðinlegt að ég skuli ekki vita hvar Linderfjölskyldan er niðurkomin. Þá hefðum viö getað hringt. —Dóttir min er að öllum likindum hjá annarri vinkonu sinni, en þakka yður samt fyrir, ég verö að flýta mér heim. Hann stóð i dyrinum, meðan hún gekk niður þrepin. Hún er ekki viss um hvort hann er að hlægja eða hvort hann er alvarlegur á svipinn og þegar hún snýr sér við, segir hann: —Eg vona að þér finnið dóttur yðar Ingrid man ekkert eftir spor- vagninum og gengur alla leið heim til sin. Maðurinn hefir komið inn hjá henni einhverjum nagandi ótta. Rannsakandi augu hans og að hann talaði um „skóginn fyrir utan.’ Góði guð, það getur svo margt skeð. Svartar fyrirsagnir sindra fyrir augum hennar. Maðurinn var ekki vingjarnlegur. Það var eitthvað við hann, sem hún gat alls ekki skilgreint. Hún getur ekki hugsað sér að nafn hennar og Folke komi i blöðunum . . . eða Kari. Kari litla, . . .það getur ekkert skeð með hana. Hún nær heim, áður en Folke kemur með Jonas og henni tekst að láta ekki bera á óttanum, þegar hún segir Folke frá heimsókn sinni á heimili Evu. — Hún hefir kannske farið með þeim út i sveit, segir Folke til að hressa hana upp. —Þá hefði hún átt að senda okkur skilaboð. — A hún engar fleiri stallsystur, sem þú getur hringt til? —-Ég veit það ekki. Hún hefur heldúr ekki áhuga á að hringja á fleiri staði . Og hún getur ekki stillt sig lengur, heldur segir honum frá tortryggni sinni gagnvart þessum manni. —Þér getur ekki verið alvara.' segir Folke hneykslaöur. -Það er ekki hægt að tortryggja nokkurn mann aö ósekju. -En hann var eitthvað svo undarlegur, Folke. — Og þú hefðir átt aö heyra hljómfallið i rödd hans, þegar hann talaði um „skóginn fyrir utan’’ Folke tók hana i faðm sinn og kyssti hana. —Þú æsir þig bara upp, Ingrid. —Þú getur sagt þér það sjálf að maður gleymir ýmsu, þegar maður er sextán ára og er i sumarfrii. O, hve hann gat verið rólegur, það hvarflar liklega ekki að honum að eitthvað getur hafa komið fyrir Kari. Dagurinn ætlar aldrei að liöa. Ingrid vissi tæplega hvernig hún fór að elda matinn og koma Jonasi i rúmið. Hann var mjög sólginn I bliðuhót eftir aðskilnaðinn frá foreldrunum og hún verður að beita hann dálitilli hörku. —Svona, farðu að sofa Jonas, mamma hefir svo mikið að gera. Þetta er að visu ekki rétt gagnvart barninu, en hún getur ekki gert að þvi .... Hún sér að Folke situr i dagstofunni og les i blaði. Það er ekki að sjá aö hann sé hið minnsta órólegur. Hún fer inn i herbergi til Óla,en þar er litla huggun að fá. —Ég sá hana á þriðjudag, en svo fór hún. Hann veit nú ekki mikið um Kari. Þau hafa svo ólik áhugamál, ólika vini. Þaö var auðvitað heimskulegt að skilja svona unglinga eina eftir heima. Hun gatekki gieymt manninum i Ibúðinni. Hún gat vel imyndað sér að honum væri trúandi til alls. O, góði guð, Hún þorir ekki, getur ekki hugsað hugsunina til enda. Þetta getur ekki skeð hjá okkur . Það skeði hjá sumum, venjulegum fjölskyldum, venjulegum stúlkum. Hún fer fram i eldhús. Hún getur ekki þolað að horfa á Folke. Hvernig sem hún reynir að sporna við þvi, þá getur hún ekki komið I veg fyrir hugmynda- flugið hleypur með hana i gönur. Kari hlaut að hafa farið til að hitta Evu. Maðurinn opnaði fyrir henni og bauð henni inn , stóð, að öllum likindum á miðju gólfi og hreinsaöi neglurnar, liklega ávani hjá honum. Sumarkvöldið var fagurt, Kari var háfætt og lagleg. Þau voru ein I ibúðinni. Og fyrir utan, bak við húsið, var skógurinn .... Það gat ekki verið svo erfitt að bera mannsllkama út i skóginn án þess að nokkur yrði þess var, þegar f jölskyldan var ekki heima. Hugmyndaflug hennar létti svolltiö spennuna. Hún haföi reynt það áður." þegar Kari fór út á isinn hjá ömmu sinni og þegar Oli fékk heilahristing. Með þvi aö mála allt sem svartast,gat hún rekið óttann á flótta. En það hafði aldrei neitt reglulega slæmt komið fyrir þau . . .. Folke sat kyrr i" dagstofunni. Var það imyndun hjá henni að hann leit út fyrir að vera ánægður. Var hann kannske feginn þvi að Kari var fjar- verandi? Nei, hættu að hugsa svona, Ingrid. Láttu heldur hugmynda- flugið hjálpa þér. A morgun þegar Kari kemur heim, þá hlær hún að þvi hve bjálfalega ótta- slegin hún hefði veriö. Þannig er það alltaf,— það lagast allt af sjálfu sér. —Ég hringi til lögreglunnar, Folke. —Biddu til morguns. Það getur oröir óþægilegt fyrir hana að blanda i þetta lögreglunni.. —En ef hún kemur ekki á morgun, Folke? —Þá geturðu hringt. Hún fór inn i svefnherbergið og reyndi að taka til þar. Eirðarleysið var svo mikið að hún varð alltaf að vera að finna sér eitthvað til. Hún getur heldur ekki talað um þetta við Folke. Nú er að þvi komið, •augnablikinu, sem hún hafði kviðið fyrir. Sem hún hafði alltaf skotið á frest. Einhverntima hlaut að koma að þvi. Þau höfðu aldrei hreyft þetta mál, ekki heldur þurft þess . Aður en þau giftu sig höfðu þau talað út, að þeim fannst, síöan hafði þetta legið i láginni. Nú brauzt spurningin fram i huga hennar. Folke eru börnin min tvö þér jafn kær og sonur okkar? Ef hún gæti nú lagt þessa spurningu fyrir hann. Hann myndi, án efa, fullvissa hana um að honum fyndist hann vera faðir allra barnanna, jafnt Kari og Ola og Jonasar. Hún vissi lika að hun myndi trúa honum. En siöar kæmi efinn fram i huga hennar. Oli og Kari voru bæði orðin tiu ára, þegar hún giftist Folke. Nú pr það dóttir hennar, sem um er aö ræða og hún verður sjálf að ráða fram úr þessu. Hún getur ekki lokað augunum fyrir þvi að allt er miklu auðveldara, þegar eldri börnin eru fjarverandi. Sambandið milli þeirra hefir alltaf verið,já, ekki slæmt, en svolitið þvingað . Það var ekki svo að skilja að Folke geröi upp á milli barnanna, en þaö hafði aldrei orðið fullkominn skilningur. Folke er traustur og rólegur maður, en börnin hennar auðsærð og ekki rólynd. Hann virtist ekki einu sinni skilja þau, þegar þau sýndu sinar beztu hliöar. Oli hafði frá upphafi farið sinu fram og reynt að forðast árekstra. En Kari. Hún gat aldrei komið til móts við stjúpa sinn. Það er stöðugt þras um fatnað hennar, framkomu og félaga. Ingrid hefir að minnsta kosti þúsund sinnum beöið hana að vera ekki að draga fram vanda- mál sin I nærveru Folke. Hann skammar hana ekki, en ein- hvernveginn hafa stuttar athugasemdir hans oft þvingandi áhrif. A mánudag byrjar hún strax að reyna að ná sambandi við Evu og fiölskyldu hennar, en án árangurs. Ingrid hringir á vinnu- stað sinn og segist vera veik og hún biður Folke að fara með Framhald á bls. 34. 38. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.