Vikan - 21.09.1972, Blaðsíða 41
ÞAU BÖRÐUST
FYRIR ÁST SINNI
Framhald af bls. 9.
fékk hún aftur geysi góða
dóma.
En mestu tímamót í lífi henn-
ar urðu þegar hún hitti Spen-
cer Tracy.
Enginn veit ennþá hvað það
var, sem laðaði Katharine Hep-
burn og Spencer Tracy hvort
að öðru. Ef-til vill var það gagn-
kvæm virðing. Ef til vill sú
staðreynd að þau kunnu að
meta listræna hæfileika hvors
annars. En svo mikið er víst,
að vinátta þeirra og ást var svo
viðkvæmt mál, að jafnvel hinir
ófyrirleitnu slúðurdálkahöfund-
ar blaðanna þorðu ekki að
nefna það á nafn, svo lengi sem
Spencer Tracy var á Jífi. Að
honum látnum, kom það samt
i ljós, að sumu leyti á viðkvæm-
an hátt frá Katharine Hepburn
sjálfri.
í fyrstu virtust þau vanda-
mál, sem Katharine Hepburn
og Spencer Tracy höfðu við að
glíma vera óleysanleg.
Spencer Tracy var formlega
kvæntur, en hann var fyrir
löngu fluttur að heiman. Hann
var kaþólskur og mjög trúað-
ur, svo hjónaskilnaður var úti-
lokaður í hans augum. Katha-
rine Hepburn var líka andvíg
hjónaböndum, svo það kom al-
drei til tals að þau giftust á
löglegan hátt.
Þeim tókst samt að byggja
upp sambúð, sem aldrei féll
skuggi á.
Hvað atvinnu þeirra og list
viðkom. var það líklega hann,
sem lagði mest til málanna.
Þau léku saman í mörgum kvik-
myndum og hann byggði upp
öryggi og ró, sem hún hafði al-
drei kynnzt áður.
En í einkalífinu var það hún,
sem var veitandi.
Nokkru áður hafði hún látið
hafa eftir sér í blaðaviðtali:
— Annaðhvort verður kona
að berjast gegn manninum, eða
hún verður að lúta honum.
En hún skipti um skoðun.
Samband þeirra byggðist fyrst
og fremst á því að þiggja og
gefa. Katharine Hepburn, sem
aldrei á ævinni hafði svo mik-
ið sem soðið egg, fór nú að
leggja sig eftir matreiðslu.
Spencer Tracy, sem fram að
þessu hafði aldrei lesið annað
en leynilögreglusögur, fór nú
að hafa áhuga á klassiskum
bókmenntum.
í fyrstu var sambúð þeirra
nokkuð stormasöm. Hún varð
að fá bíl hjá kvikmyndafélag-
inu, til að leita að mótleikara
sínum á knæpum borgarinnar.
En eftir nokkur ár varð Spen-
cer Tracy, sem sagði sjálfur að
hann hefði „lifað á viskýi“ í
þrjátiu ár, alger bindindismað-
ur. Síðustu tíu ár ævinnar
smakkaði hann aldrei dropa af
áfengi.
Bæði voru fræg og þau voru
mjög hamingjusöm.
En svo kom reiðarslagið.
Hún bjargaði lífi hans.
Það var sumarið 1963. Kath-
arine Hepburn og Spencer Tra-
cy voru að leika í kvikmynd,
langt úti í eyðimörkinni. Þá
féll hann niður. En Katharine
Hepburn var ekki til einskis
læknisdóttir, hún vissi hvað
hafði skeð — Tracy hafði feng-
ið aðkenningu af hjartaslagi.
Það var ómögulegt að ná í
sjúkrabíl nógu fljótt og ef hann
fengi ekki súrefni, var lítil von
til þess að hfinn lifði af. En
hvar var hægt að ná í súrefni?
Brunaliðið hlaut að hafa súr-
efni og sú var raunin og henni
tókst að ná í það í tæka tið. Svo
kom hún honum á sjúkrahús
eins fljótt og auðið var.
Þegar því var lokið gerði
Katharine Hepburn það, sem
var ákaflega táknrænt fyrir
hana. Hún hringdi til konunn-
ar hans, ef ske kynni að hún
vildi koma til hans að sjúkra-
sænginni. Svo hvarf hún af
sjónarsviðinu.
Spencer Tracy náði sér, en
ekki samt að öllu leyti. Þeim
Katharine var báðum ljóst að
hann átti ekki langa lifdaga
framundan. Um ný hlutverk var
ekki að ræða. Hann hafði ekki
heilsu til að fara aftur til vinnu
og hún vildi helga sig honum
að öllu leyti.
En svo kom kvikmyndafram-
leiðandinn Stanley Kramer til
þeirra með freistandi tilboð.
Hann hafði ákveðið að gera
nýja kvikmynd, sem átti að
heita „Gestur til miðdegisverð-
ar“ og aðalhlutverkin voru
skrifuð fyrir Katharine Hep-
burn og Spencer Tracy. Vildu
þau nú ekki reyna aðeins einu
sinni ennþá?
Stanley Kramer var vel ljós
áhættan. Það myndi ekkert
tryggingafélag gangast inn á
að greiða krónuvirði, ef Tracy
gæfist upp.
— Annaðhvort er maðurinn
brjálaður eða þá að hann er
dýrðlingur, sagði Spencer Tra-
cy. — En eigum við ekki að
reyna!
Katharine Hepburn kinkaði
aðeins kolli. Meðan á töku
myndarinnar stóð, vék hún al-
drei hársbreidd frá hlið hans.
Eldsnemma á hverjum morgni
fór hún á fætur og hjálpaði
honum til að læra hlutverkið
og undirbúa hann undir kvik-
myndatökuna og það eitt gekk
alltof nærri honum.
Það var henni að þakka að
hann gat lokið við leik sinn, en
nokkrum dögum eftir síðustu
atriðin, voru kraftar hans
þrotnir.
Hann var lagður inn á sjúkra-
hús. Hann lét hjúkrunarkonu
skrifa til Katharine fyrir sig:
— Mér er öllum lokið, en ást
mín til þín tekur aldrei enda.
Hálfum mánuði síðar var
hann látinn.
Katharine Hepburn var ekki
viðstödd greftrun hans. Ekki
vegna þess að fjölskylda hans
hefði eitthvað á móti þvi, síð-
ur en svo. Konan hans bað
hána um að koma til jarðarfar-
38. TBL. VIKAN 41