Vikan


Vikan - 21.09.1972, Side 8

Vikan - 21.09.1972, Side 8
Katherine Hepbum og Spencer Tra ÞAU BÖRÐUST FYRIR ÁST S Þau áttu aðeins tvennt sameiginlegt, þau voru bæði rauðhærð og þau voru bæði miklir listamenn. Það var nógtil þess að Katharine Hepburn og Spencer Tracy urðu óaðskiljanleg í 25 ár. Tracy lék á móti Katharine Hepburn í kvikmyndum, þar til hálfum mánuði fyrir andlát sitt og hann hefði aldrei getað gert það, nema með hennar aðstoð. Kvikmyndastjörnurnar Kath- arine Hepburn og Spencer Tracy hittust fyrst í kvik- myndaveri í Hollywood í byrj- un fimmta tugs aldarinnar. Hún reigði sig, leit á Tracy og sagði: — Þú ert nú frekar stuttur, vinurinn. Spencer Tracy lét ekki standa á svari: — Vertu róleg, ég skal þrýsta þér niður í skóna, svo þú verð- ir hæfilega stór. Katharine Hepburn og Spen- cer Tracy voru eins ólík og nokkrar manneskjur geta ver- ið. Hún er greind, mikil íþrótta- manneskja og hafði sjúklega andúð á alls konar útsláttar- semi. Hann var þekktur fyrir að detta í það við og við, — það gat skeð að matartíminn hans næði þrem vikum. Hann lék af tilfinningum, ekki greind. Þau höfðu aðeins tvennt sam- eiginlegt, þau voru bæði rauð- hærð og bæði voru miklir lista- menn. Það dugði. Þau voru óað- skiljanleg í 25 ár. Katharine Hepburn var merkileg manneskja, bæði sem leikari og kona. Nú í ár getur hún haldið upp á 40 ára glæsi- legan leikferil og er það met í Hollywood. Hún hefur unnið þrenn Oscarsverðlaun, fleiri en nokkur önnur leikkona. En hún hefur líka verið harðari af sér en flestar starfssystur hennar. Katharine Hepburn ólst upp á borgaralegu heimili. Faðir hennar var þekktur læknir. Hann kenndi Katharine að vernda heilsu sína og enn í dag stundar hún íþróttir daglega og fer í ískalt bað tvisvar til þrisv- ar á dag. Móðir hennar var mikil kvenfrelsiskona og hún kenndi dóttur sinni annað, nefnilega að gera ætíð upp- reisn. Uppreisnarandinn sat í Kath- arine, þegar hún kom í skóla. Hún var auðvitað send í fínan kvennaskóla, þar sem aðal- áhugamál skólasystranna voru fín föt og hátíðleg samkvæmi. Katharine Hepburn var ekki hrifin af slíku og til að mót- mæla klæddist hún ekki öðru en snjáðum blússum og síðbux- um. Að lokum var hún búin að fá sig fullsadda á fínheitunum og ákvað að sýsla við það í framtíðinni, sem var ólíkast borgaralegum venjum; hún ætl- aði að verða leikkona. Það var ekki vegna þess að hún væri sérstaklega hrifin af leikurum og leikhúsum. Það var eingöngu vegna þess að henni fannst hún geta bezt gengið í berhögg við siðvenjur með því. Hún var stríðin — og stríddi mörgum. í fyrstu fór Katharine Hep- burn mjög í taugarnar á leik- húsfólkinu líka. Hún gerði ekki lukku á Broadway. Vinur henn- ar, Garson Kanin, sem nú hef- ur skrifað ævisöguna Hepburn- Tracy, segir: ,.Um það leyti var starf hennar aðallega fólgið að lesa hlutverk og vera staðgeng- ill, en oftast var hún rekin.“ Hún var reyndar rekin úr fimm fyrstu uppfærslum, sem hún hafði verið ráðin til. En í sjötta sinn tókst henni sannar- lega vel. Það getur verið vegna þess að hún lék kvendjöful, sem beit mótleikara sinn á háls. Hlutverkið féll henni vel í geð og hún fékk ágæta dóma. Þetta var í upphafi fjórða tugsins. Talmyndirnar voru að byrja. Menn voru sendir ýt um allt frá kvikmyndafélögunum, til að leita að fólki með hæfi- leika og þeir hreinlega kembdu Broadway. Katharine Hepburn var ein af þeim útvöldu og hún fékk samning við eitt félagið. Þegar hún mætti til viðtals, klædd sínum venjulega bún- ingi, blússu og síðbuxum, lá við að það liði yfir forstjórann og hann stundi: — Hamingjan hjálpi okkur, er það þetta sem við borgum fyrir ærna peninga! En „þetta“ stóð sig prýðilega í nokkrum smámyndum. Svo kom hið mikla tækifæri, hún átti að leika unga og leikhús- óða .stúlku í kvikmynd sem fékk nafnið „Morning Glory‘“. Hún var ung og hún var líka leikhúsóð. Árangurinn var líka stórkostlegur. Katharine, sem fram að þessu var alveg óþekkt, fékk Oscarsvérðlaun fyrir léik sinn, þau fyrstu. Á þessu tímabili hafði hún samt náð því að gifta sig og skilja við eiginmanninn. Mað- urinn hét Ludlow Ogden Smith, en hún skipaði honum að skipta um nafn og kalla sig Ogden Ludlow. Hjónabandið var mis- heppnað frá fyrstu stund. — Hann var engill, segir Katharine Hepburn, — en eng- inn karlmaður með heilbrigða skynsemi ætti að kvænast leik- 8 VIKANI 38. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.