Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 9
Eftir aS Peking féll herjum stórveldanna í hendur, sneru kínversk stjórnvöld viS blaSinu og létu drepa Boxarana hvar sem til þeirra náSist. Hér er aftökusveit úr kínverska hernum, sem nýbúin er aS afhöfða nokkra úr liSi umrædds félags. myrtu báru þeir með sér á stöngum. Síðan í júníbyrjun tóku sendiherrarnir og þeirra fólk í Peking að óttast um sig. Þeir sneru sér til kínverskra yfir- valda, þeirra er höfðu með ut- anríkismál að gera, en höfðu ekki annað upp úr því en kurt- eisleg og meiningarlaus svör: „Allar nauðsynlegar 'ráðstaf- anir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi erlendra sendi- manna og aðstandenda þeirra.“ En raunveruleikinn var all- ur annar. Járnbrautarlínan frá Peking til strandar hafði verið rofin, skorið hafði verið á símalínur til sendiráðanna, kveikt í verksmiðjum og hvít- ir forstjórar þeirra myrtir. Sendiráðafólkið var mjög uggandi um sinn hag. Hinar fámennu varðsveitir þess voru skotfæralitlar. Allt varðliðið var aðeins þrjú hundruð átta- tíu og níu hermenn og undir- foringjar, auk átján hærra settra foringja. Við þetta mátti bæta um það bil sjötíu og fimm mönnum, sem gegnt höfðu herþjónustu og gátu því barizt ef í nauðir ræki. Sendiráðin voru líka lítt birg af matvælum. Aðeins fjórar mjólkandi kýr voru í hverfinu, og það var alltof lítið fyrir öll smábörnin þar. Tveimur kúnna hafði Monsieur Chamot, hinn franski eigandi „Hotel ,de Pék- in“, smyglað inn á sendiráða- svæðið rétt áður en allir að- flutningar þangað voru stöðv- aðir. Hins vegar voru lyfjabirgðir talsverðar. öll sendiráðin ell- efu höfðu sameinazt um að koma upp sjúkrahúsi, og stóðu fyrir því þýzki læknirinn dr. Velde og annar franskur, dr. Matignon. Þegar tuttugasta og áttunda maí höfðu sendiráðin pantað liðsauka að heiman, og við mvnni fljótsins Pei, á Tsjíli- flóa, lágu nú fyrir akkerum mörg evrópsk og japönsk her- skip með hermenn um borð. Þegar ljóst þótti að sendiráð- in væru í bráðri hættu, ákváðu aðmírálarnir að setja liðið á land og láta það marséra til Peking. Alls var landað tæplega tvö þúsund og eitt hundruð manna liði, og voru þar af rúmlega níu hundruð brezkir og ríflega fimm hundruð Þjóðverjar. Öll stórveidin lögðu eitthvað í púkkið, ítalía og Austurríki minnst, fyrrnefnda ríkið tutt- u?u og sex vígamenn og það síðarnefnda tuttugu og fjóra. Æðsta stjórn landgönguliðsins var fengin þeim aðmírálnum, sem elztur var í þjónustunni, Bretanum Seymour. Framan af miðaði leiðangr- inum vel áfram inn í landið, en fljótlega varð hann að hægia á sér. Brýr yfir ár höfðu verið brotnar, og leyniskyttur sættu færis á hermönnunum. Járnbrautarlínan hafði verið skemmd svo, að hana var ekki hægt að nota. Opinberlega hét það svo að liðið ferðaðist með fullu samþykki Kínastjórnar og hefði samkvæmt því mátt gera sér vonir um stuðning kínverska hersins, en auðvitað varð reyndin öll önnur. Kín- verski herinn hjálpaði Boxur- unum eftir beztu getu, án þess beint að blanda sér í átökin. Um síðir var viðnám Box- aranna orðið það öflugt, að Seymour aðmíráll taldi sér ekki óhætt að sækja lengra með ekki meira liði. Hann fyr- irskipaði því að snúið yrði við til strandar. Skipaði hann Þjóð- verjunum í fararbrodd liðsins, og var sú skipun („The Ger- mans to the Front!“) allfræg og þótti sýna ljóslega, í hve miklu áliti þýzki herinn var hjá brezkum herforingjum. Það gekk ekki andskotalaust að komast aftur til strandar, og var einkum þakkað frækn- leik Þjóðverjanna að leiðang- urinn gekk um síðir úr greip- um Boxaranna. Rúmlega sex- tíu leiðangursmenn voru þá fallnir og yfir tvö hundruð og tuttugu særðir. Á meðan höfðu horfurnar Framhald á nœstu síðu. 50. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.