Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 7
TUNGLIÐ OG BLIKKBELJURNAR AÐ KYSSA KENNARANN „Hinn sívaxandi fjöldi bíla og annarra slíkra farartækja gerir það að verkum, að lífið í borgun- um verður stöðug't óþægilegra, og það verður stöð- ugt dýrara að lifa, stöðugt dýrara að halda heilsu og að vinna sér inn peninga. Við erum í óðaönn að eyðileggja borgirnar okkar og okkur sjálf.“ Þessi tilvitnun er úr grein, sem þýzki stjórnmála- maðurinn Hans-Jochen Vogel skrifaði ekki alls fyrir löngu í Stern undir l'yrirsögninni: „Bíllinn er morðingi borganna okkar“. Áliyggjur manna af sívaxandi umferð í borgum er eitt þeirra vanda- mála, sem glíma þarf við í nútímaþjóðfélagi. Flesl- ir eru nú orðnir sammála um, að núverandi þróun stefni í átt til öngþveitis, ef ekki verður reynt að sporna við fótum. En fá vandamál eru svo stór, að ekki sé hægt að leysa þau. Um allan hinn sið- mennlaða heim sitja nú sprenglærðir sérfræðingar og reyna að finna lausn á umferðarvandamálinu með aðstoð nútímatækni. Bandarískir umferðarsérfræðingar hafa mjög liaft á orði, að árið sem nú er að líða, muni marka upphaf nýs tímabils í umferðarmálum. Á nýlegri sýningu í Washington voru sýnd nærri hundrað ný farartæki, sem á ensku eru nefnd „people-movers“. IJver sem lausnin verður, er eitt víst: Daglegt líf og svipur stórhorganna kemur til með að gjörhreytast. Hér á landi er umferðarvandinn ekki eins stór- kostlegt vandamál og með milljónaþjóðum, þar sem blikkbeljunum er likt við mauraher, sem bú- inn sé að leggja undir sig hverja einustu borg og gera hana óþekkjanlega. En vandamálið er engu síður til staðar hér og nú: Bílunum hefur fjölgað of ört, svo að allar götur eru að fyllast. I staðinn fyrir gömul hús, sem hverfa af sjónarsviðinu í mið- borginni, koma ekki önnur hús, heldur bílastæði, og strætisvagnarnir eru allt að stundarfjórðung að komast niður T.augaveginn, þegar verst lætur, svo að tvö dæmi séu nefnd. Okkur er því hrýn þörf á að fylgjast með þvi, sem er að gerast í þessum efnum erlendis, svo að við getum tileinkað okkur nógu snemma þær tækni- nýjungar, sem okkur henta bezt. Ef til vill verður lausnin litlir strætisvagnar, sem aldrei þarf að biða eftir, heldur stjórnast af senditæki og koma að dyrum manns, þegar ýtt er á takka. Á öðrum stað i þessu blaði birtist atliyglisverð grein um umferðarvanda núlímans. Þar er greint frá liinu helzta, sem er að gerast á þessu sviði erlendis. Þar er núverandi ástandi lýst á þann hátt, að erfiðara sé „að flytja þrjú hundruð þús- und manns þriggja kilómetra veg en þrjá menn þrjii hundruð þúsund kílómetra veg til tunglsins“. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum í nótt, sem mig langar til að þú ráðir. Hann er svona: Ég geng niður stigann heima hjá mér og lít inn í stofu. Ég sé, að alls staðar er kveikt á kertum. Mér finnst eins og einhver af systrum mínum sé að gifta sig. Mamma er inni í eldhúsi og einhverjir fleiri og eru eitthvað að aðhafast. Þá er dyrabjöllunni hringt, og ég fer til dyra. Úti stendur fyrrverandi kennari minn, sem mér þykir mjög vænt um. Ég verð glöð yfir að sjá hann og ætla alltaf að reyna að ná tali af honum, en kem mér ekki til þess. Ég man ekki, hvert erindi hans var, en hann talaði við mömmu. Svo fylgi ég honum út og kem mér enn ekki að því að tala við hann. Ég kveð hann úti á tröppunum og stend svo og horfi á eftir honum. Ég sé, að hann dettur tvisvar, því að það var snjór úti og niðadimmt. Mér finnst ég vera komin út. Þá stanzar taíll við hliðina á mér. í honum situr kennarinn frammí, en aftaní gamall skólabróðir minn. Sá síðarnefndi fer að tala við mig, og ég spyr hann, hvort honum gangi ekki vel og hann segir það vera. Hann spyr, hvernig mér gangi, og ég svara ekki of glaðleg á svipinn: „Skítsæmilega.“ í sama taili kallar kennarinn á mig og ég geng að fram- dyrum bílsins. Hann er búinn að skrúfa niður rúðuna og segir: „Ég skal styrkja þig.“ Hann hefur aðra höndina út um gluggann. Ég verð glöð, gríp báðum höndum utan um hana, legg kinnina við og segi: „Heldurðu, að þú getir það?“ Hann gefur mér merki um að koma nær sér og kyssir mig á vangann. Ég er dálitla stund að átta mig á þessu, en kyssi hann síðan á móti. Og þannig endaði draumurinn. Já, og eitt enn: Kennar- inn var í bíl pabba míns. Heldurðu, að þú vildir ráða þenn- an draum fyrir mig? Með þúsund þökkum fyrir áheyrnina og vonandi birtingu. Ein hjálpar þurfi. Þetta er í alla staði hinn bezti draumur. Að kyssa á hönd einhvers eða kinn er mjög- gott tákn. Hið eina neikvæða er að kennarinn skyldi detta í snjónum. Þú nefndir á einum stað í bréfi þínu innan sviga, aff þú ættir erfitt meff aff liafa hugann við skólann og lærdóminn. Við ráðum drauminn á pann hátt, að nú verði breyting á í þeim efnum. Þér fer að ganga margfalt betur í skólanum en áður. Ef draumurinn rætist, geturffu þakkaff fyrrverandi kennara þínum vel- gengnina, þótt óbeint sé. SVAR TILH. J.: Draumur þinn er skemmtilegur í aðra röndina og þótt hann sé fremur óljós, eru þó tákn hans skýr. Þú þarft ekki að hafa neina áhyggjur vegna þessa draums, eins og þú virðist hafa. Hann boðar alls ekkert illt. Hann táknar aff öllum líkindum, að þú þurfir að endurskoða afstöðu þína til ákveðins máls áður en langt um líður, og það mun verða þér og öllum öðrum aðilum til góðs. G. Gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.