Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 46
RAÐSETT Stóll og 2ja og 3ja sæta sófi. Áklæði í miklu úrvali. Hverfisgötu 74 — Sími 15102 ÞEGAR LUSITANIU VAR SÖKKT Framhald af bls. 22 Þessi atburður olli hliðstæðum æsingi i heiminum á sinum tima og síðar loftárásirnar á Dresden og Hirósimu og morðin i My Lai. Engilsaxneski heimurinn var yfir sig reiður bjóðverjum fyrir þetta „dýrslega fjöldam'orð á sjó”, eins og það var gjarnan kallað, en það, sem sérstakiega varð bjóð- verjum dýrt af þessum sökum þegar til kastanna kom, var að hundrað tuttugu o^ fjórir Banda- rikjamenn voru meðal þeirra sem farizt höfðu. Áróðurinn gegn Þjööverjum, sem brezku og bandarisku blöðin mögnuðu út af þessu, hafði lika talsverð áhrif i hlutlausum ríkjum. I eitt dönsku blaðanna var skrifað: ,,Ef Þjóð- verjar dirfast eftir þetta að minnast á menningu sina, þá verður þeim svarað: Þýzk menning er ekki lengur til, hún framdi sjálfsmorð sjöunda mai 1915.” Bretar héldu þvi stift fram að Lusitania hefði verið vopnlaus með öllu og áhöfnin tingöngu óbreyttir borgarar. Þjóðveijar sögðu á móti, að jafnvel þótt það stæðist, þá hefðu þeir verið hér i sinum fulla rétti. þar eð Lusitania hefði verið á hafsvæði, sem hin keftaralega herliotasljórn hefði lýst bannsvæði. En ofan á þetta höfðu Þjóð- verjar frétt, að Bretar notuðu þetta hraðskreiðasta risa- gufuskip til að flytja hergögn yfir Atlantshafið. Vegna þess hafði þýzka sendiráðið i Washington meira að segja komið við- vörunum i bandarisk blöð, sam- kvæmt fyrirmælum stjórnarinnar i Berlin. En blöðin voru nokkuð gjörn á að stinga þessum til- kynningum undir stól, og er þar kennt um áhrifum frá bandarlsku stjórninni, sem frá upphafi styrjaldarinnar dró taum Breta og bandamanna þeirra. Þó birtist ein slik tilkynning i bandarisku blöðunum einmitt sama daginn, og Lusitania lét úr h'öfn i New York. Hún var svohljóðandi: ,,Hugiö að! Kerðamenn, sem hyggjast takast ferð á hendur yfir Atlantshaf, eru hér með minntir á, að strið geisar milli Þýzkalands og bandamanna þess annarsvegar og Bretlands og bandamanna þess hinsvegar. Hafið umhverfis Bretlandseyjar er strfðssvæði, og, eins og hin keisaralega þýzka stjórn hefur þegar tilkynnt, eiga skip á þessu svæði, svo fremi þau hafi uppi fána Bretlands eöa einhvers rikis I bandalagi við það, á hættu að þau verði eyðilögð. Ferðamenn, sem fara á skipum frá Bretlandi eða riki i bandalagi við það um striössvæði, gera það þvi á eigin ábyrgð.” Tilkynningin var undir- rituð af sendiráði Þýzkalands- keisara i Washington. Bretar lögðu allt kapp á að nota árásina á Lusitaniu til að espa ai- menning i Bandarikjunum sem mest gegn Þjóðverjum, i þeim tilgangi að fá Bandarikin með sér I striðið, og varð prýðilega ágengt á þeirri áróðursherferð. Fyrra hluta sumars var ekkert lát á orð- sendingum milli Washington og Berlinar. En eins og við mátti búast, gekk ráöamonnum i þessum tveimur höfuðborgum illa að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Asakanir Banda- rikjanna mættu þó ekki daufum eyrum hjá Vilhjálmi keisara öðrum og ráöherrum hans, enda var þeim mikið I mun að fá Bandarikin ekki á móti sér I striðið, nóg var ofureflið samt. Sjötta júni gaf keisarinn þannig herflota sinum leynilega skipun þess efnis, að fyrst um sinn mætti ekki sökkva neinu stóru farþega- skipi, jafnvel ekki þótt það væri frá óvinariki. Allt til þessa dags hefur veriö um þaö deilt, hvort árásin á Lusitaniu eigi að flokkast meö striðsglæpum eða ekki. býzkir sagnfræðingar halda þvi fram aö þetta hafi enginn glæpur verið, heldur fullkomiega réttlætanleg hernaðaraðgerð. Engilsaxar hafa hinsvegar verið bjargfastir á kenningunni úm striösglæpinn. En i þvi sambandi er þess að geta að heimildum varðandi árásina á Lúsitaniu, sem herflotastjórnin brezka og Cunard-útgerðin hafa i sinum fórum, hefur til þessa verið haldið stranglega leyndum. Fyrst nú nýlega fékk enskur rit- höfundur, Colin Simpson að nafni, leyfi til að blaða i þessum plöggum. Hefur hann nú skrifað bók um það, sem hann hafði upp úr þvi grúski. Eitt það markverðasta, sem Simpson uppgötvaði, var 'aö Lusitania var langt i frá eins meinlaus og hún leit út fyrir að vera, heldur þrælvopnað hjálpar- herskip. Þegar árið 1907, þegar verið var að smiöa Lusitaniu, hafði brezka herflotastjórnin verið svo forsjál að gera ráðstafanir við- vikjandi þvi, að skipið gæti komið að gagni i striði. 1 þeim tilgangi haföi flotinn veitt Cunard fjár- styrk til byggingar skipsins. Og i maí 1913 lét sjóherinn setja Lusitaniu i þurrkvi I Liverpool, þar sem síður skipsins voru brynjaðar og skotfærageymsla byggð i þvi. Fór þetta fram með ströngustu leynd. Og ekki nóg með það: þegar eftir að striðjð brautzt úr, i ágúst „1914, var Lusitania aftur sett i þurrkvi og þá vopnuð tólf fallbyssum með fimmtán sentimetra hlaupavidd. Voru þær þannig byggðar inn i skipið að þeim mátti leyna þegar þær voru ekki i brúkun. Seytjánda september sama ár var Lusitania svo að lokum skráð i brezka herflotann sem „vopnað hjálparbeitiskip.”- Simpson leiðir hinsvegar' ekki i ljós, hversvegna Lusitania var áfram undir stjórn borgaralegs skipherra, en ekki skipherra úr sjóhérnum, eins og venjulegt var þegar slik hjálparherskip áttu i hlut. Ekki kemur heldur i ljós, hversvegna Bretar létu skipið áfram.sigla undir fána verzlunar- flotans, en það var gróft brot á alþjóðalögum. Hinsvegar upplýsir Simpson að áður en Lusitania lagði af stað i sina hinztu för frá New York, þá hafi með mikilli leynd verið skipað um borð I skipiö firnamagni af/ sprengikúlum og skotfærum i smærri byssur, eða alls hálfu ellefta tonni af sprengiefni. Notuöu starfsmenn Cunard falsaða pappira til að koma þessu 46 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.