Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 10
ÐOXARAURRREISNIN í KÍNA enn versnað fyrir sendiráða- fólkið í Peking. „Ég hef það á tilfinningunni, Sir Claude, að mjög erfiðir dagar séu framundan," sagði þýzki sendiherrann, von Kett- eler fríherra, við hinn brezka starfsbróður sinn, MacDonald. „Því skal ég ekki bera á móti,“ svaraði sá brezki. „Nú reyna Kínverjarnir að hefna alls þess illa, sem við Evrópu- menn höfum gert þeim síðustu áratugina." Og vissulega höfðu Evrópu- menn gert sitthvað á hluta Kínverja, og þá einmitt landar Sir Claudes öllum öðrum frem- ur. Til skilnings á Boxaraupp- reisninni er upplagt að líta yf- ir sögu. Kína næstu sex ára- tugina á undan. Á þeim tíma höfðu Kínverjar orðið að þola margs konar áníðslu og niður- lægingu af hálfu hvítra manna. Það byrjaði með því að hin- ir „hvítu barbarar að vestan“ tóku að flytja ópíum inn til Kína. Sú verzlun var að vísu ekki ný af nálinni. Þegar brezka Austurindíafélagið hóf þátttöku í henni undir lok átj- ándu aldar, höfðu indverskir og arabískir kauphöldar stund- að þennan innflutning til Kína í öld að minnsta kosti. Ráðamönnum í Kína varð snemma ljóst, hvílíkur voði þessi eiturinnflutningur var fyrir þjóðina, og á átjándu öld og framan af þeirri nítjándu gerðu þeir ítrekaðar tilraunir til að stöðva ósómann. En þær tilraunir komu til lítils, þótt ekki væru sparaðar refsing- arnar. Strandlengja Kína er löng, og brezkir kaupsýslu- menn áttu orðið miklu meira undir sér en kínverskir keisar- ar og mandarínar. Á árabilinu 1820—40 sexfald- aðist ópíuminnflutningurinn til Kína. Enskir plantekrueigend- ur og útgerðarmenn rökuðu saman auð fjár á þessum við- skiptum, sem höfðu dauða og verstu eymd í för með sér fyr- ir milljónir og aftur milljónir Kínverja. En kínverskir smá- salar og handlangarar, sem sáu um dreifinguna á eitrinu, græddu líka sæmilega, svo að því fór fjarri að Bretar væru einir í sökinni. 1840 harðbannaði þáverandi Kínakeisari, Taó-kúang, að lok- um allan ópíuminnflutning til ríkis síns og lagði við hinar þyngstu refsingar, ef út af væri brugðið. Sama ár gerði mandaríninn í Kanton upp- tækt firnamagn af ópíum, sem þar fannst í vörzlu kínverskra smásala. Þá gerðu Bretar út frá Indlandi herflota, sem bom- bardéraði suðurstrendur Kína og setti á land fimmtán þús- und manna her, sem brenndi og bældi allt hvað hann náði til. Þannig hófst það stríð, sem í sögunni er kallað ópíumstríð- ið og Bretar eru ekkert yfir- máta hreyknir af núorðið. Brezka stjórnin reyndi að afsaka árásina með því, að með engu móti mætti láta Kínakeis- ara haldast uppi að trufla verzl- un Breta við Kína, en raun- verulega ástæðan var sú, að brezku athafnamennirnir, sem grætt höfðu á ópíumsölunni, vildu með engu móti sjá af þeirri búbót. Ópíumstríðið stóð fram í ágúst 1842. er friður var saminn í Nanking. Þar urðu Kínverjar að láta Bretum eftir Hongkong, sem þeir síðar- nefndu höfðu þá hertekið, „um aldur og ævi“, og opna fimm kínverskar hafnarborgir fyrir evrópskri verzlun: Kanton, Amoj, Fútsjá, Sjanghaí og Ningpó. Þá urðu Kínverjar að greiða Bretum of fjár í stríðs- skaðabætur og að sjálfsögðu að gefa ópíumverzlunina frjálsa. Má fullyrða, að sjaldan hafi niðurlæging Kínaveldis orðið meiri. Önnur stórveldi, þeirra fyrst Frakkland og Bandarikin, flýttu sér í kjölfar Breta og voru engu ógráðugri. Þau gerðu hagstæða viðskiptasamn- inga við kínverska keisara- dæmið og fengu sérréttindi í höfnum þar. Hófst nú æðis- gengið kapphlaup stórvelda um kínverska markaðinn, og áhrif þeirra í Kína fóru hraðvaxandi. Hið forna keisaraveldi, staðn- að í gömlum formum, mátti sín lítils gegn hinu tækni- vædda, galvaska Vestri. Keis- araætt Mansjúra horfði mátt- vana á þá þróun, sem von bráð- ar átti að verða henni að falli. Ófarirnar í ópíumstríðinu höfðu djúp áhrif á Kínverja; fylltu þá beiskju og færðu að minnsta kosti sumum þeirra heim sanninn um, að land þeirra, Ríkið í Miðið, var ekki lengur heimsmiðjan, ekki það stórveldi sem bar höfuð og herðar vfir öll önnur. Þetta hafði í för með sér ýmis við- brögð, svo sem Boxaraupn- reisnina og aðra uppreisn ólíkt gæfulegri, sem varð ofan á um hálfri öld síðar. Eftir 1842 komu kristniboðar til Kína í slóð kaupsýslumann- anna. Þeir tóku sér fyrst ból- festu í opnuðu hafnarborgun- um og færðu sig svo þaðan inn í landið. 1850 hófst svokölluð Taíping- uppreisn, kínversk bændabylt- ing. Sá hildarleikur stóð þang- að til 1866 og bjó að mörgu leyti í haginn fyrir aðra bænda- byltingu á næstu öld, byltingu kommúnista. Orðið Taíping út- l°ngst ..hinn æðsti friður“. Stefna Taípinga var í raun réttri furðulík þeirri, er Maó formaður tók upp síðar. Þeir veittust gegn stórjarðeigendum, sem svælt höfðu undir sig sveit- irnar, og skiptu jarðnæðinu milli smábændanna. Taípingar tóku Hanká 1852 og Nanking árið eftir. En til Peking náðu þeir ekki. Talið er að um tuttugu og fimm milljónir manna hafi lát- ið lífið í Taíping-stríðinu, auk þess sem mörg blómlegustu fylki Kína lögðust í kaldakol af völdum þess. Borgarastyrj- öld þessi hefur því að skað- semd fyllilega jafnazt á við heimsstyrjaldirnar tvær. Um síðir voru það Bretar og Frakk- ar, sem brutu byltingarmenn á bak aftur. Þeir höfðu að sjálf- sögðu ekki nema skömm á þessu brölti kínverskra bú- karla, sem þá grunaði að kynni að spilla fyrir þeim viðskiptun- um. Varla þarf að minna á að svipað viðhorf höfðu sömu stórveldi og fleiri gagnvart Maó formanni síðarmeir. Bæði stórveldin sendu á vettvang flota og landher, og var brezka landherdeildin skipuð sjálf- boðaliðum, ævintýramönnum og landhlaupurum af ýmsum Evrópuþjóðum. Yfir þann liðs- kost var settur ofursti að nafni Gordon, sem síðar hlaut heims- frægð er hann barðist við Ma- hadíann í Súdan og féll fyrir honum eftir prúða vörn. Að vísu bað Kínastjórn Bret- land og Frakkland ekki hjálp- ar, en stórveldi þessi voru í engum vandræðum með að finna sér átyllu til að blanda sér í slaginn. Átyllan var sú að áhöfn eins kínversks djúnka hafði dregið upp brezka fán- ann og farið óvirðulega með hann. Rússar notuðu þessi vandræði Kínverja til að hremma af þeim markasvæði nokkur við fljótin Amúr og Ússúri, og það hafa Kínverjar síðan munað Rússum, eins og komið hefur fram á síðustu ár- um og valdið vandræðum í sambúð Sovétríkjanna og hins rauða Kína. 1858 hertók brezk-franska liðið, sem gert hafði verið út gegn Taípingum, Takú-virkin hjá Tíentsin. 1860 tóku banda- menn Peking sjálfa. James El- gin lávarður, sem- stýrði þá her þeirra, hafði fregnir af að þrír Bretar, er Kínverjar höfðu tekið til fanga, hefðu sætt mis- þyrmingum í Sumarhöllinni í Peking, sem var ein frægasta og fegursta bygging landsins. í hefndarskyni lét lávarðurinn ræna og eyðileggja höllina, og tortímdust þar ómetanleg lista- verðmæti. Samið var á milli banda- manna og Kínverja í Tíentsin 1860, og urðu aumingja Kín- verjarnir þá að opna ellefu Framhald á bls. 52. Fangar úr liði Boxara. Um hálsinn hafa þeir festa niðþunga „kraga" sem áttu að útiloka allar tilraunir til flótta. 10 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.