Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 8
BOXAR AUPPREISNIN
í KÍNA
En-Haí, banamaður þýzka sendiherrans, til vinstri, sendiherrann sjálf-
ur, von Ketteler fríherra, til hægri.
Kínverskur prins, Sjúng að nafni, ásamt þýzkum herforingjum á leið
til að vígja minnismerki, sem kínversku stjórninni var gert að reisa
eftir von Ketteler.
Evrópuveldin,
Bandaríkin og Japan
höfSu beitt Kínverja
mikilli kúgun og
ásælni, meSal annars
neytt þá til að leyfa
frjálsan innflutning á
ópíum. Reiði
Kínverja fékk útrás í
Boxarauppreisninni
um aldamótin, þegar
fjöldi kristinna lands-
manna og útlendinga
var myrtur af mikilli
grimmd.
Nú liggja allar leiðir til Pek-
ing, og engir sækja fastar en
leiðtogar hinna kapítalísku
Vesturlanda að ná vináttu og
viðskiptum við Maó formann.
Ekki hafa Kínverjar alltaf ver-
ið í slíkum hávegum hafðir á
Vesturlöndum. Er skemmst að
minnast þess, að reynt var að
einangra Kína að frumkvæði
Bandaríkjanna eftir byltinguna
þar, og á nítjándu öld og tals-
vert fram á þá tuttugustu urðu
Kínverjar að sæta margs kon-
ar þrengingum af hálfu Evr-
ópustórveldanna, Bandaríkj-
anna og Japans. Hvað mesta
athygli í því sambandi vakti
svokölluð Boxarauppreisn, sem
gerð var kringum aldamótin.
Boxararnir voru leynisam-
tök, sem stofnuð voru í Kína
þegar um 1770. Þau beindust
upprunalega gegn keisaraætt-
inni, en gerðust síðan fjand-
samleg útlendingum að vestan,
er þeir tóku að láta á sér kræla
í Kína. Nafn tóku þau af her-
merki sínu, sem var krepptur
hnefi, kallaður „hnefi réttlæt-
is og einingar“. Keisarastjórn-
in, sem átti í vök að verjast
gegn stórveldunum, gerði um
síðir sáttmála við samtökin og
veitti þeim stuðning í barátt-
unni gegn „hvítu djöflunum“,
eins og Kínverjar kölluðu Vest-
urlandamenn. Þetta bandalag
keisarastjórnarinnar og Boxar-
anna var gert snemma árs
1900. í yfirlýsingu, sem Boxar-
ar gáfu út í apríl það ár, stóð
meðal annars
„Útlendir djöflar eru komn-
ir og hafa með kenningum sín-
um snúið mörgum Kínverjum
til rómversks siðar og mót-
mælendatrúar . . . Kirkjur út-
lendu djöflanna hegða sér
þannig, að engu lagi er líkt.
Þær hafa misnotað aðstöðu
sína tillitslaust, spillt góðum
embættismönnum og gert þá að
þjónum sínum. Sími er kom-
inn og járnbrautir. Líka hefur
verið komið upp verksmiðjum,
sem framleiða vopn og verjur,
en þess háttar stofnanir vekja
hvítu djöflunum illfúsa gleði.
Sama er að segja um eim-
vagnana og raflampana . . .
Kína lítur aftur á móti á þá
sem barbara, sem Guð hefur
fordæmt. Andar og árar stíga
af himnum ofan til að tortíma
þeim . . . Við verðum að
brenna hús útlendinganna og
endurreisa hof okkar forn.“
Hatur Kínverjanna beindist
ekki hvað sízt að diplómata-
hverfinu í Peking, þar sem
stórveldin höfðu reist sendiráð
sín innan þykkra og hárra múr-
veggja. Þaðan var öllu braski
þeirra víðs vegar um Kína
stjórnað. Nánar tiltekið höfðu
þá Bandaríkin, Belgía, Þýzka-
land, Frakkland, Bretland, Hol-
land, ítalía, Japan, Austurríki
—Ungverjaland, Rússland og
Spánn sendiráð í Peking, og
var sendiráðahverfið um tólf
ferkílómetrar að víðáttu. Þegar
bér var komið höfðust þarna
við um fimm hundruð útlend-
ingar, þeirra á meðal varð-
menn sendiráðanna, og um tvö
þúsund og fimm hundruð Kín-
verjar, sem flestir höfðu flúið
þangað undan Boxurunum.
Boxararnir höfðu byrjað að
láta á sér kræla úti á landi
alll.öngu áður en þeir komu til
sjálfrar höfuðborgarinnar. Þeir
höfðu myrt margt hvítra
manna á hinn fúlmannlegasta
hátt, þar á meðal um fjörutíu
kristniboða. Höfuð þeirra
8 VIKAN 50. TBL.