Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 53

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 53
ekki kínverskum, þótt þeir dveldust í Kína. Og tollaeftir- lit í hafnarborgum komst und- ir stjórn útlendinganna. Stofnsetning sendiráðanna í Peking var mikil bylting á kín- verskan mælikvarða, og hafði í för með sér að „utanríkisráðu- neyti“ Kína, sem til þessa hafði verið kallað „yfirvöld til eftir- liðs með villimönnum“, breytt- ist og stækkaði að miklum mun. Fram að þessu höfðu Kínverjar lifað í þeirri sælu trú að land þeirra væri póli- tísk og menningarleg þunga- miðja jarðarinnar. Miðdepill sjálfs Kínaveldis var svo að skilningi landsmanna himin- hofið í Peking. Sarinn í Rúss- landi, konungurinn í Englandi, keisarinn í Japan, konungur Prússa og allir aðrir drottnar- ar jarðar höfðu aðeins verið álitnir ómerkir undirkóngar Kínakeisara, Sonar Himinsins. Og utanríkisstjórnmál Kín- verja höfðu verið eftir því. En nú hættu margir Kínverj- ar að skilja heiminn. Þeim leizt ekkert á blikuna. Var land þeirra þá ekki lengur Ríkið í Miðið? „Hvítu djöflarnir" urðu fljótlega martröð á kínverskri þjóðarsál, og þar við bættust svo „gulir djöflar". það er að segja Japanir, sem fljótt urðu frekastir allra. 1894—5 höfðu þeir stríð við Kína, sigruðu það og tóku af því Formósu og Fiskimannaeyjar, auk þess sem Kínverjar urðu þá að afsala sér öllum áhrifum í Kóreu, sem þeir til þessa höfðu viljað gína yfir. Svo mikil ógn stóð Kín- verjum þá af Japönum, að 1896 gerðu þeir varnarbanda- lag við Rússa gegn þeim. Leyfði Kínakeisari Rússum þá að leggja Síberíujárnbrautina yfir Mansjúríu. ,.Sja kúese!“ (Drepum út- lendu djöflana!) Þetta var her- óp Boxaranna. í miðjuiji júní 1900 höfðu þeir slátrað um þrjátíu þúsund kristnum Kín- verjum og nokkur hundruð út- lendingum, sem flestir voru Bretar og Bandaríkjamenn. „Sja kúese!“ Nítjánda júní lét lögreglu- stjórinn í Peking, Sjúng-Lí, kalla fyrir sig undirforingja sinn einn er En-Haí hét. Hlaut hann ágætar viðtökur hjá hin- um háa herra. „Eins og þú veizt, vinur minn,“ sagði lögreglustjóri, „hefur stjórn okkar skipað svo fyrir að allir útlendir djöflar skuli drepnir. Einnig þú verð ur að gera þitt til þess. Þú færð nú þá miklu æru að drepa einn sérdeilis öflugan stórdjöf- ul. “ Sjung-Lí sagði nú undirfor- ingjanum, að daginn eftir myndi mjög háttsettur útlend- ingur fara um Hatamönn-götu á leið til utanríkisráðuneytis- ins, sem á kínversku var kall- að Tsúnglí Jamen. Auðvelt yrði að þekkja hinn útlenda dólg í umferðinni, því að hann myndi fara í burðarstól ásamt einum eða tveimur stórdjöflum öðr- um. Og tveir þjónar ríðandi myndu fara á undan. „Dreptu alla, sem í burðar- stólunum eru, ef þú getur!“ sagði lögreglustjóri ákafur. „Þú veizt skyldu þína, undirfor- ingi! Gleymdu ekki að þú berst fyrir forfeður þína, hverra grafarró útlendu djöflarnir hafa raskað!" „Mér er það ljóst,“ svaraði undirforinginn stoltur. Lög- reglustjórinn gaf honum til uppörvunar nokkra silfurpen- inga. Stórdjöfull sá, sem lögreglu- stjóri Pekingborgar vildi sér- staklega feigan, var reyndar von Ketteler, þýzki sendiherr- ann. Hann hafði hugsað sér að heimsækja Tsúnglí Jamen dag- inn eftir til að reyna að kom- ast fyrir um, hvað þar væri á seyði. Utanríkisráðuneytið hafði þá látið sendiherrann vita, að þeir yrðu að hypja sig með öllu sínu hyski til Tíent- sin og yrðu að hafa yfirgefið Peking innan tuttugu og fjög- urra klukkustunda. Von Kette- ler ætlaði að leita nánari fregna viðvíkjandi þessari brottvísun hjá Túan prinsi, sem var þá eins konar utanríkisráðherra Kínverja og svarinn útlend- ingahatari. Um morguninn bíða burðar- karlar með tvo stóla fyrir fram- an þýzka sendiráðið. Með sendi- herranum var ráðinn til farar Ernst Cordes, túlkur hans, og 50. TBL. VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.