Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 43
leggja á flótta og neyddu mig til aB standa kyrr og horfa á húsið, eBa öllu heldur kastalann, þvl aB annaB var það ekki. Nú blasti þaB viB og bar viB dökkan himininn, en handan við þaB aB baki var fljótiB, vissi ég, en héBan sást þó ekkert af Hudsonfljótinu. Rétt I þvi bili, sem ég hafði náB stjórn á taugunum i mér, heyrBi ég hest hneggja. Mér fannst þaB annars vera öskur, hræöilegt hljóB. Svo heyrði ég hófaskelli og vinstra megin viB húsið efst á brekkunni, kom hestur og riddari I ljós. Hann stöðvaði hestinn, en aBeins sem snöggvast, afþvi aö hann hafði séð mig. Það var enginn vafi á þvi, þvi að nú keyröi hann hestinn áfram aftur og stefndi beint að mér. Jafnvel á svona löngu færi var ég dauöhrædd við hestinn. Ég. haföi alltaf veriö hrædd viö hesta, jafnvel þessa þungu og silalegu, sem drógu vagna. En nú komu skellandi hófarnir i áttina til min, og riddarinn lá beinlinis fram á makkann og keyrði hestinn beint á mig. Þarna var þó eitthvaö lifandi og raunverulegt að veröa hrædd viö. Sem snöggvast var ég alveg dofin af hræöslu og hélt að ég yrBi riBin um koll. Þá æpti ég upp og þaö virtist koma skilningar- vitunum minum i samt lag og ég sneri mér viö og fór aö hlaupa. Ég missti böggulinn þegar ég reyndi aö herBa á mér, en það kom fyrir ekki. ÞaB var ekki hægt aö hafa við hesti, sem auk þess átti undan brekkunni aB sækja, á sléttum vegi. Hesturinn þautfram hjá mér og ég æpti upp yfir mig. Ég gat heyrt másiB I. honum. Riddarinn stanzaöi snöggt, hesturinn sneri viö og ég vissi, að nú gat ég ekki sloppiö. Ég fann hnén á mér linast upp og meira man ég ekki, þvi aB ég féil I yfirliö. En svo fann ég smámsaman, aB ég komst til meðvitundar og ég fann, aö einhver lyfti höfðinu á mér og klappaöi mjúkt á kinnar minar og enni. Mér tókst aö opna augun, en nú var dimmt og litið hægt aö sjá. Einhver maður héll mér uppi. Ég vissi það, vegna þess aB ég gat fundiö lykt af góöu tóbaki og liklega af góöu konjaki. Þa& var auBvelt, vegna þess, að andlitið á honum var ekki nema fáa þumlinga frá minu andliti og höfuöið á mér hvildi á handleggnum á honum. - Svona, svona, sagði hann. - Upp á fæturna, fagra mær. Ekki nema þaö þó! Kven-veiöiþjófur! Ég reyndi að rétta mig við. - Veiöiþjófur, ekki nema það þó! snuggaöi ég. Vilduð þér ekki gera svo vel aB sleppa mér. -En hvaö eruB þér hér að gera? spurði hann. - Það kemur ekki yöur viö, sagði ég með eins mikilli valds- mennsku og ég ætti alla eignina. Sem ég lika átti . . . .aö vissu leyti. - Ég er nú samt hræddur um, aö þaö komi mér viö, fagra mær, sagöi hann. - Þér ætluðuB aö riöa mig um koll viljandi. Jú, þaö ætluöuö þér, það þýöir ekkert að bera móti þvi. - Ég vissi nú ekki, að þér væruö af kvenkyninu, sagöi hann af- sakandi. - Hr Burgess hefur hérna eiídur og akurhænur og stundum læðast veiöiþjófar hingað á nóttunni. Ég hélt þér væruö einn slikur og ætlaöi aöeins að stöðva yður en ekki varpa yður um koll. FRAMHALDSSAGA EFTIR DOROTHY DANIELS 3.HLUTI Sem snöggvast var ég alveg dofin af hræðslu og hélt að ég yrði riðin um koll. Þá æpti ég upp og það virtist koma skilningarvitunum minum i samt lag og ég sneri mér við og fór að hlaupa.... Má ég nú spyrja, hver eruö þér, og hvað i ósköpunum þér eruö hér aB erinda. - Mér finnst yður ekki varða neitt um þaB, sagöi ég. - Jú, þaB er ég hræddur um að mig geri, ungfrú. Ég á heima hér skammt frá, og hr. Burgess er vinur minn. Þegar einhver, jafnvel falleg stúlka, ryðst inn á lóðina, er ekki nema sjálfsagt, aö ég leiöi hana fyrir hann. - Já, það vildi ég, aö þér geröur, sagöi ég, þvi að sjálf er ég komin til að finna hr. Burgess. - Einmitt, sagði hann. - Og hvaða erindi getur ung stúlka átt viö hr. Burgess á þessum tima sólarhringsins? - Ég segi yður ekki annaö en það, sagði ég, - aB ef þér ekki sleppiö mér og hindriB mig i að tala viö hr. Burgess, skuluö þér fá að iörast þess. - Og hversvegna ætti ég að fara að iörast? sagöi hann i gaman- sömum tón. - Afþvi aö ég er Jane Burgess, sagöi ég. Þetta var i fyrsta sinn, sem ég hafði kynnt mig þannig og ég greip andann á lofti yfir þessari dirfsku minni. - Jane . . . .sagBi hann. En svo sleppti hann mér, rétti snöggt úr sér, fór I vasa sinn og tók upp eldspýtur. Hann greip i hand- legginn á mér. - Guð minn góöur! sagöi hann. - Ef þetta er eitthvert bellibragö, get ég fullvissaö þig um, að þú færð að iðrast þess. Jane, ha? Sér er nú hver vitleysan! Hann kveikti á spýtunni og hélt henni upp að andlitinu á mér. Svo gekk hann skref aftur á bak og rak upp undrunaróp. - Guð minn góður! Það hlýtur að vera .... - Viljið þér þá lofa mér aö halda áfram? sagði ég kurteislega. - Þú ert lifandi eftirmyndin hennar . . . .og dálitið lik föður þinum lika . . . .Jane . . . .Jane. Komdu með mér. Við skulum tvimenna. Ég dró mig snöggt frá honum. - Ég kem ekki nærri þessari skepnu, sagði ég. - Ég hata hesta. Ég er hrædd við þá. Eg vil ekki riða. Þér fáið mig ekki til þess með nokkru móti. - Gott og vel . . . .Ekki svona æst, sagði hann. - Við göngum þá bara. Það er ekki svo langt, eins og þú sérð. En stúlka, sem er hrædd viö hest! . . . - Ég er það og get ekki að þvi gert. - Nei, vitanlega ekki, sagði hann og röddin varð mýkri. Ég biðst afsökunar að hafa hrætt þig, og valdið þér yfirliöi. - Ég er viss um, aö þér hefðuð aldrei farið að riða á mig viljandi. - Nei, sannarlega, sagði hann. - Þá skulum við gleyma þessu, sagöi ég, enda þótt ég væri enn meö ákafan hjartálátt eftir áfallið. -Þakka yður fyrir. Hann seildist eftir hendinni á mér. Ég veit, að þér eruð enn úr jafnvægi. Lofið mér að taka i höndina á yður og leiða yður að húsinu. Svo furðulegt sem það var, þá rétti ég honum höndina. Kannski vegna þess, að hann hafði talað um að leiða mig að húsinu, en hefði hann sagt „til foreldra yöar”, hefði ég fyrirlitið hann. Og ég haföi sannarlega haft ástæðu til þess, eins og hann var búinn aö hræða mig. Framhala á bls. 48. 50. TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.