Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 24
FRAMHALDSSAGA EFTIR VOLODJA SEMITJOV SÍÐARI HLUTI Sally hafði skreytt herbergiS sitt í hátíSarskyni, kveikt á kertum og keypt kampavín. Þau urSu aS halda upp á daginn, halda upp á þaS aS þau ætluSu aS gifta sig, nú, þegar hún átti von á barni ... En þegar hún sá gleSisvipinn á Brian, lá viS aS hún færi aS gráta. Hann skildi ekki aS fyrir henni var þetta allt látaleikur... ÞAÐ SEM GERZT HEFUR: Sally dansar og: syngur í Kit Kat næturklúbbnum í Berlín á fyrsta ári fjórða tugsins. — Skemmtanalífið er æðisgengið í skugga nasismans. Brian er enskur stúdent, sem hefur ofan af fyrir sér með því að kenna ensku. Hann flytur inn í ieiguhúsið þar sem hún býr og milli þeirra verður inni- legt ástasamband. Sally kynnist alveg óvænt auðkýfingnum Max, sem gerir það að gamni sínu að ausa í þau peningum. Sally nýtur þess, en Brian er á verði . . . Hvorugt þeirra hefur hug- mynd um hvað vakir fyrir Max . . . Kastljósin smugu gegnum reykmökkinn og lýstu upp svið- ið, þar sem Felix spriklaði. Hann var líkastur leikbrúðu, með hvítfarðað andlitið, rautt nefið og lakkrauðan munn. Hann líktist að minnsta kosti ekki lifandi manneskju. Hann hélt um mittin á tveim ófríð- ustu dansmeyjunum og hvell rödd hans hvein í gegnum r ey k j ars væluna: — Við skiptum um lagskon- ur á hverju kvöldi, —- tvær eru betri en ein og allra bezt er að hafa þær þrjár! Sally átti svolítið frí, þar til hennar atriði átti að koma, hún sat við borð með Max og Bri- an og drakk kampavín. — Nú tekur þú þér frí í allt kvöld, sagði Max, — ja — reyndar væri sniðugt að fá sér ærlegt helgarfrí, er það ekki? Þau ákváðu að eyða helginni á sveitasetri Max. Slotið var stórkostlegt, þar var allt sem hægt var að óska sér, jafnvel föt. Það var mjög hentugt, vegna þess að þau fóru eins og þau stóðu. Sally var sannar- lega í essinu sínu. Hún naut bess að valsa um öll þessi her- bergi og vistarverur, dáðist að öllum glæsilegu húsgögnunum, hljóðlátu og vel þjálfuðu starfsfólkinu, sem hlýddi minnstu bendingum. Þetta var eins og sæludraumur, en innra með sér vissi hún mæta vel að maður vaknar oft illilega upp af draumi. En hún var ákveð- in í að njóta líðandi stundar í fullum mæli. Brian hafði fengið bláa her- bergið. Þjónninn kom með smóking. Brian var að máta hann, þegar Max kom inn til hans. — Ef fötin passa þér ekki, þá læt ég sækja önnur, sagði hann. — Ég held að þessi passi. — Þú getur að minnsta kosti farið úr skyrtunni. Max opnaði klæðaskáp og tók út fallega peysu og fleygði henni til Brians. — Reyndu þessa. Blátt ætti að klæða þig vel. Brian hik- aði. — Brian, geturðu ekki einu sinni þegið af mér pevsu? Nokkrum dögum áður hafði Brian afþakkað sígarettuveski úr gulli, sem Max ætlaði að gefa honum. Hann gat ekki t.ekið á móti þessum gjöfum., Hann vissi ekki hvar hann^ hafði Max. — Ertu ennþá kvæntur? — Já, svo sannarlega, svar- aði Max. — Hvar er konan þín? — í Köln. Hún styrkir lista- menn. Hún hefur sinn hátt á þessu, ég minn. Brian fór úr skvrtunni. Max horfði brosandi á hann. — Sg hafði á réttu að standa. sagði hann. — Blátt fer þér ljómandi vel. Um kvöldið komu gestir. Hefðarfólk, ákaflega óraun- verulegar manneskjur, voru alls staðar í hinum glæsilegu salarkynnum og það brakaði í taftpilsum kvennanna. Brian var drengjalegur í lánsfötun- um. Sally sparaði ekki orðin. — Faðir minn er allt að því ambassadör. Sjálf er ég leik- kona. — En spennandi! 24 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.