Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 22
< ÞEGAR LÚSITANIU VAR SÖKKT upphafi fyrri heims- styrjaldar var , Lusitania, þrjátiu og tvö þúsund smálestir • að stærð, hvað hrað- skreiðast og nýtizkulegast af risafarþegaskipum þeim, er þá voru i förum yfir Atlantshafið. Þann sjöunda mai 1915 var þessi stórfenglegi úthafsrisi, sem var eign Cunardlinunnar brezku, staddur undan suðurodda írlands á leið frá New York til heimahafnarinnar Liverpool. Aðeins sex dagar voru liðnir frá þvi látið'var úr höfn i New York. Það var gott i sjóinn, og fólkið um borð, nitján hundruð fimmtiu og niu talsins, yfirleitt i bezta skapi. Það fagnaði þvi að hafn nú aftur landsýn og að aðeins tæplega eins dags ferð var eftir til Englands. 1 Evrópu geisaði að visu strið, en farþegar hins mikla og friða skips höfðu litið orðið þess varir á leiðinni yfir Atlantshafið. Þeim var lika ókunnugt um að við suðurströnd írlands - einmitt á þeim slóðum sem skipið nú fór um - höfðu þýzkir kafbátar skotið i kaf ein tólf skip siðustu dagana. James Brookes, bandariskur kaupsýslumaður frá Bridgeport i Connecticut, varð fyrstur manna var háskans, sem varð að grandi næstum tveimur af hverjum þremur manneskjum um borð. Eftir hádegisverðinn hafði hann að vanda gengið sér til hressingar um þilfarið. Hann var rétt að ljúka göngunni, þegar hann ,,tók eftir hvitu striki, sem nálgaðist skipið á eldingarhraða. Ég var á efra þil- fari og svo hátt yfir sjó, að ég sá greinilega útlinur hlutarins. Hann var liklega nálægt fjórum metrum á lengd og á eins meters dýpi eða svo. A eftir sér dró hann tvo freyðislóða.” Walfher Schwieger höfuðlautinant, skipherra kafbátsins U-20, sem sökkti Lusitaniu. Yfir- menn hans urðu honum ekkert þakklátir fyrir þetta afrek, sem varð til þess að spana upp í Bandarikjunum striðsmóð gegn Þjóðverjum. Þessi „hlutur’’ var þýzkt tundurskeyti af gerðinni G3, og það var þýzki kafbáturirin U-20 sem hafði skotið þvi á sjö hundruð metra færi. Það hitti skipið stjórnborðsmegin rétt fyrir atfan brúna. Schwieger höfuðlautinant, skipherra kaf- bátsins, fylgdist gegnum sjónpipu sina með þvi sem gerðist. „Sprengingin varð óvenjumikil og sömuleiðis mökkurinn, sem upp reis,” skrifaði Schwieger i striðs- dagbók sina. „Hann reis hátt uppyfir fremsta skorsteininn. Auk tundurskeytisins hlýtur eitt- hvað annað að hafa sprungið (ketillinn, kolin eða púður?) . . . Skipið stanzaði þegar i stað og hallaðist ört, jafnframt þvi sem það tók að sökkva . . . Um borð varð undireins mikil ringul- reið . . .margir bátar voru látnir siga i sjóinn, fullstenir, en með svo miklu irafári að þeir komu niður á hliðina eða á endann, svo að þá fyllti jafnskjótt. . .” Sem snöggvast lofaði Schwieger næstráðanda sinum að lita i sjónpipuna, og hann bar þegar kennsl á skipið. „Guð minn góður,” varð honum að orði, „þetta er engin önnur en Lusitania.” Fjórum minútum eftir sprengingarnar tvær var farið að fljóta yfir stefni Lusitaniu. William Tumer, skipherra á Lusitaniu, reyndi að visu að beina hinu tvö hundruð og fjörutiu metra langa skipi sinu i áttina til lands, i von um að geta siglt þvi á grunn, en það reyndist ófært. Á D-þilfari voru að minnsta kosti yfir sjötiu kýraugu opin, og gegnum þau streymdu á hverri minútu þrjár smálestir af sjó inn i skipið. Þar með voru örlög þeirrar prúðu Lusitaniu ráðin. í sömu svipan og sú siðasta af hinum öflugu fjórum skrúfum skipsins lyftist úr sjó, rakst stefnið i botninn. Dýpið var ekki nema'úm áttatiu metrar. Lusitania hafði um borð fjörutiu og átta björgunarbáta, eða tvöfalt fleiri en Titanic á sinum tima, og þar að auki tuttugu og sex björgunarfleka, sem varð að blása út. Varúðar- ráðstafanir á risaskipunum, sem voru i förum yfir Atlantshafið, höfðu af Breta hálfu verið stór- auknar frá þvi að Titanic sigldi á borgarisjakann, af rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð mann- eskjum um borð komust aðeins rúmlega sjö hundruð af. Þetta hafði gerzt aðeins þremur árum áður, 1912. En þrátt fyrir þrefalt meiri björgunarútbúnað, hlýrri sjó og land i sjónmáli varð út- koman litlu betri hjá Lusitaniu. Átján minútum eftir að tundurskey tið hitti Lusitaniu var skipið sokkið. Af bátunum fjöru- tiu og átta voru þá aðeins sex á floti—allir yfirfullir. önnur skip voru hvergi nálæg. Brezka beiti- skipið Juno hafði að visu verið þarna undanfarið þýzkum kaf- bátum til hrellingar, en einmitt þennan morgun hafði brezka flotastjórnin kallað það á brott. Það mátti þvi heppni heita að svo margir skyldu bjargast sem raun varð á. Af þeim nitján hundruð fimmtiu og niu mann- eskjum, sem á skipinu höfðu verið, voru sjö hundruð sextiu og ein fiskaðar upp úr sjónum og fluttar inn til Queenstown, næstu írsku hafnarinnar. Það voru einkum irskir fiskibátar, sem björguðu þessu fólki. En ellefu hundruð niutiu og átta fórust með Lusitaniu. Framhdld á bls. 46. 22 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.