Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 55

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 55
1 m m i ^ólaskreylingar ^ólatré pökkuð i nylonnet GRÓÐRARSTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR: 22822 - 19775, GRÓÐRARSKÁLINN v/ H AFN ARFJ ARÐ ARVEG SÍMI. 42260. yggis sakir. Ástandið verður stöðugt ískyggilegra. Á hádegi tuttugasta júní hefja Boxarar fallbyssuskot- hríð á sendiráðahverfið. Túan prins hefur lagt fé til höfuðs „útlendu djöflunum". Fimmtíu tael skal hver sá fá, er drepur af þeim fullorðinn karlmann, fjörutíu sá er verður kven- manni að bana, þrjátíu tael hver sá er drepur bam. Einn sá fyrsti, sem drepinn er sam- kvæmt þessari hvatningu prins- ins er Bandaríkjamaðurinn Hu- bert James, prófessor við há- skólann í Peking. Hinn raunverulegi drottnari Kína var þá sú alræmda keis- araekkja Tsú Hsí, sem hafði verið hjákona Hsíens Fengs keisara. Síðan stjórnaði hún ríkinu fyrir hönd sonar hans, sem hét Túng Tsjí, og sömu- leiðis fyrir þann er við tók af honum, I-Iúang Hsú. Kerling þessi var hinn versti vargur og lét miskunnarlaust ryðja úr vegi hverjum þeim sem hún taldi geta ógnað veldi sínu. Al- þýða manna kallaði hana „gamla Búdda“. Hún sæmdi hermennina, sem drepið höfðu von Ketteler sendiherra, háum verðlaunum. Talið er víst að von Ketteler hafi verið veginn að beinni til- hlutan keisaraekkjunnar eða Túans prins. Hins vegar er ráð- gáta hvers vegna þau ákváðu að drepa einmitt hann. Þjóð- verjar höfðu þegar hér var komið sögu verið heldur ruðu- litlir í Kína í samanburði við önnur stórveldi, og óvinsældir þeirra þar því minni. Hins veg- ar var von Ketteler sjálfur miðlungi vinsæll; þótti önugur og þreytandi í viðmóti, jafnt af kollegum sínum diplómöt- unum og Kínverjum. Kann að vera að það hafi valdið ein- hverju um að honum var bani ráðinn. Ástandið í hinu umsetna sendiráðahverfi varð stöðugt alvarlegra. Skotfæri voru af skornum skammti og þó enn meiri hörgull á matvælum. En seytjánda júlí bauð kínverska stjórnin hinum umsetnu upp á vopnahlé, er gilda skyldi til mánaðamóta. Sendiherrarnir þáðu það fegnir en hissa, því að þá var lið þeirra svo að þrot- um komið að Boxararnir hefðu varla þurft nema eina hnitmið- aða árás til að brjóta vörnina á bak aftur. En nú var hjálpin á næsta leyti. Áttunda ágúst lagði nýr her frá stórveldunum, sem sett- ur hafði verið á land við Tí- entsin, af stað til Peking. Lið- styrkur þessi taldi um tuttugu þúsund manns og var undir stjórn brezka hershöfðingjans Gaselee. Nærri helmingur liðs- manna hans var japanskur, Rússar lögðu til fjögur þúsund manns, Bretar þrjú þúsund, Bandaríkjamenn tvö þúsund og Frakkar átta hundruð. Nokkrum vikum áður höfðu evrópsk herskip skotið niður til grunna Takú-virkin, en þær víggirðingar voru til varnar fljótsleiðinni til Tíentsin og þar með til Peking. Her Gaselees var aðeins viku á leiðinni til Peking, þar sem hann fór hægt með að sprengja umsáturshring Boxaranna. Tjón stórveldahersins í þeim átök- um var lítið: tuttugu og tveir fallnir og þrjú hundruð særðir. Boxaraliðið var hins vegar kvistað niður sem hráviði; að minnsta kosti fjögur þúsund af því voru drepin við þetta tæki- færi. Tsú Hsí keisaraekkja, sem Gaselee hershöfðingi öllum öðrum fremur hafði viljað festa hendur á, slapp þó úr borginni ásamt keisaradrusl- unni, sem var leppur hennar, dulbúin sem bóndakerling. Keisarahirðin flýði langt suð- vestur í land. Þar sem ekki reyndist unnt að koma undan ástkonum og frillum keisarans, lét Tsú gamla Hsí binda þær inn í teppi og drekkja þeim í brunni. Stórveldin áttu von á frek- ara viðnámi af Kínverja hálfu og voru því búin þegar hér var komið sögu að gera út nýjan her, miklu meiri hinum fyrri, til að ganga endanlega frá hinu forna keisaradæmi. Æðsti yfir- maður þess herafla var ráðinn þýzki marskálkurinn Alfred greifi von Waldersee. Sjálfir lögðu Þjóðverjar til tuttugu og fimm þúsund manns í þetta púkk. Þann tuttugasta og sjöunda júlí 1900 kvaddi Vilhjálmur keisari annar þessa liðsmenn sína með þeirri ræðu. sem hann frægasta hélt um sína daga, og átti eftir að verða óvinum Þióð- verja óþrjótandi áróðursefni en þeim sjálfum að sama skapi til angurs. Hans keisaralega há- tign, sem var flest annað betur gefið en að kunna sér hóf, var verulega í essinu sínu bennan dae og sagði meðal annars: „Hið þýzka ríki hefur eðli sír>\i samkvæmt þá skyldu að stvðia og styrkja borgara sína, beear þeir verða fyrir þreng- ingum erlendis . . . Herinn er það tæki, sem gerir því mögu- legt að gera þá skyldu . . . Fé- lagar okkar í sjóhernum hafa þegar staðizt þetta próf . . . Þið eigið mikið hlutverk fyrir höndum . . . Þið vitið vel, að þið eigið nú að berjast við bragðvísan, hraustan, velvopn- aðan og grimman óvin. Þegar þið náið til hans, þá skuluð þið vita að engin miskunn verður sýnd! Fangar verða ekki tekn- ir . . . Eins og Húnar undir forustu Atla konungs gerðu sig fyrir þúsund árum svo hræði- lega, að enn lifir skelfinga- frægð þeirra í frásögnum og ævintýrum, þannig megi nafn Þjóðverja um næstu þúsund ár vekja Kínverjum slíka ógn, að þeir þori ekki einu sinni að líta þýzkan mann hornauga!“ Meðal þeirra er hlýddu þess- ari tölu, voru Bernhard greifi von Búlow, sem skömmu síðar varð ríkiskanslari Þýzkalands, og Philip fursti zu Eulenberg- Hartefeld, trúnaðarmaður keis- arans og sendiherra hans í Vín. Þeir urðu báðir dauðskelkaðir yfir þessum munnsöfnuði og gerðu allt, sem þeir gátu, til að hindra að ræðan kæmist orðrétt á prent. Þeir létu blaða- menn þannig fá rækilega „hreinsaða" útgáfu af ræðunni. En það fór framhjá þeim að blaðamaður frá Nordwest- deutschen Zeitung var við- staddur og hraðritaði ræðuna upp eftir keisaranum, svo að í hans blaði birtist hún orðrétt. Þannig varð „Húnaræða“ Vil- hjálms keisara kunn um allan heim, og í fyrri heimsstyrjöld- inni bentu óvinir Þjóðverja óspart á hana til að sýna fram á hvílíkur óþokki keisarinn og hans menn væru. Þá — og jafnvel í síðari heimsstyrjöld- inni líka — var ekki óalgengt að andstæðingar Þjóðverja köll- uðu þá Húna. Ekki varð þó af því að Waldersee greifi og her hans ynnu nein frægðarverk í aust- urvegi, því að þeir voru ekki komnir nema á miðja leið þeg- ar þeir fréttu að Peking hefði verið tekin og Kínverjar gef- izt upp. Gramdist Vilhjálmi keisara það stórum. Waldersee „heimsmarskálkur" hélt engu að síður áfram för sinni og setti upp aðalstöðvar sínar í keis- arahöllinni í Peking. Dreifðar leifar Boxaraliðsins héldu enn um hríð Uppi skærum í ná- grenni höfuðborgarinnar, en voru fljótlega upprættar. 50. TBL. VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.