Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 38
eldgosum, siðan Katla leið. Ég hef verið svo heppin, ef svo má að orði komast, að upplifa þrjú stórkostleg eldgos og alltaf verið með þeim fyrstu á vettvang. Raunar það fjórða, er Hekla gaus 1946. Fyrst var það Oskjugosið. Við vorum með þeim fyrstu, sem flugum yfir staðinn, en svo flaug ég norður til Akureyrar og komst þar i samflot með Sigurði Þórarinssyni og fleirum, sem voru á leið austur i öskju á jeppum. Vi5 komum þangað um nótt og vissum raunar ekki alveg, hvar gosið var. En ég skreið upp snarbratta fjallsöxl á eftir Sigurði, og uppi á brúninni blasti við ógleymanleg og ólýsanleg sjón. Við vorum lengi þarna,inn frá, og það var fjarska kalt, en þegar við komum i Herðubreiðar- lindir var hlýtt og gott i skálanum, og við fengum brennivin til að ylja okkur. Nú, ég var æst i að komast til byggða til að senda fréttir og komst i jeppa hjá Akureyringi. Mér leið heldur undarlega, varð hálfringluð af þvi að koma inn i hitann og fá brennivinið, auk þess sem ég hafði ekki sofið dúr i yfir 30' klukkutima, en mér fannst ég verða að halda manninum selskab, úr þvi hann var svo elskulegur að taka mig með, ég man ég þandi mig alla leiðina, án þess að vita mikið hvað ég sagði. Allthafðist þetta, og fréttin komst i tæka tið, en þegar ég loks gat tekið mér hvild hafði ég ekki einu sinni dottað i 48 tima samfleytt, sem er vist met á minni ævi.. — Svo kom Surtsey með öllum sinum ævintýrum og loks Hekla vorið 1970. Þá var nú aldeilis rokið af stað i hvelli. Ég rétt náði að gripa með mér siðbuxur og varð að skipta um föt aftur I jeppa ofan á alls konar drasli. Það er stórkostlega gaman að þessu öllu. — En Isinn? — Ég kom mér nú bara upp á eigin spýtur I jöklaferð eitt sinn, og áhuginn hefur ekki dvinað upp frá þvi. Það er ómögulegt að lýsa svoleiðis ferðum, maður verður að upplifa þær. Hugsaðu þér bara að láta snjóbil draga sig á skiðum yfir ósnortinn enaaiausan jökul. Og viðáttan og þögnin. Maður er mikiu smærri þar en i milljóna- borginni skelfilegu, New York, sem mörgum finnst svo yfir- þyrmandi. — Er til sá staður á Islandi, sem þú hefur ekki komið til, Elin? — Já, Bolungarvik. Ég nefndi það við hann Úlfar Þórðarsort i sumar að taka mig með i augn- lækningaferðalag og var náttúr- lega að hugsa um efnisleit. Alveg. sjálfsagt, sagði hann, ég skal taka þig með eitthvert, sem þú hefur ekki farið áður, og svo taldi hann upp hvern staðinn á fætur öðrum, en ég hafði alls staðar komið, svo hann gafst upp. Þvi miður átti hann ekki leið til Bolungarvikur, en auðvitað kemst ég einhvern tima þangað. — Ertu aldrei þreytt á erli blaðamennskunnar? — Jú, mikil ósköp, mér hefur jafnvel oft dottið i hug að hætta. Þetta er óskaplega erilsamt og slitandi starf. En það er lika lifandi og skemmtilegt, og maður kynnist svo mörgum i svona starfi. Og þriggja mánaða friin, sem við fáum á fjögra ára fresti núna, bjarga manni aíveg. Ég hef yfirleitt alltaf farið til útlanda I friunum minum. 1 fyrsta stóra friinu fór ég á vegum vöru- sýnihgarnefndar og^ islenzkra skreiðarframleiðenda til Nigeriu vegna vörukynningar, sem var þar haldin. A eftir tókst mér að ferðast heilmikið á eigin spýtur um Nigeríu, Ghana, Dahomey og Toga, komst m.a. i kosninga- ferðalag með tveimur þingmönnum i Nigeriu, sem óku vitt og breitt um landið að hitta þingmenn og kjósendur. Skömmu eftir að ég var þarna, var gerð uppreisn i landinu, Balewa forsætisráðherra skotinn og de. Azikiwe landstjóri rekinn i útlegð. Ég skildi ekki pólitikina þarna, frekar en viða annars staðar. Þetta voru allt indælis menn, sem ég kynntist, en þetta er allt svo flókið, ættbálkarigur og þess háttar, og öll viðhorf okkur framandi. Ég hef löngu lært, að hlutirnir eru aldrei eins einfaldir i nálægð* og okkur virðast þeir, þegar við sitjum heima á Islandi og fáum þá matreidda úr fáum þáttum gegnum bækur og fjöl- miðla. — Svo er það heimssýningin i Montreal, er það ekki? — Jú, næsta ianga fri fór i hana og meira til, þvi hún stóð i rúmlega hálft ár. Það var óskap- leg vinna og fáar hendur, sem urðu að vinna margra verk, en allir unnu miklu meira en þeim bar, án þess að mögla. Nóttina fyrir opnunina sátum við t.d. öll framkvæmdastjórnin, Gunnar J. Friðriksson meðtalinn, inni á hótelherberginu minu, heftum fréttatilkynningar og limdum miða aftan á myndir fyrir pressuna. Þórdis Árnadóttir minntist þess lengi á eftir, að ég neyddi hana til að sitja i marga klukkutima og lima aftan á mynd af sjálfri sér og . Vilborgu Árnadóttur „Two charming icelandic hostesses”. Auk þeirra tveggja voru með okkur Borghildur Einarsdóttir og Pétur Karlsson, eða Peter Kidson, aldeilis ómetanlegur vegna allra þeirra tungumála, sem hann talar, m.a.s. rússnesku. Við urðum að skiptast á um að koma fram fyrir Islands hönd i fjöl- miðlum og bjarga okkur i um- ræðum um margvislegustu mál, venjulega á ensku eða frönsku. — Varst þú ekki aðstoðarfram- kvæmdarstjóri islenzku deildar- innar? — Jú, Gunnarlét pússa mig upp I staðgengil sinn, það var auð- veldara út á við, úr þvi ég var alltaf á staðnum. Ég var eini kvenmaðurinn i framkvæmda- stjórastöðu og það varð oft tilefni spaugilegra atvika. Einu sinni hringdi til okkar fulltrúi i ferða—• og fisk i m á1aráðuneyti Quebeckfylkis og spurði eftir Pá- lmadóttur framkvæmdarstjóra. Jú, Pálmadóttir talar, svaraði ég. Þá komu miklar vöflur á blessaðan fulltrúann, og eftir alls konar vifilengjur kom i ljós, að honum hafði verið falið að bjóða öllum framkvæmdarstjórum i einhvern veiðikofa með ferða— og fiskimálaráðherra Quebeck- fylkis. Ég gat ekki stillt mig um að striða honum svolitið, svo ég spjallaði lengi við hann og spurði út i þetta góða boð, þangað til ég sagði við hann: „Allt I lagi, ég skal leysa þetta mál fyrir yður, þér bjóðið mér, og ég afþakka” Og mikið varð aumingja maðurinn feginn. — Norska framkvæmdasljórnin komst lika i mikla klipu, þegar Haraldur krónprins heiðraði sýninguna með komu sinni. Krón- prinsinn vildi nefnilega, að hans hefðbundna matarveizla væri bara herraselskap. Ég sagði þeim blessuðum að vera ekki að velta ’ vöngum yfir þessu vandamáli, ég tæki það ekki nærri mér að missa af veizlunni. En svo kom boðskort frá sendiráðinu i Ottawa, og þegar ég hringdi til þeirra að leið- rétta þetta, sögðu þeir, að málið hefði verið rætt af protokolnefnd Kanada og norska sendiráðinu, og úrskurðurinn varð sá að ég væri þar i minum eigin rétti og ekki sérstaklega sem kona. Nú, ég fór, og þetta var Ijómandi veizla, þó ég væri eina konan. Haraldur var ákaflega sjarmerandi, ávarpaði sam- komuna alltaf með „Lady and Gentlemen” og lifnaði allur við, þegar ég fór að tala um hans helzta áhugamál, siglingar, og gat sagt honum mina einustu sjó- ferðasögu, sem var mikill barningur. Annars get ég enn I dag hlegið að þvi, þegar ég bjó mig til þessarar veizlu. Það var nefnilega hanastél á undan, og þar gat ég ekki verið i siðum kjól, sem hins vegar var bráðnauðsyn- legt I veizlunni. Og þar sem var of langt heim til min, fékk ég að geyma siða kjó.linn i ibúð norsks kunningja, og þangað keyrði ég i einum hvelli i leigubil, sem beið fyrir neðan, meðan ég klifraði upp brunastigann og kom svo niður hann aftur i siða kjólnum, þvi sjálfur var kunningi minn ekki heima, skildi bara eftir opinn glugga. — Jæja, en þetta gekk allt saman vel, held ég. Þó brást ég einu sinni föðurlandinu, og það var við sýningarslitin. Það var mikil athöfn á hátíðatorginu, þar sem landstjóri Kanada afhenti öllum framkvæmdarstjórunum heiðurspening fyrir sitt land. Það var ansi kalt, og ég klæddist minni hlýjustu flik, kápu úr leopardaskinni. Svo var ég köiluð upp,. „Deputy Commissioner General for Iceland”, og þegar ég heyrði einhvern i mannfjöldanum segja ,,Ó, ég vissi ekki, að það væru leopardar á lslandi”þá varð mér ljóst, að sem fulltrúi lands mins átti ég auðvitað að vera i gærupelsi og kynna islenzkar landbúnaðarafurðir. — Þú hefur sem sagt ekki notið mikillar hvildar i þessu frii. — Það varð timi til þess lika. Þegar sýningunni var lokið, flýtti ég mér til New York, sendi upp- gjörið heim og tók fyrstu vél til Mexikó, þar sem ég flatmagaði á baðströnd i marga daga. — Fórstu ekki lika á heims- sýninguna i Japan? — Jú, framkvæmdastjórn sýningarinnar bauð einum blaða- manni frá Islandi vikudvöl i Japan, meðan á heimssýningunni i Tókió stóð, ég sótti um þetta boð og fékk það, mér til mikillar ánægju. Við flugum yfir Norður- pólinn á leiðinni þangað, og svo fékk ég að lengja dvölina i Tókió, þvi mér fannst ein vika ekki nóg til að kynnast landinu. Ég var svo heppin að þekkja japanska blaða- konu, eina af þessum flökku- konum á borð við mig. Hún kom hingað til íslands skömmu áður, og ég aðstoðaði hana litillega. Hún hjálpaði mér á ýmsa lund þarna, kom mér fyrir á japönsku heimili og japönsku hóteli, og þannig kynntist ég miklu betur fólkinu og siðum þess, mataræði og matarvenjum. Tókió er fjarska sjarmerandi borg, en erfitt að rata i henni. Hugsaðu þér, að þeir númera húsin i hverju hverfi fyrir sig eftir aldri þeirra, 100. húsið i hverfinu er bara einfaldlega nr. 100, þó það standi kannski á milli nr. 9 og 35.. Eina leiðin til að finnahúsi þessari borg var að taka leigubil og nefna hverfið, og svo varð bilstjórinn að finna lögregluþjón i hverfinu og láta hann visa sér á húsið. — Likaði þér vel við Japani? — Já, eins og a’.lt annað fólk, hvar sem er I heiminum. Þeir eru mjög þægilegir, full kurteisir og tillitsamir, en ákaflega miklar hópsálir. Japanir eru alltaf i hópum, enda hafa þeir náttúrlega ekki mikið pláss til að dreifa sér. En þegar ég fór heim, valdi ég syðri leiðing og hoppaði af flug- vélinni á öilum viðkomustöðum, Hong Kong, Bankok, New Dehly o.s.frv. — Og svo fórstu aftur þarna austur i sumar. — Já, ég er nú búin að skrifa 38 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.