Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 56

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 56
LIFSGLEÐI ORYGGI fylgir góðri líftryggingu Til þess að hægt sé að segja, að ungt fólk hafi gengið vel frá trygg- ingum sínum, þarf það sjálft að vera líftryggt. Það er líka tiltölulega ódýrt, því að LÍFTRVGGINGAFÉLAGIÐ ANDVAKA hefur nýlega lækkað iðgjöld af „Verð- tryggðum líftryggingum“, og fást nú hærri tryggingarupphæðir fyrir sama iðgjald. 25 ára gamall maður getur líftryggt sig fyrir kr. 580.000. — fyrir kr. 2.000. — á ári. Siðan hægt var að bjóða þessa teg- und trygginga, hafa æ fleiri séð sér hag og öryggi í því að vera líftryggðir. Við andlát greiðir tryggingafélagið nánustu vandamönnum tryggingar- upphæðina og gerir þeim kleift að standa við ýmsar fjárhagslegar skuld- bindingar. Líftryggingariðgjald er frádráttarhæft á skattskýrslu, og með því móti verða skattar þeirra lægri, sem líftryggja sig, og iðgjaldið 'raunverulega um helmingi lægra en ið- gjaldatöflur sýna. Leitið nánari upplýsinga hjá Aðalskrifstofu eða umboðum, um þessa hagkvæmu líftryggingu.. j 3*. UFTRYGGINGAFÉLAGIÐ ÁRMÚLA 3 - SiMI 38500 Ekki verður sagt að þýzku hermennirnir færu að hvatn- ingu keisara síns og hegðuðu sér að Húnasið í Kína. Fram að komu Waldersee greifa hafði her stórveldanna farið með ránum og rupli um Peking, en greifinn harðbannaði það hátta- lag og kallaði skammarblett á evrópskri menningu. Sjálf keisarahöllin hafði þá verið rækilega rupluð, og tóku þátt í því ekki einungis óbreyttir liðsmenn og lágt settir foringj- ar, heldur og hershöfðingjar. Þannig lét rússneski hershöfð- inginn Línevitsj flytja frá Pek- ing tíu kistur fullar með gull og gersemar, sem hann hafði stolið úr höllum kínversku höf- uðborgarinnar. En slík var kaldhæðni örlaganna að ein- mitt Þjóðverjar, sem mesta skömm hlutu af þessum hern- aði stórveldanna gegn Kínverj- um, hegðuðu sér ívið betur en hermenn hinna og tóku engan þátt í ruplinu. Sá margumtal- aði prússneski agi hefur efa- laust átt einhvern þátt í að koma í veg fyrir að þýzku her- mennirnir slepptu sér út í svo- leiðis. Skömmu síðar bar svo til í Peking að japanskur ofursti keypti silfurúr af kínverskum sölumanni. Þegar ofurstinn at- hugaði gripinn, sá hann í hann grafið nafn og skjaldarmerki hins myrta þýzka sendiherra, von Kettelers. Sölumaðurinn vísaði á veðlánarabúð, þar sem hann hafði keypt úrið, og veð- lánarinn aftur á þann, sem honum hafði úrið fært. Sá var enginn annar en En-Haí undir- foringi. Hann færði fram sér til varnar að hann hefði vegið sendiherrann af þjóðernis- ástæðum. En nú dugði sú af- sökun skammt. Hann var færð- ur á þann stað í Hatamönn- götu, er von Ketteler hafði ver- ið drepinn, og afhöfðaður þar. Nú voru sem sé breyttir tím- ar í Kína. Tsú Hsí keisaraekkja reyndi nú að forða eigin skinni með því að vingast við stór- veldin og sór nú og sárt við lagði að hún hefði aldrei stað- ið í neinu makki við Boxara- hyskið. Hún lét drepa alla þá forustumenn Boxara, sem hún náði til, eða neyddi þá til að fremja sjálfsmorð. Meðal ann- arra voru ráðnir af dögum í þeirri hreinsun tveir prinsar af keisaraættinni og þrír af fremstu mandarínum landsins. I september 1901 var friður gerður milli Kína og stórveld- anna, og var auðmýking Ríkis- ins í Miðið þá mest. Kínverjar urðu að skuldbinda sig til að greiða á næstu fjörutíu árum um hundrað og sextíu millj- arða króna í skaðabætur, og skyldu Rússar og Þjóðverjar fá um helminginn af því fé. (Ófyr- irsjáanleg atburðarás heims- sögunnar sá að vísu til þess, að Kínverjar sluppu heldur létt frá þeim skaðabótum). Þá varð Kínakeisari að senda prins af ætt sinni til Berlínar og biðja Vilhjálm keisara sérstaklega af- sökunar á drápinu á sendi- herranum. Þá varð Kínastjórn að láta reisa á drápstaðnum mikinn boga úr hvítum marm- ara, með áletrun á þýzku, lat- ínu og kínversku, þar sem Kínakeisari lýsti yfir sárum harmi sínum vegna drápsins. Svipuð yfirbótarminnismerki urðu Kínverjar að reisa í öll- um kirkjugörðum, þar sem Roxarar höfðu framið spjöll. Oll samtök, sem beint væri geen útlendingum, skyldu harð- lega bönnuð. Með þessum samningi var líka rutt úr vegi síðustu hindr- ununum fyrir því að vestrænir og japanskir iðju- og kaup- böldar gætu leikið lausum hala í Kína, og mátti heita að þetta fornfræga stórveldi yrði á næstu árum hálfnýlenda stór- veldanna. Stórveldin skiptu hagnaðinum, sem hafa mátti af landinu. og hagnaðarmöguleik- um milli sín í mesta bróðerni, eða eins og prússneski hers- höfðinginn Helmuth von Molt- k° sagði: ,,Þau skiptu með sér kínversku kökunni!" En ekki dró þetta úr hatri Kínverja á útlendingum. Hins vegar þóttust framsýnir menn í Kína sjá, að margt mætti af hinum erlendu óvinum og ráns- mönnum læra, og að ekki þýddi að snúa með öllu baki við þeim og þeirra siðum. Keisaraættin missti hins vegar allt traust þjóðarinnar með þessum óför- um fyrir útlendingunum, enda voru dagar hennar nú næstum taldir. Yr Krýningarskeiðin 1972 2000 stk. silfur og 25 stk. gull tölusettar. Útsölustaðir: ísl. heimilisiðnaður Rammagerðin Jens Guðjónsson, gullsmiður Laugavegi 60, Suðurveri, sími 12392. Póstsendum — Ekki strax, Anna, ég skal segja þér hvenær þú átt að ýta! 56 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.