Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 52

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 52
Kiku XANADU gjafavöriir í sérflokkí Allt sem nútíma konur þarfnast! - - - Parfume cologne - spray. Cologne extraordinare. BaðpúSur og freyðibað. Baðsápur og hand + body lotion. Snyrtívörur h.f. LAUGAVEGI 20A, SÍMI 11020. Ég er eigingjarn og hef barna- legar hugmyndir um að verða eitthvað með tímanum . . . — Brian, sagði hún, — ég elska þig í raun og veru. Það geturðu bókað. Ekkert svar. Hann var far- inn. — O, fjandinn hafi þetta allt saman, sagði Sally. Hana langaði til að öskra en það varð aðeins hás stuna . . . Þeim varð ljóst að öllu var lokið á milli þeirra og Brian ákvað að fara heim til Eng- lands. Hún fylgdi honum á braut- arstöðina. Hann leit alveg eins út og þegar hún sá hann í fyrsta sinn, fyrir utan dymar hjá frú Schneider. Hann var í sömu regnkápunni og með sama hatt- inn, með sömu töskuna í hend- inni. Hann fór aftur heim til Cam- bridge, jafn tómhentur og hann hafði farið þaðan. En hann var þó reynslunni ríkari. En það myndi enginn fá að vita. Þau töluðu ekki um neitt sérstakt, höfðu ekkert að segja. — Viltu einhver blöð? spurði hún. — Súkkulaði? Þetta verð- ur löng ferð. Þau stóðu við hliðið að braut- arpallinum. — Þá erum við komin, sagði hann. Sally sagði: — Ég hefði gjarnan viljað fylgja þér alla leið út á pallinn, en það getur verið að þessi leikhúsnáungi... þessi . . . þú veizt . . . það get- ur reyndar verið að ekkert verði úr þessu, en maður veit aldrei . . . Þetta var talsmátinn þeirra, en sannleikurinn var sá, að hún treysti sér ekki til að fram- lengja skilnaðarstundina. Hún fann að stutt var í tárin, hún fann kippi í andlitinu og kyngdi munnvatninu. — Þetta er andstyggilegt! sagði hún. — Bless, við sjá- umst kannski seinna! Hún gekk inn í biðsalinn og Brian stóð grafkyrr og virti fyrir sér baksvipinn á henni. Hún leit ekki um öxl. Þegar hún stóð að tjaldabaki um kvöldið og beið þess að tjaldið yrði dregið frá fyrir atriði hennar, var hún aftur gráti nær. Þetta var asnalegt, hugsaði hún, nú var hún frjáls, engum háð og það var einmitt það sem hún vildi. Tjaldið var dregið frá og sviðsljósin lýstu framan í hana. Brosið kom ósjálfrátt, vélrænt, eins og það væri límt á andlit hennar. Hún gekk hlæjandi fram á sviðið, þar sem Felix geiflaði rauða mimninn og söng með sinni mjóu raust: — Lífið er cabaret, vinir mínir, komið á cabaret . . .! ☆ BOXARAUPPREISNIN IKINA Framhald af bls. 10. hafnarborgir í viðbót fyrir út- lendingunum, leyfa herskipum þeirra og kaupskipum að sigla um fljót landsins að vild, veita ambassadorum þeirra viðtöku í Peking, gefa kaupsýslumönn- um þeirra ennþá ný verzlun- arfríðindi og veita kristniboð- um fullt starfsfrelsi í landinu. Yfirvöld og kaupsýsluaðilar stórveldanna studdu kristni- boðana oft með ráðum og dáð. Þar á ofan urðu Kínverjar að sætta sig við, að útlendingarn- ir stæðu undir eigin lögum, en 52 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.