Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 32
„ÉG HEF ALLTAF VERIO ÓGURLEGA FORVITIN" VIKAN heimsækir Elinu Pálmadóttur, blaðakonu Texti: Kristín llalldórsdóttir Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson Svo vaknaði ég um miðja nótt við það, að yfir mér stóð síð- klædd vera með blæju um höfuðið og alveg upp að augum. Hún beygði sig yfir mig, og ég sá bara i dökk augu hennar. Þarna var þá komin sú indverska og var að lita á eskimóann.” Elin Pálmadóttir hefur ógurlega mikið að gera i lifinu. Það var að visu auðsótt mál að fá viðtal við hana fyrir Vikuna, enda sagði hún, að sér þætti vænt um það blað, siðan hún vann þar i gamla daga. Vandinn var bara að finna tima til þess. Þegar hún var að leita hjá sér að lausu kvöldi, minntist hún m.a. á erindi, sem hún hefði lofað að flytja á fundi með verk- fræðingum. Hvað gat nú Elin Pálma verið að þruma yfir verkfræðingum, sem maður hélt, að hugsuðu ekki um annað en tölur? Ég spurði hana að þvi, þegar ég heimsótti hana eitt frostbiturt kvöld. — 0, þeir fengu sinar tölur, sagði Elin. Ég var að segja þeim frá Malasiu og lagði mig einmitt fram um að hafa nóg af tölum handa þeim. Þeir spurðu mig spjörunum úr á eftir, allt frá þvi, hvernig handlama Malaji færi að, úr þvi hann mætti eingöngu nota hægti höndina til að borða með og upp i flóknustu stjórn- mái. Þegar einn þeirra þakkaði fyrir erindið, var hann hrifnastur af þvi, að kona skyldi „Heimurinn mætti gjarna vcra dálitið köflóttari,, ekki hver litur á sinum stað”, segir Elin Pálmadóttir, blaðamaður og viðförull ferðalangur. koma og bera á borð fyrir þá tölur, sem þeir skildu mæta vel. En þvi skyldi ég ekki gera það, mér er spurn? Elin býr i tveggja herbergja ibúð á 8. hæð inn við Sund. Hún keypti þessa ibúð fyrir nokkrum árum og lét innrétta hana smám saman eftir efnum og ástæðum. íbúðin er vistleg, innréttingar látlausar og snotrar. íslenzk list og minjagripir frá fjarlægum löndum prýða þetta litla heimili, sem virðist sniðið utan um Elinu, enda er hún ánægð með það. Ýmis verk eftir Gerði Helgadóttur skreyta veggi og sillur, og Þorvaldur Skúlason skipar virðingarsess i stofu. A einum veggnum gefur að lita boga og örvamæli frá Nigeriu, og blævængir frá Malasiu fara vel á þeim sama vegg. Á öðrum vegg sjáum við afar fingerðar leikbrúður, eins og notaðar eru þar austur frá, en á borðinu þar undir er fagurlega útskorin fila- beinstönn frá Nigeriu og arm- band úr filabeini, og á gólfinu er ekta austurlenzkt teppi og kollur með slönguskinni. Undir myndinni hans Þorvaldar frá geometriska timabilinu eru ýmsir skemmtilegir smámunir, grænlenzk stytta, litill japanskur filabeinsguð, skurðgoð frá Nigeriu og kinverskur karl úr rósaviði. Og á enn einum staö sjáum við styttu, mannsmynd, höggna i stein, svolitið dæmi um list Alaska—Eskimóa. Þar sem ibúðin er uppi á 8. hæð, sér Elin enga ástæðu til þess að draga tjöld fyrir stofu- gluggann, og við sátum allt kvöldið úti við gluggann með Ijósum prýdda borgina fyrir neðan okkur og dreyptum á indælis koniaki, meðan ég rakti garnirnar úr Elinu. — Við verðum liklega að reyna að taka lifshlaup þitt skipulega fyrir. Þú ert ættuð að norðan, er það ekki? — Ekki er það nú eingöngu. Tómasina Kristin Arnadóttir hét móðir min og var ættuð af Suðurnesjum. En faðir minn. Pálmi Jónsson, er ættaður norðan úr Skagafirði. Einhvern veginn er aldrei tekið mark á mér með þetta Suðurnesjablóð. T.d. var Guðmundur frá Miðdal 32 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.