Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 35
VIÐTAL VIÐ ELÍNU PÁLMADÓTTUR Framhald af bls. 33. — Þetta var tveggja mánaða námskeið, og viðfengum að búa á stúdentagörðunum við Columbia- háskólann. Éig átti að deila herbergi með indverskri stúlku, en hún var ekki 'komin, þegar ég iagðist til svefns kvöldið, sem ég kom. Svo vaknaði ég um rhiðja nótt við það, að yfir mér stóð sið- klædd vera með blæju um höfuðið og alveg upp að augum. Hún beygði sig yfir mig, og ég sá bara i dökk augu hennar. Þarna var þá komin sú indverska og var að lita á eskimóann. Hún var af finu fólki og átti sæg af skartgripum með dýrindis steinum, sem hún dreifði um allt herbergið. Foreldrar hennar vildu fá hana heim, strax og námskeiðinu iauk, og hún var dálitið spennt að vita hvort hún ætti að fara að gifta sig eða hvað. En íróðleiksfýsnin varð yfir- sterkari, og hún fékk þvi ráðið, að hún var lengur i Bandarikjunum. Ég hitti hana löngu seinna i Paris, þá var hún á heimleið eftir að hafa lært einhver ósköp á land- búnaðarskólum og var full af nýjum hugmyndum og löngun til að nota þekkingu sina heima. Siðan hef ég ekki heyrt frá henni, þó ég hafi reynt að skrifa. — Já, maður kynntist mörgu góðu fólki, svörtu, brúnu, gulu og hvitu, og ég iærði’þá fyrst, hvað hörundsliturinn hefur litið að segja. Við hlustuðum á fyrirlestra um starfsemi hinna ýmsu stofnana S,þ. og unnum i ýmsum deildum meðfram. Þegar þessu tveggja mánaða námskeiði lauk, fannst mér ég bara ekki vera búin að fá nóg, svo að ég sótti um starf hjá S. þ. og lékk það. Sameinuðu þjóðirnar höfðu þá aðsetur i Lake Success, og aðstæður voru allt aðrar en þær eru nú, allt miklu minna i sniðum og að minu áiiti meiri hugsjóna- blæryfir allri starfseminni. Nú er þetta orðið svo stórt og vélrænt og rniklu minna um bein kynni m e ð a 1 starlsfólksins. Matsalurinn i S. þ. byggingunni er alltaf upptekinn af gestum, en starfsfólkið fer niður i lyftunni og borðar úti. Maður kynntist einmitt svo mörgum i matsalnum, þegar ég var þarna. Allir borðuð á sama stað og fóru i biðröð að sækja matinn sinn. Elanor Roosvelt stóð t.d. alltaf i biðröð með okkur, það var elsku- leg kona. Svo settist maður, þar sem laust var og lenti alltaf með nýjum og nýjum við borð. Þannig kvnntust allir smám saman. — Mér fannst ég læra ákaílega mikið á veru minni þarna, og þar er lika lagður grundvöllur að þeirri skoðun minn, að heimurinn mætti gjarna vera dálitið köflóttari, ekki hver iitur á sinum stað, heldur meira blandað. Þetta likar nú ekki þeim, sem vilja bara sjá hreinræktað fólk. Þetta var lika á þeim árum, sem hugsjóna- eldurinn og bjartsýnin logaði ennþá glatt, eftir lok heimstyrjaldarinnar, og allri smituðust af þessu. — Ég hef oft hugsað.um það, hvað ég hef verjð heppin i lifinu.' Ég hef eiginlega náð i skottið á öllum hlutum. T.d. var ég sem krakki i sveit á afskekktum bæ i Blöndudalnum, Bollastöðum, þar 'sem búið var i torfbæ, mjög snyrtilegum bæ, og þar voru bundnir baggar, og þar var mjólkin unnin heima, skilin og strokkuð, og þessu kynntist ég öllu. Svo fékk ég nasasjón af sildarævintýrinu, þegar ég vann á rannsóknarstofunni á Hjalteyri á menntaskólaárunum. Reyndar fór heldur illa fyrir mér, þegar ég ætlaði að salta sild. Ég vildi endilega reyna þetta og lét skrá mig hjá söltunarstöðinni Svo kom útkall eina nóttina, en ég var ósköp syfjuð, hafði vevið á baili kvöldið áður, svo að ég lúrði áfram, og þegar ég vaknaði um morguninn, var búið að salta. Það varð ekki frekar úr sildarsöltun hjá mér. — Er ekki Paris næsti við- komustaður? — Jú, ég stanzaði ekki lengi hér heirna. Ég fór i.mitt gamla starf hjá utanrikisráðuneytinu, en ' hafði aðeins verið heima i 3 mánuði, þegar mér bauðst starf við sendiráð okkar i Páris, og þangað fór ég og var i 2 ár. Ég á margar góðar minningar frá þeim tima, starfaði með góðum mönnum, Pétri BenediktSsyni, Kristjáni Albertssyni, Herði Helgasyni og Henriki Björnssyni, átti fjölskyldu þeirra að vinum og bjó með þeirri ágætu manneskju og listakonu, Gerði Helgadóttur. — Við Gerður höfðum það stórkostlega skemmtilegt saman. Við bjuggum i gömlu húsi við Rue Daguerre, en fyrir framan húsið var markaðstorg. Þegar þar kom, að þurfti að stækka torgið, þá var það bara stækkað inn undir húsið okkar, og þar sem dróst á langinn að segja undir það súlur til styrktar, tók það að siga og skekkjast. En okkur var alveg sama, og Gerður sagaði bara af gluggunum, þegar við hættum að geta lokað þeim. En við það mynduðust náttúrlega glufur hér og þar, og þegar vetraði, varð ansi kalt hjá okkur. Svo voru nú settar undir okkur súlur, og okkur leið alveg Ijómandi vel. — Annarn veturinn okkar var af einhverjum ástæðum erfitt að fá kol i Paris. Það var náttúrlega ekki heppilegt fyrir okkur i þessu lélega húsi. En ég var með sendi- ráðspassa, og út á hann gat ég keypt kol hjá OECD. Ég var stórtæk og pantaði eitt tonn af kolum, en þegar það spurðist á meðal kaupa héðna á markaðs- torginu, kom til okkar sendinefnd með áköl' mótmæli, þvi að þeir óttuðust, að húsið hryndi yfir þá, ef við þyngdum það með heilu tonni af kolum. Við fórum auðvitað samningaleiðina, þeir geymdu fyrir okkur kolin, og ég seldi þeim hluta af hlassinu i staðinn, enda höfðum við ekkert með heilt tonn að gera. — Þegar við Gerður hófum okkar búskap saman, var hún einmitt að hætta námsferli sinum hjá Zadkin, myndhöggvaranum fræga. Ég var svo heppin að kynnast honum svolitið, hann var yndislegur maður. Itonum fannst hann vera búin að kenna Gerði nóg og sagði, að nú ætti hún að standa ein. Og það vafðist ekki fyrir Gerði, hún rogaðist með stærðar björg upp i ibúðina okkar og logsauð baki brotnu. Vegna Gerðar kynntist ég mörgum erlendum listamönnum, en auðvitað umgengumst við lika . mikið Islendinga, sem var tals- vert ai' i Paris á þessum árum, Valtýr, Thor, Þorvaldur Skúlason o.R. — Já, þetta var sannarlega ánægjulegur timi, og ég hef alltaf miklar taugar til Parisar siðan, reyni að koma þar sem oftast við á ferðum minum. Ég var svo heppin að komast á skrá yfir matarspesfalista i Evrópu, og mér hefur þrisvar verið boðið á rnikla matvælasýningu, sem haldin er i Paris annað hvert ár. Mér er með öllu óskiljanlegt, hvernig sú hugmynd hefur fæðzt, að ég sé einhver sérfræðingur á þessu sviði, en ég þygg boðin að sjálfsögðu með þökkum Há- punktur sýningarinnar er mikil matarveizla, sem landbúnaðar- ráðherra Frakka heldur i Eiffel- turninum, og þar hittir maður allt þetta merka fólk. Ég hafði einu sinni italskan borðherra, frægan blaðamann, sem ég þekkti þó hvorki haus né sporð á. Ég bjáninn spurði hann blátt áfram, hvaö hann skrifaði nú um. Og hannsvaraði: „Mademoiselle, ég skrifa ’um allt það fegursta i heiminum, mat, blóm, konur og hunda.” — De Gaulle gerði mér mikinn greiða með þvi að deyja einmitt þegar ég var að koma til Parisar á eina þessa sýningu. Þegar ég kom inn á hótelherbergi og kveikti á útvarpinu, var byrjað að segja frá láti hans, og það var merkileg reynsla að fylgjast með frönsku þjóðinni þessa daga. í þrjá daga var t.d. útvarp „og sjónvarp gjörsamiega lagt undir fréttir og frásagnir af de Gaulle. Svo komst ég á íréttamanna- pallinn lraman við Notre Dame, þegar útförin fór fram, og það var ákaflega eftirminnilegt, þvi við athöfnina voru saman komnir allir þjóðhöfðingjar heimsins, gamlir stjórnmálajöfrar og helztu kempur álfunnar. — Er nú ekki röðin komin að Vikunni, Elin? — Jú, ég kom heim frá Paris 1951 með Gullfossi, og það næstum beið min sendinefnd frá Vikunni á hafnarbakkanum. Jón Guðmundsson, þá verandi rit- stjóri, var þá orðinn heilsulitill og kominn á spitala, og þá vantaði sárlega aðstoð og báðu mig blessaða að koma og vinna að þýðingum fyrir blaðið a.m.k. hálfan daginn. Það hentaði mér einmitt mjög vel, eins og á stóð, þvi mamma átti við sjúkleika að striöa, og ég gat ekki tekið að mér fulla vinnu. Svo þróaðist þetta starf upp i fullt blaðamannsstarf. Gisli Ástþórsson tók við ritstjórn af Jóni Guðmundssyni, og Gisli varð minn aðalkennari i blaða- mennskunni. Við vorum bara tvö á ritstjórninni þá og urðum að gera allt sjálf, þýða sögur og greinar, taka viðtöl, teikna útlit, brjóta um og lesa prófarkir. Þetta var ágætur skóli. — Það var einmitt á þessum árum, sem ég aðstoðaði vörusýningarnefnd fyrst i sambandi við kaupstefnu, sem haldin var i Belgiu og fór þangað til þess að veita upplýsingar vegna fronskukunnáttu minnar. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafði viðtal við mig, þegar ég kom heim frá Belgiu, og það voru min fyrstu kynni af Morgunblaðinu. En eftir fimm ára starf hjá Vikunni fékk ég starfstilboð frá Morgun- blaðinu. Ég setti tvö skilyrði, að ég lækkaði ekki i launum og að ég yrði ekki sett i hið viðurkennda kvennaefni. Þá var það nefnilega föst hefð hjá Morgunblaðinu eins og viðar, að kvenfólk, sem þar vann, sá um dagbók, kvennasiðu, framhaldssögu eða Velvakanda. En upp frá þessu varð þar á breyting, og nú fá konurnar að ganga i hvaða störf sem er til jafns við karlmennina. — Ég krafðist þessara réttinda, og þá gal maður auðvitað ekki látið standa upp á sig með neitt, varð að vera tilbúin i hvað sem var, klifra um borð i báta, skriða upp fjallshliðar i leit að gosi, vaka jafnvel sólarhringinn út. Ég vona, að ég hafi ekki staðið mig verr en karlmennirnir. — Einhvern tima sá ég. að þú varst kölluð elda— og isapia Morgunblaðsins. — Já, það var vist Birgir Kjaran, sem kallaði mig þetta i grein. Sigurður Þórarinsson komst lika hnyttilega að orði i bók einni, þar sem hann lýsti þvi yfir, að Elin Pálmadóttir væri eina konan. sem hefþi haft afskipti af Framhald á bls. 38. 50. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.