Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 40
Húsgagnaverzlun Guðnumdar, Það eru til húsbóndastólar - hversvegna ekki lika húsfreyjustólar. Þessi stóll hentar allsstaðar. Hvar sem er - hvenær sem er. Góðir greiðsluskilmálar. Komið og reynið viðskiptin. Húsgagnaverzlun Guðmundar, Skeifunni 15, Simi 82898. 40 VIKAN 50. TBL. — Þú yfirleikur, Kid! sagði leikarinn. — Hér ertu með atvinnumenn sem áheyrendur. Kid beindi að honum svörtum augunum. — Láttu þér hægt, páfagaukur, sagði hann. — Eða hvað? sagði Shanville, brosandi sem fyrr. — Ég ér farinn, sagði Richard van Olde upp úr þurru. Hinn mikli maður var ævareiður. Hann var venjulega bleikur á húð, en sýndist nú miklu frekar grænn. Tillit augna- háralausra augnanna var allt að þvl banvænt. — Andartak aðeins, herra van Olde, sagði Queen kommissar. — Hafið það þá stutt. Annars fér ég annaðhvort héðan eins og mér sýnist eða ég hef samband við lögfræðinga mína. — Þó það nú væri. Jæja, herrar minir, þið vilduð allir kvænast ungfrú Ryan. Það var ekki nógu gott. Hún hringdi i ykkur alla i kvöld. Einum ykkar sagði hún að hún hefði ákveðið að giftast honum. Hina tvo hryggbraut hún endanlega. Og annar þeirra kom hingað tafarlaust og skaut hana. Kommissarinn gerði hlé á máli sinu. — Þið þykist vist allir öruggir, hélt hann áfram og sýndi nú tennur. — Þið voruð allir heima i rúmi, þegar við sendum eftir ykkur. Og þótt við séum með kúluna, höfum við ekki fundið vopnið, þrátt fyrir að leitað hafi verið i ibúðum ykkar. Og ekki heldur rykfrakkann og kúreka- hattinn. Og ofan á allt annað full- yrðir hver og einn af ykkur að hannhafi verið sá, sem Modesta gaf jáyrði i simann! Tveir ykkar ljúga — auðvitað til að villa um fyrir lögreglhnni. Og enginn ykkar hefur fjarvistarsönnun. Þið segið allir að, þið hafið verið heima I rúmi, en enginn ykkar getur sannað það. Ekki einu sinni þér, Shanville, þvi að þér hafið svefnherbergi út af fyrir yður og enginn heyrði yður koma heim . . . - Pabbi? Kommissarinn sneri sér undrandi við. Ellery var staðinn upp. Hann var sjálft vonleysið uppmálað. — Það þýðir ekkert að vera að halda þessu áfram, finnst þér það ekki lika? Við skulum láta þetta vera nóg i nótt. Þessir þrir herra- menn fara ekki langt og okkur ætti þvi að vpra óhætt að unna okkur hænublunds. Faðir hans hikaði litið eitt. — Gott og vel, sagði hann svo. En þegar mennirnir þrir voru farnir, sneri hann sér að syni sinum. — Og hver er svo lausnin á gátunni, snillingur? — Hún er einföld, sagði Ellery. Þeir voru við glerdyr inngangsins oglétu fara þar sem minnst fyrir sér. Klukkan var yfir þrjú, hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.