Vikan


Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 40

Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 40
Húsgagnaverzlun Guðnumdar, Það eru til húsbóndastólar - hversvegna ekki lika húsfreyjustólar. Þessi stóll hentar allsstaðar. Hvar sem er - hvenær sem er. Góðir greiðsluskilmálar. Komið og reynið viðskiptin. Húsgagnaverzlun Guðmundar, Skeifunni 15, Simi 82898. 40 VIKAN 50. TBL. — Þú yfirleikur, Kid! sagði leikarinn. — Hér ertu með atvinnumenn sem áheyrendur. Kid beindi að honum svörtum augunum. — Láttu þér hægt, páfagaukur, sagði hann. — Eða hvað? sagði Shanville, brosandi sem fyrr. — Ég ér farinn, sagði Richard van Olde upp úr þurru. Hinn mikli maður var ævareiður. Hann var venjulega bleikur á húð, en sýndist nú miklu frekar grænn. Tillit augna- háralausra augnanna var allt að þvl banvænt. — Andartak aðeins, herra van Olde, sagði Queen kommissar. — Hafið það þá stutt. Annars fér ég annaðhvort héðan eins og mér sýnist eða ég hef samband við lögfræðinga mína. — Þó það nú væri. Jæja, herrar minir, þið vilduð allir kvænast ungfrú Ryan. Það var ekki nógu gott. Hún hringdi i ykkur alla i kvöld. Einum ykkar sagði hún að hún hefði ákveðið að giftast honum. Hina tvo hryggbraut hún endanlega. Og annar þeirra kom hingað tafarlaust og skaut hana. Kommissarinn gerði hlé á máli sinu. — Þið þykist vist allir öruggir, hélt hann áfram og sýndi nú tennur. — Þið voruð allir heima i rúmi, þegar við sendum eftir ykkur. Og þótt við séum með kúluna, höfum við ekki fundið vopnið, þrátt fyrir að leitað hafi verið i ibúðum ykkar. Og ekki heldur rykfrakkann og kúreka- hattinn. Og ofan á allt annað full- yrðir hver og einn af ykkur að hannhafi verið sá, sem Modesta gaf jáyrði i simann! Tveir ykkar ljúga — auðvitað til að villa um fyrir lögreglhnni. Og enginn ykkar hefur fjarvistarsönnun. Þið segið allir að, þið hafið verið heima I rúmi, en enginn ykkar getur sannað það. Ekki einu sinni þér, Shanville, þvi að þér hafið svefnherbergi út af fyrir yður og enginn heyrði yður koma heim . . . - Pabbi? Kommissarinn sneri sér undrandi við. Ellery var staðinn upp. Hann var sjálft vonleysið uppmálað. — Það þýðir ekkert að vera að halda þessu áfram, finnst þér það ekki lika? Við skulum láta þetta vera nóg i nótt. Þessir þrir herra- menn fara ekki langt og okkur ætti þvi að vpra óhætt að unna okkur hænublunds. Faðir hans hikaði litið eitt. — Gott og vel, sagði hann svo. En þegar mennirnir þrir voru farnir, sneri hann sér að syni sinum. — Og hver er svo lausnin á gátunni, snillingur? — Hún er einföld, sagði Ellery. Þeir voru við glerdyr inngangsins oglétu fara þar sem minnst fyrir sér. Klukkan var yfir þrjú, hætt

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.