Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 26
Cabaret — Hef ég ekki séð yður ein- hvers staðar? Með Emil Jann- ings hjá UFA? Þér þekkið lík- lega Emil? Hann er dásam- legur! Heimskingi! hugsaði Brian. Hvern ertu að reyna að blekkja? Sunnudaginn höfðu þau út af fyrir sig. Þau tóku með sér kampavín og reru á báti um vatnið. Þrír vinir í einum báti. Um kvöldið dönsuðu þau í ein- um salnum, þar sem viðareld- ur logaði glatt í arninum og skinið frá eldinum endurkast- aðist frá kristalskrónunni. Þau höfðu drukkið mikið allan dag- inn. Brian var ekki eins vanur drykkjunni og þau hin. Max dansaði við Sally. Hann hélt henni fast að sér. Hann vill eiga mig, hugsaði Sally, en ég neita honum, vegna Brians. — Hafið þið komið til Afr- íku? spurði Max skyndilega. — Við förum þangað, öll þrjú! — Brian, heyrirðu þetta? — Hann er brjálaður! — Hann ætlar að taka okkur með sér til Afríku. Brian gekk að stórum pálma, sem stóð í einu hominu og stakk sér inn á milli blaðanna. — Konungur frumskógarins! Hann var óstöðugur á fótun- um. Eins og til að sýna þeim að hann væri ekki svo drukk- inn, gekk hann að kampavíns- kælinum og hellti í glas handa sér. — Hvað er að þér? spurði Sally. — Líður þér ekki vel? Brian tæmdi glasið í einum teyg. Hún sá að hann tók stefnu að stórum sófa, sem stóð við franskan glugga. Hann settist, með glasið í höndunum, en svo féll hann aftur á bak og glasið datt úr hendi hans og brotnaði á gólfinu. Þegar hún kom til hans, var hann búinn að teygja rækilega úr sér og steinsofnað- ur. Andartak fannst henni sem hún væri einmana og yfirgef- in. Max kom til hennar. — Hann er skemmtilegt barn, en það er dásamlegt að hann skuli vera sofnaður. Hann snerti ekki við henni. Þess í stað gekk hann hægt á ská yfir gólfið, að dymm, sem lítið bar á í horni salarins. Um stund stóð hún vandræðaleg og horfði á eftir honum. Hann leit ekki einu sinni um öxl, en baksvipur hans hafði eitthvert aðdráttarafl. Það var eitthvað krefjandi við þessi hægu skref. Svo fylgdi hún honum eftir. Þau héldu áfram að látast, þegar þau komu aftur til Berl- ínar. En það hlaut að koma að reikningsskilum einhvern dag- inn. Fram að því létu þau sem þau væru öll vinir, ekkert annað. Um tíma héldu þau í alvöru að þau væru á leið til Afríku, það var jafnvel búið að ákveða brottfarardaginn. Það var ekkert ómögulegt fyr- ir Maximilian von Heune, barón. Brian var að setja niður í töskur, einn daginn, þegar Sally kom heim. Hann sá strax að eitthvað var að. —- Hvar hefur þú verið? spurði hann. — Ég er búinn að setja niður í töskurnar. Sally setti flösku á borðið. — Drekktu svolítið kampa- vín, elskan, þetta er með kveðju frá Max. — Þvotturinn þinn er kom- inn . . . Hún hlustaði ekki á hann. — Brian, ég er að hugsa . . . ég veit að ég hef sinnt Max prýðilega . . . Hann þagði og lagði við eyr- un. — Það væri sniðugt, ef hann bæði mig nú um að verða næsta barónsfrú af Regens- burg, væri það ekki? En mig myndi ekki dreyma um að segia já, það geturðu bókað. Þetta er allt látaleikur, sví- virðilegur grímuleikur, hugs- aði Brian. En skyndilega gat hann ekki setið á sér lengur, hann æpti: — Þú ættir bara að hlusta á S’álfa þig! Ætlarðu aldrei að læra að þekkja sjálfa þig? Hún hafði það á tilfinning- unni að hann talaði ekki ein- göngu við hana, hann var að tala til fólksins í Berlín líka. Það var loksins komið að því að' ekki var hægt að þegja leneur. — Að sinna Max! Þú hagar þér eins og stelpukjáni, eins og gleðikona! En þú ert ekki hættulegri en mjólkursúkku- laði! Hvað ímyndar þú þér? Sallv varð fokvond. — Hvers vegna segir þú ekki sannleikann? Þú þolir ekki Maximilian, vegna þess að hann hefur allt sem þú hefur ekki! Hann er ríkur. Hann lif- ir lífinu. Hann er æðislega spennandi og hann kann að elska og dekra við konur! Hún þagnaði og horfði á Brian út undan sér, reyndi að sjá hver áhrif orð hennar hefðu. Brian var náfölur. — Liggur þú þá með Max! öskraði hann. — Já, vissulega. — Það geri ég líka! öskraði hann og var nú orðinn frávita af reiði. — Svín ! . . . Brian var ekki fær um að hugsa rökrétt. Hann æddi út á götuna. Þetta var einn af þeim dögum sem brúnstakkar Hitl- ers voru reglulega á ófriðar- stjái, þeir stóðu á verði við verzlanir með hakakrossfána í höndunum. Einn gekk í veg fyrir Brian, sem greip í jakk- ann hans og slengdi honum upp að vegg og öskraði: — Bæði félag ykkar og öll ykkar skrif eru skítur. Og það eruð þið s’álfir! Hann reyndi að rífa af hon- um hakakrossfánann, en þarna var annar kominn. Þeir voru stórir menn og tveir móti ein- um. Þeir slógu hann niður. Þegar Brian komst á fætur, sá hann varla og það var rétt svo að hann gat staulazt heim. Þegar Sally var búin að binda um sár hans og honum var farin að renna reiðin, sýndi Sally honum bréf, sem hún var nýbúin að fá. Það var frá Max, sem sagði að vegna f4ölskyldumálefna væri hann nevddur til að fara strax til Argentínu . . . —• Hann sendi þetta hérna með bréfinu, sagði Sallv og raðaði seðlum á rúmteppið, rétt eins og hún væri að leggja kabal. — 300 mörk fyrir okkur bæði, ] mörk fyrir hvort okkar. Ef þú reiknar okkur tímavinnu, þá erum við ekki mikils virði. — Brian, sagði Sally, — ég er leið vfir þessu! Og lífið gekk sinn vanagang. Þangað til hún stóð við hlið hans einn daginn, þegar hann sa+ á bókasafninu. Hún var í toðkápunni, sem fór henni svo illa og honum var ljóst að eitt- hvað hafði komið fvrir, eitt- hvað. sem myndi setja allt á ennan endann einu sinni enn- þá. Hvað er að, Sally? — Fjandinn hafi það, ég er barnshafandi! Hann varð sjálfur undrandi yfir þeirra viðkvæmnisöldu, sem hann fann með sjálfum sér. Hann fór með henni heim til frú Schneider, heim til þeirra. —• Ætlarðu ekki að spyrja neins? sagði Sally. — Allt í lagi. Hver á barn- ið? — Ég veit það ekki. — Hvað ætlarðu að gera7 — Eg get ekki alið þetta barn, sagði hún. Hún átti erfitt með að finna réttu orðin, röddin var hálf brostin. — Læknirinn, sem ég fór til, bauðst til að losa mig við fóstr- ið. En það verður dýrt. Ég get selt loðkápuna. Brian sagði: — Ég vil kvænast þér! Þau urðu að halda upp á þessa ákvörðun. Sally skreytti herbergið sitt, kveikti á kertum og stóra her- bergið var eins og kirkja, og þetta var þeirra leynilega vígsla, þar sem enginn var við- staddur, nema þau tvö. — Skál fyrir framtíðinni! — Ef ég verð heppinn, þá fæ ég dósentstöðu við háskólann í Cambridge, sagði Brian. — Ég er viss um að þú kannt vel við þig þar. — Það veit ég. Og ég reikna með að maður elski alltaf börnin sín, heldurðu það ekki? Þau elska líka foreldrana. — Þau eiga ekki annarra kosta völ. Skál fyrir þér og barninu! — Þetta er líklega þitt barn, en við getum auðvitað ekki verið örugg um það. — Það getur komið síðar í Ijós, sagði hann. —• Og þér er sama? Er það öruggt? — Já, alveg öruggt! — Skál fyrir barninu! Það var eins og tjaldið hefði verið dregið frá fyrir öðrum þætti, nýjum þætti. Sally var samt ljóst að hún var að látast. Þau höfðu skipt með sér hlut- verkum og skrifað textana. Hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um að þetta væri veruleiki, að allt yrði gott á endanum, að hvert orð sem hún sagði væri alvara. — Það verður allt í lagi hjá okkur, sagði hann. — Ætlarðu líka að elska mig, þegar ég verð eins og upp- blásin blaðra? Framhald á bls. 51. 26 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.