Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 51

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 51
3M - AÐ PRÍLA UPP GAFLINN Framhald af bls. 37. frumlegri og flóknari lög, fólk vill ekki hlusta svo mikið á svoleiðis, þegar það er að skemmta sér á dansleikjum. Þannig músík er frekar til að setja á plötu og hlusta á heima í stofu. Sem sagt, það skiptir mestu máli, að fólkið sé ánaegt." Þetta er nokkurs konar sam- eiginleg yfirlýsing frá Mánum og þess má geta, að það er allt- af stemmning hjá Mánum. Og þá er það spursmálið stóra. Þar sem Mánar er greini- lega eina hljómsveitin, sem eitthvað spilar að ráði fyrir fólkið í Flóasveitinni, er þá ekki hætta á því að fólk geti fengið leiða á ykkur? „Fyrir það fyrs+a, þá erum við að eigin áliti ekki með neitt ,,júnk“ í prógramminu. Það mundi ekki þýða mikið. Það er eins og fólk leggi meiri áherzlu á að hafa gott tempó, heldur en laglínu, sem allir geta sungið. Það má ekki vera með mikið af lögum, þar sem mikið er um stopp og breyt- ingar á takti.“ Þetta hafði Björn að segja um spursmálið stóra, og í því felst svarið við spurningunni um það, hvað gera skuli til þess að fólk fái ekki leiða á hljómsveitinni. — (Breyta nógu oft um andlit?). Nú þegar allar meiriháttar íslenzkar popphljómsveitir eru farnar að flytja eitthvað frum- samið efni, þó stundum- sé það af nokkuð veikum mætti, þá liggur beint við að spyrja, hvort þeir hafi samið eitthvað og hverjir semji. „Við semjum hérna fjórir, þ. e. allir nema Gunnar Jökull. En það er ein- göngu fyrir plöturnar, sem við semjum. Við erum ekki með neitt frumsamið á prógramm- inu okkar núna,“ svaraði Björn. „Okkur finnst öllum gaman að fást við erfiða músík, eins og t. d. lög eftir Jethro Tull. Þau eru dálítið þungmelt, svona til að byrja með,“ hélt Björn áfram, „fólkið verður að fá þau í smáskömmtum til þess að allt komist til skila. Þetta má þó ekki skilja svo, að fólk sé eitthvað aftarlega á merinni í músík hér fyrir austan, skilji ekkert nema gömlu dansana. Það er langt frá því.“ Nú, ef fólk er ekki aftarlega á merinni í músík fyrir aust- an, hvar þá. Hvergi? Á ég að trúa því, að allir fylgist vel með í músík? Varla. Músík- merin gengur laus og það geta allir brugðið sér á bak, bæði aftarlega og framarlega. hve- nær sem er og hvar sem er. Með öðrum orðum, það eru ekki allir jafnvel heima í mús- ik og þeir halda. Þar sem Mánar hafa óneit- anlega nokkra sérstöðu, hvað varðar atvinnumöguleika á Suðurlandsundirlendi, hafa þeir að mestu haldið sig þar. En nú er það spurning hversu lengi þeir endast til að spila þar að mestu. Hefur Reykja- víkursvæðið ekki freistað þeirra? „Það eru svo margar hljóm- sveitir í Reykjavík, sem berj- ast. um að fá að spila í þessum tveimur húsum, sem hægt er að spila í, að það er ekki á það bætandi. Að reyna að komast þar að, væri lítið annað en erf- iðið. Þess utan höfum við al- drei reynt neitt til þess að fá að spila þar.“ Það er rétt, að mikill skort- ur er á fleiri samkomuhúsum á Reykjavíkursvæðinu, þó mörgum finnist án efa ekki á það bætandi. Það eru því margir, sem flýja borgina um helgar og fara frekar á sveita- ball með Mánum einhvers stað- ar á Suðurlandsundirlendinu. Nú þegar vegurinn er orðinn þolanlegur, leggja margir land undir fót um helgar, frekar en að hanga á yfirfullum sam- komuhúsum í Reykjavík. Og hver láir þeim það? Það er staðreynd, að næstum helming- ur þeirra sem sækja dansleiki hjá Mánum, er oft og tíðum aðkomufólk. Það er þá næsta óþarfi fyrir Mána að sækja í bæinn í atvinnuleit, þar sem fólkið kemur til þeirra. Eins og skrifað stendur. Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs, kem- ur Múhameð til fjallsins. ☆ CABARET Framhald af bls. 26. — Já, að sjálfsögðu. Hví skyldi ég ekki gera það? — Brian, er þetta ekki stór- kostlegt? Hugsaðu þér hve allt er orðið einfalt nú. Gegnum þetta barn! — Þetta er mikilvægasta barn í heimi. — Síðan Jesús fæddist. — Þetta verður líka ákaf- lega merkilegt og óvenjulegt barn. — Það verður barn. Lítið einbýlishús í Cam- bridge? Með barnagrind í svefnherberginu og hökusmekk á stólbaki? Hve langur tími myndi líða þangað til fullt hat- ur yrði á milli þeirra? Hve langt yrði þar til hún eyddi hverju kvöldi á næstu knæpu? Hún myndi aldrei verða eins og hann hugsaði sér. Þetta var hennar heimur. Þessi gerviveröld, sem þefjaði af svita, sígarettureyk og ryki, þar sem fólkið var leikbrúður með ruddalegum grímum fyrir andlitinu. En þetta var hennar líf, hér var hún Sallý. Hún ætlaði að verða fræg. Einmitt hér. Hún kom heim í morgun- skímunni. Brian lá í rúminu, alklædd- ur, hann hafði beðið hennar vakandi alla nóttina. Glugga- tjöldin í stóra herberginu hennar voru aðeins dregin fyrir til hálfs og það var hálf- rökkur í herberginu. Hún var ekki í loðkápunni og hann hlaut að hafa tekið strax eftir því. — Góðan daginn, elskan! Hann svaraði ekki. — Elskan, viltu gá hvort ekki er til koníakslögg? sagði hún. Hún reyndi að finna aftur gamla talsmátann, frá þeim tíma, þegar allt var öðruvísi. Hann yrti ekki á hana, en fylgdi henni eftir með augun- um og það var augljóst að hon- um bauð við því sem hann sá. — Þú ert kannski að velta því fyrir þér hvar ég hef verið, sagði hún. — Það dróst á lang- inn. — Hvar er loðkápan þín? Hún svaraði ekki. — Svo þú hefur þá látið verða af því, er það ekki? — Verða af hverju, elskan? — Losað þig við fóstrið. Hún svaraði engu, þess þurfti ekki. Hann reis upp, eins og hann vildi taka við þessum fréttum standandi. — í guðs bænum, Sallý, hvers vegna? — Mér bara datt það í hug. —- Með hvaða rétti . . . ? — Ef þig langar til að lemja mig, því gerir þú það þá ekki? — En þú vildir sjálf eign- ast þetta barn . . . Hún fleygði sér í rúmið, dauðþreytt, hún gat ekki hugs- að sér að rífast við hann. — Elskan, viltu nú ekki vera svo góður að lofa mér að sofa svolitla stund? Hann vildi ekki gefa sig. — Segðu mér hvers vegna þú gerðir þetta. — Hvað á ég að segja? — Ég geri ráð fyrir að Max Reinhardt hafi allt í einu skot- ið upp kollinum á þessari knæpu þinni, eða einhver sem á góðan vin sem þekkir leik- stjóra og lofaði þér hlutverk í kvikmynd, ef þú vildir leggj- ast með honum. — Heldurðu það? — Sg verð að fá að vita það. Á GðbS 50. TBL.VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.