Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 19
og kvenkyninu nafði hann ekki haft mik.inn áhuga á til þessa. Svo aö þegar hann varð ástfanginn af Modestu, þá var það sú volduga ástriða sem fylgir fyrsta skiptinu. Modestu fannst það hrifandi reynsla að halda þessu unga villidýri i skefjum. Richard van Olde var allt öðruvisi freisting. Hann var lágróma, enda hafði hann enga þörf á þvi að hafa hátt. Hann hafði bæði metorð og eignir. Modesta Ryan var fyrsta konan, sem hafði haft áhrif á hann svo nokkru næmi þessi tólf ár, sem liðin voru frá dauöa konu hans. Og Modestu vildi hann fá. Hann var af þeirri gerðinni sem tekur skyndilegar og óafturkallanlegar ákvaröanir, og hann bað Modestu þegar i upphafi kynna þeirra og gekk siðan óþreytandi á eftir henni með grasið i skónum. Og það var eitthvað i þessum blek- bláu augum hans, sem nær engin augnahár fylgdu, og þögulli framkomunni, sem hafði á hana þau áhrif að hUn titraði öll eins og óreynd jómfrU. Jock Shanville hentaði henni eins og hanski hönd, Catt hinn ungieggjaöi hana og Richard van Olde hreif hana. Hvern þeirra átti hUn að velja? Siminn hringdi i sömu svipan og Ellery laut niður til aö hnýta skóþveng sinn. — Það er til þin, hrópaði faðir hans, Queen glæpakommissar, sem var inni i hinu svefn- herberginu. — Klukkan kortér i tólf? Ellery tók upp simtólið hjá sér. — Já? — Ellery? Þetta er Modesta Ryan . . . — Modesta. Ellery lagaði ósjálfrátt á sér hálsbindið. Hann hafði þekkt hana árum saman og alltaf þegar hann heyrði rödd hennar, var það eins og i fyrsta sinn. En nUna þóttist hann heyra að þessi dæmalausa rödd væri ekki laus við skjálfta. — Hvað er að? — Ellery, ég er i klipu, hvislaði hUn. — Geturðu komið til min undireins? — Auðvitaö. En hverskonar klipa er það? — Ég get ekkert sagt þér i simann. Ég er ekki ein . . . — Er það nokkuð i sambandi við þessa biöla þina? — Já, ég ákvaö mig i dag. Og sagöi hinum um leið hvað til þeirra friðar heyrði. En vertu fljótur! — Modesta, biddu aðeins! Segðu mér að minnsta kosti hver þaö er, sem hjá þér er . . . Ekkert svar. Siminn var dauður. Ellery reif með sér regn- frakkann sinn og rauk svo af stað. Göturnar voru mannauðar og regnið slikt að þær voru orðnar að fljótum. Ellery ók austur eftir i áttina að Central Park og dró ekki Ur ferðinni, svo að það bullaði og freyddi aftur Ur bilnum. Hann komst þvert i gegnum garðinn og yfir Fimmtu tröð og Madison Avenue á engum tima. Sextiu sekUndum siðar beygði hann fyrir hornið frá Park Avenue og inn á hliðargötu, þar sem einstefnu- akstur var til vesturs, og skimaði um eftir stæði. Og hvert sem auga leit stóðu bilar i löngum röðum, hvergi bil á milli. Ellery ók hægt um og reyndi að stilla sig. Það var næstum ógern- ingur að finna autt stæði fyrir bil i New York, einkum þó þegar hann rigndi . . . Athenia-ibUöirnar voru I norð- austurhorninu, mjög nærri Madison Avenue. Milli hornsins og gangstéttartjaldanna á Atheniu kom hann loks auga á bUt af gangstéttarbrUn, sem enginn bill skyggði á, og steig á bensin- gjafann. En þegar hann kom á áfangastaö sá hann skilti með áletruninni: „Bannað að leggja bilum”. Þetta var biöstöð fyrir strætisvagna. Þaö hefði hann nU átt að hafa getaö sagt sér sjálfur! Hann sneri og ók aftur til Madison Avenue og siðan áfram, reiðu- bUinn til aö gera sig ánægðan með fjögurra metra autt bil við gang- stéttarbrUn hvar sem væri. En hvergi var stæöi laust. Hann ók aftur inn á götuna sem Modesta bjó við, órólegur og gramur. Guöirnir mega vita hvaö gengur á þarna uppi, hugsaöi hann æfur. Hann kenndi freistingar til aö leggja bilnum viö biðstöðina, en ættgeng viröingin fyrir lögunum kom i veg fyrir það. Ekkert kraftaverk hafði borið að höndum. Hvergi var enn hægt að leggja bil viö götu Modestu. Hann stundi þungan og ók aftur inn á Madison Avenue. — Þetta reyni ég ekki aftur, sagði hann við sjálfan sig. — Modesta heldur náttUrlega að ég ferðist um riðandi á asna. Ég legg bara utan á einhvern annan. Þegar hann ók siðasta hringinn haföi hann tekið eftir bil, sem lagt hafði verið rangt. Við gang- stéttarbrUnina milli tjaldanna utan á Atheniu og inngangsins að næstu byggingu stóðu þrir bilar i röð, og þeim fjórða var lagt fyrir framan þann i miðið. Þessi fjóröi bfll var með merki sem gaf til kynna að eigandinn væri læknir. Og enn ók Ellery upp Park Avenue til Madison. Hann var rétt i þann veginn að hemla hjá læknisbilnum þegar tvö ung pör komu göslandi Ut Ur leiguhUsinu i suðausturhorninu, hlupu svo skvetturnar gengu frá þeim i allar áttir yfir að tjöldunum á Atheniu og snöruðust inn i einn bilanna þriggja, sem rétt var lagt. — HUrra! sagði Ellery kald- hæöinn, og þegar bjargarar hans óku á brott bakkaði hann framhjá ranglagða bilnum og inn á auða stæöið næst tjöldunum. Fimm minUtur yfir miðnætti! Hann hafði misst tiu minUtur á þvi að leita aö stæði! Ellery kom sér undir tjöldin i tveimur gifurlega löngum skrefum eða öllu heldur stökkurn, hljóp inn I forsalinn og hristi vatnið af hattinum. Myrkur var i forstofunni. Kjallarinn var sjálf- sagt fullur af vatni og rafmagnið af. — Dyravöröur! hrópaði hann inn I myrkrið. — Kem. Kveikt var á vasaljósi, sem færðist hratt i áttina til hans. — Hvern vill herrann hitta? — UngfrU Ryan i þakibUðinni. Er lyftan i lagi? — Nei. Dyravörðurinn virtist eitthvað hikandi. — Það er orðið dálitið framorðið. Simaborðiö er ekki heldur i sambandi . . . — HUn á von á mér, sagöi Ellery. — Hvar er stiginn? — Þessa leið. Dyravörðurinn vagaði af stað yfir gólfið og lýsti Ellery aftur fyrir sig. Þegar þeir komu að neyða’rUtganginum, opnuðust dyrnar og maður hraðaði sér framhjá þeim. Hann var nærri samstundis horfinn i myrkrið. Ellery sá hann aðeins i svip. Hann hljóp i keng, svo að ómögulegt var að giska á hæö og aldur. Hann var i tvihnepptum, brUnleitum rykfrakka, sem var hnepptur alveg upp að höku vinstra megin, og með brUnan kUrekahatt, sem dreginn var niður yfir andlitið. Eitthvað fannst Ellery maður þessi tortryggilegur, en hafði engan tima til að kanna það mál nánar. Hann hljóp upp marmara- tröppurnar, sem engan enda virtust ætla að taka, og bað þess i hljóði að rafhlaðan i vasaljósinu hans, sem var i lögun eins og penni, entist nógu lengi. Stigarnir voru ellefu talsins, og þegar hann loksins komst alla leið upp, sá hann sjálflýsandi konfetti i myrkrinu. Hann blés mæöinni og lýsti kringum sig, fann dyrabjölluhnappinn við eldhUs- dyrnar og studdi á hann án þess að draga af sér. Hann heyrði suð innan Ur ibUðinni — en annars ekkert. Hann tók i snerilinn. Dyrnar voru ólæstar. Ellery steig inn I eldhUs Modestu og hélt áfram gegnum vængjadyrnar inn i matsal hennar. Kerti i stjaka á framreiðsluborðinu kastaði hálf- gerðu villuljósi yfir herbergið. Gangurinn fyrir handan var myrkur. — Modesta? Hann þreifaði sig áfram inn i ganginn, lýsti fyrir sér með vasa- ljósinu, sagði við sjálfan sig að Modesta væri áreiðanlega að hrekkja hann og hefði valið nótt eins og þessa til þess stemningar- innar vegna .... Eitt andartak — þegar hann kom inn i dagstofuna hennar — var hann viss um þetta. Þar logaði á tveimur sjöarma ljósa- stikum og þar sem birtan var mest lá hin mjög svo aðlaðandi vaxna Modesta i stórsmekklegum morgunslopp á gólfinu, sem var gert með italskar fyrirmyndir i huga, rétt hjá flyglinum, sem var lagður perlumóður. A sloppnum á kviöi Modestu var eitthvað sem minnti á kUlugat, og efnið i kring var allt Utsullað i einhverju, sem við fyrstu sýn virtist vera tómatsósa. En tómatsósa var það ekki. Og gatið var engin missýning, það var meira að segja sviöið á jöðrum. Hann tók á pUlsi hennar. Æðin sló enn, en sá sláttur mátti ekki vera minni. Af lifi hennar var aðeins eftir neisti, og sá neisti var að slokknun kominn. Ellery þaut að simanum fremur af gömlum vana en að hann byggist við að hann væri i sambandi. En honum til undrunar var siminn það. Hann hringdi fyrst eftir sjUkrabil og siöan heim til föður sins. Svo rauk hann af stað gegnum ibUðina til eldhUsdyranna og i stökkum nibur stigana ellefu. Ef hUn deyr, hugsaði hann, ætti að handtaka alla bilana á stæðunum hér i kring sem með- seka. MinUturnar tiu, sem hann hafði eytt i að leita að auðu stæöi heföu getað bjargað þvi, sem eftir var af lifi Modestu Ryan. Hann þaut framundir gang- stéttartjaldið, og furðulostinn dyravörðurinn á eftir honum. Cti hafði ekkert breytzt. Það rigndi eins og hellt væri Ur fötu og flæddi eftir götunum. Sömu þrir bilarnir og áður stóðu i röð milli inn- gangsins að Atheniu og næstu byggingar, hans eigin var sá næsti. Sami læknisbillinn var ennþá á sinum ranga stað framan við þann i miðjunni og lokaði hann þannig inni. Og auðvitað sást ekki tangur eða tetur af manninum i ryk- frakkanum. — Það var sem sé þetta, sem skeði? sagði Queen kommissar við dyravörðinn, þar sem þeir ræddust við i skininu frá ljósum lögreglunnar. — Þér voruð hér að störfum frá þvi klukkan fjögur siðdegis og áttuð að fara heim um miðnætti, en urðuð kyrr af þvi að óveðrið seinkaði þeim, sem átti að taka við af yður. Þér yfirgáfuð aldrei forsalinn. Enginn gæti hafa læðst framhjá yður, er það ekki rétt? UngfrU Ryan kom heim frá æfingunni i leigubil um sjöleytið. HUn var ein. HUshjálpin hennar Framhald. á bls. 39. 50. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.