Vikan


Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 14.12.1972, Blaðsíða 39
LOVE STORY Metsölubók um aílan heim HILMIR HF. þau ósköp úr þeirri ferð i Morgun- blaöiö, aö ég veit ekki, hvort ég á aö fara nákvæmlega út i hana hér. Ég flaug meö Cargolux til Singapore og Astraliu og frá Bankok og þaö verö ég aö segja, aö þeir hjá Cargolux hafa valinn mann 1 hverju rúmi, þvi aö ég flaug þarna með þremur áhöfnum og allir reyndust þeir mér hver öörum þægilegri. — Finnst þér aldrei neitt óþægilegt að ferðast ein? — Nei, ég vil helzt ferðast ein. Ég vil komast i náin kynni við fólkið á hverjum stað, kynnast siöum heimamanna, borða þeirra mat. Allt þetta er auðveldara, ef maður er einn. Og ég gæti ekki hugsað mér að fara i hópferð með leiðsögumanni, eiga að vera komin á vissum tima á vissan staö, láta skikka sig eitt og annað. Þetta er nú m.a. orsökin fyrir þvi, aö ég hef aldrei komið til austan- tjaldslands, þvi þar er allt ákveðiö fyrirfram og maður fær engu að ráða um það, hvað maður sér og hverju maður kynnist. — Eftir þessa yfirlýsingu liggur nú beinast við að hoppa inn i pólitikina. Hefurðu alltaf verið pólitisk? — Æ, þaö get ég ekki sagt. Ég hef aö visu alltaf heldur hallast til hægri og fylgt Sjálfstæöis- flokknum, en engan þátt tekiö I pólitik, fyrr en nú. Reyndar var ég varamaður Vöku i stúdenta- ráöi, þegar ég var i háskólanum, og þaö var mikið lif i tuskunum. Viö höföum ógurlega mikið vit á öllum málum i þá daga og geröum ályktanir um alla skapaöa hluti. En ég lenti nú hálf- partinn óvart inn i framboö til borgarstjórnarkosninga. Ég var erlendis, þegar prófkjörið fór fram og dróst á það að vera með á listanum nokkrum dögum áöur en ég fór. Ég varð svo meira en litiö undrandi, þegar ég kom heim og sá, hvab ég hafði orðið ofarlega i prófkjörinu. En ég er fegin, að ég er bara varafulltrúi, þvi ég þarf sjaldan aö sitja á borgarstjórnar- fundum, þar sem ræðuhöld og debat fer fram. Hins vegar komum við fulltrúar og vara- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins saman vikulega til fundar um þau málefni, sem á döfinni eru^og skiptum með okkur nefndar- störfum, og þannig kynnist maður málefnum borgarinnar ágætlega og hefur möguleika til aö koma sinum hugmyndum fram. Ég hef ánægju af þessu. En þaö er timafrekt. — Hvernig gengur þér að aðlagast hversdagslifinu hér heima á fslandi, þegar þú kemur heim úr heimsreisunum? — Vel, ég hef alltaf nóg að gera. Þaö er blaðamennskan, og það eru borgarmálefnin, og svo eru feröalögin innan lands. Annars þarf maöur ekki að fara i langferð til aö njóta landsins okkar. Þaö eru ótrúlega margir fallegir og ósnortnir staöir i næsta nágrenni Reykjavixur. Viö erum nokkur saman i hópi, sem fer iðulega i gönguferðir á sunnudögum ein- hvers staðar i grenndinni. Oftast þannig, að einhver byrjar að hringja i hádeginu á sunnu- dögum, og svo ökum viö af stað i 2—3 jeppum og leggjum þeim ein- hvers staðar við veginn og göngum út i bláinn i 2—3 tima. Svo fáum viö okkur kaffi úr hita- brúsum, þegar við komum aftur aö bílunum, og drifum okkur svo heim fyrir kvöldmat. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og hressandi. — Þú virðist kunna vel að njóta lifsins, Elin. Finnst þér lif þitt ekki vera orðið talsvert ævintýra- rikt? — Manni virðist það svona, þegar farið er að rifja þetta upp allt i einu lagi. Auövitað er erill og þras inn á milli eins og gengur. En eitt geturðu bókað: Mér hefur aldrei leiðst á allri minni æfi. ÞRÍR ÚTVALDIR Framhald af bls. 18. fór um áttaleytið. Milli átta og nokkrar minútur yfir ellefu fóru hér aðeins um fimm manneskjur. Allt fólk sem búið hefur hérna lengi. Hálftólf spássérar svo herra Rykfrakki inn i forsalinn. Fimm minútum síðar kemur læknir, sem roskinn leigjandi haföi fengið til sin, kona sem liggur veik i ibúðinni 4 G. Hann kemur akandi að innganginum og kvartar yfir þvi að hann finni hvei'gi laust stæði. Þér ráðleggiö honum að leggja utan við ein- hvern annan . . . — Hann er ennþá kyrr i 4 G, sagöi Velie lögreglufulltrúi. — Og leigjendurnir fimm hafa lika pottþéttar fjarvistarsannanir. — Og þá er það herra Rykfrakki. Þér fullyrðið að hann hafi ekki komið i leigubil. Þér sjáið ekki framan i hann af þvi að hann lét hattinn slúta og hafði brettupp frakkakraganum. Hann talar hvislandi eins og hann væri með kvef. Hann segist vera að heimsækja ungfrú Ryan, og að hún eigi von á honum. Þér bendið honum á aö hann verði að ganga upp til þakibúðarinnar, og hann hverfur upp stigana. Annað sjáið þér ekki af honum þar til nokkrar minútur yfir miðnætti, er hann smýgur framhjá yður og — bætti kommissarinn við bliðlega — þessum hérna frábæra Ellery Queen. Ellery leit tómlega til fööur sins. Svo sneri hann sér að dyra- verðinum. — Tókuð þér eftir hve blautur hann var þegar hann kom inn i forsalinn? — Hann var ekki blautari en þér, herra Queen, sagöi dyra- vörðurinn. — Skrifuðuö þér nafn mitt rétt, fulltrúi? — Það verður framtiðin að dæma, svaraði Velie. — Hæ Goldie! Hvað er að frétta? Lögregluþjónninn úr glæpa- lögreglunni, sem inn kom, hristi sig eins og hundur af sundi. Hann upplýsti að hann hefði vakið upp húshjálp Modestu I ibúð hennar i Harlem. Sú blessuð manneskja. vissi ekki annað en að ungfrú Ryan hafði hringt i þrjá menn þegar eftir að hún kom heim — fyrst i Kid Catt, siðan i herra Shanville og loks til herra van Olde. Húshjálpin hafði hinsvegar ekki lagt sig niöur við að hlera, svo að hún vissi ekki hverja Ryan hafði hryggbrotið og hver hafði orðið sá hamingjusami. — Nokkuð að frétta frá sjúkra- húsinu ennþá? muldraði kommissarinn. — Það er alvarlegt, sagði Velie fulltrúi. — Hefur hún getað sagt nokkuð? — Það er ekki meira en svo að hún dragi andann, kommissar. Hún er ennþá meðvitundarlaus. — Þá verðum við að fara Krýsuvikurveginn, sagði hinn roskni kommissar þungbúinn. Það er alveg óhætt að treysta þvi aö herra Rykfrakki var annar þeirra, sem fékk sparkið. Og hann var ekkert að sóa timanum. Jafnskjótt og næst i þessa þrjá, þá veröur farið með þá upp i þak- ibúðina. Kemur þú, Ellery? Sonur hans andvarpaði. — Ef ég bara hefði fundið laust stæði undireins og ég kom . . . Hann fékk tómlega hlátra sem svar. Tuttugu minútur yfir tvö var kommissarinn búinn að yfirheyra þann siðasta af þeim þremur. Hann gekk inn i dagstofu Modestu, þar sem Ellery var fyrir og starði ásökunaraugum á simann. — Ertu kominn nokkuð áleiöis? — Ég er búinn að hringja i hvert einasta blað i borginni og alla nánari vini hennar. En hún hefur ekkert látið uppi. Faðir Ellerys tuldraði eitthvað fyrir munni sér. Svo kallaði hann inn i ganginn; — Biðjið herrana þrjá að koma inn. Shanville brosti stift. er hann lét sjá sig. — Jæja, og hvað þá? Pinubekkurinn? Kid Catt leit út eins og hálf- rotaður. Vöðvamikill skrokkur hans sökk slyttislega niður i stól og hann starði tómum augum á kritarmerkin á steingólfinu hjá flyglinum. — Hver gerði það? tautaöi risinn. — Látið mig bara vita hvor þeirra það var. 50. TBL. VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.