Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 5
Roðnar og iítur niður Kæri Póstur! Ég vil byrja á því aö þakka þér fyrir allt gamalt og gott i Vikunni. Ég les alltaf Vikuna vegna þess aB ég er póstur hennar. Þannig er mál meö vexti, aö ég er hrifin af strák, sem er 14 ára, en ég er 12 ára. Ég mæti honum oft á göt- unni, og þá brosir hann alltaf til ! min. En ég er svo agalega feimin, aö ég roöna og lit bara niöur. Vin- konur mlnajíeru alltaf aö striöa mér á þessu. Viltu svo, elskulegi Póstur minn, svara mér fljótt. Hvaö lestu úr skriftinni, og hvernig er stafsetningin? Flestar 12 ára stelpur eru búnar aö fá áhuga á strákum, en eru feimnar viö þá og lita bara undan og roöna. Þaö er allt i lagi aö láta þar viö sitja enn um sinn, þó jörö- in mundi aö sjálfsögöu ekki gleypa þig, þó þú hleyptir i þig kjarki og brostir á móti svona einu sinni. Þaö væri gaman aö vita, hvort hann roönaöi þá ekki bara sjálfur. Skriftin bendir til hlédrægni. Stafsetningarvillur voru of margar I svona stuttu bréfi. Kvöldskóli Kæri Póstur! Viltu vera svo vænn aö svara mér. 1. Hvernig eiga fiskar (stelpa) og hrútur (piltur)saman? 2. Hvaö kostar aö fara i kvöld- skóla, og hvar er hann til húsa? 3. Ætli hægt sé aö taka 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla saman? 4. Aö slöustu, hvernig er stafsetn- ingin og skriftin, og hvaö lestu úr henni? Meö fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. B.J. 1. Vel. 2. og 3. Samkvæmt auglýsingu I dagblööunum I september er • Kvöldskólinn til húsa I Lauga- lækjarskólanum, og eru skóla- gjöld 4.500,00 kr á mánuöi. Skól- inn var settur 27. september, en um frekari upplýsingar visast til viökomandi skóla. Námsflokkar Reykjavlkur reka einnig kvöldskóla. 4. Bréfiö þitt var rétt stafsett, nema þú deilir þeirri villu meö svona á aö gizka 70% þeirra, sem Póstinum skrifa aö hafa y i sögninni aö birta. Skriftin er vandvirknisleg, en ekki beinlinis falieg, gefur til kynna nákvæmni og reglusemi. Textabirtingar Póstur góöur! Sér Vikan sér fært aö birta danslagatexta? Þá bæöi erlenda og innlenda, sem nýjastir eru hverju sinni? Ég held þaö yröi Vel þegið. Hvernig eiga saman vógin (kona) og tvlburamerki Omrl- maður)? Hvaölestuúr skriftinni? Eins og þú hefur eflaust tekiö eftir, höfum viö fastan þátt fér I blaöinu um popp, 3M — músfk meö meiru, og þar hafa stöku sinnum birzt textar, Frekari þjónusta i þessum efnuiú er nú ekki i bigerö, en ég skal koma óskum þinum á framfæri viö Edvard. Sambúö vogar og tvi- bura getur vel blessazt, ef hún sýnir skilning og hann bliöu. Skriftin bendir til hreinskilni og félagsiyndi. Ásatrúuð Elsku Póstur! Getur þú ekki frætt mig um þaö, hvar og hvernig maður getur gengið I Asatrúarfélagiö, en ég hef mikinn áhuga á þvT. Vonandi lendir þetta bréf ekki I ruslakörf- unni. Hvernig er skriftin, og hvaö lestu úr henni? Ein fróöleiksfús Sveinbjörn Beinteinsson, bóndi á Draghálsi, Hvalfjarðar- strandarhreppi I Borgarfiröi, er allsherjargoöi og getur aö sjálf- sögöu veitt þér allar upplýsingar. En ef þú getur beöiö vitundar ögn, er ég viss um, aö þeir ásatrúar- menn efna til fundar eöa blóts, áöur en langt um liöur, og þá hiýt- ur þú aö geta gengið I söfnuöinn. Skriftin er góö, en óþarflega smá, bendir til smámunasemi og nán- ast einstrengingsháttar. Svar til „Hlunku" I iklega hefuröu ekki gert rétt i þvi aö skrifa piltinum, jafnréttis- málin eru nú ekki komin lengra en svo, aö karlmenn vilja endi- lega hafa frumkvæöiö I ásta- málunum. Auk þess er heldur ó- liklegt, aö pilturinn sé hrifinn af þér, á þessum árum munar mikiö um 3 ár, og trúlega finnst honum þú ennþá vera barn. E.t.v. hcfur hanji tekiö eftir þvi, aö þú ert hrifin af hinum og hefur gaman af aö ala á hrifningu þinni. Svoleiðis kitlar alltaf hégómagirndina. Láttu hann eiga sig, og snúöu þér aö jafnöldrum þinum. Stafsetn- ingin er ekki vonlausbjá þér, en i öllum bæpum, vandaöu skrift og uppsetningu meira. tJr skriftinni má lesa fljótfærni og óraunsæi. Hvað á ég að gera? Notaðu SUPER COREGA Svarið er einfait. Þetta nýja tannlím heldur gervitönnunum á sinum stað. ÞaÖ er jafnvel betra en gamla, góða COREGAtannlimið,sem stendur þó ennþá fyrir sinu. GOREGA OG SUPER GOREGA FÁST i APÓTEKUM Kemlkalia h.f. Ég er fátækur, en ég er of stolt- ur til aö þiggja fátækrastyrk. Hraökaup Fatnaöur í ijölbreyttu úrvali á alla fjölskylduna á lægsta fáanlega veröi. Einnig táningafatnaöur i úrvali. Opið alla daga, þríðjudaga, fimmtudaga, föstudaga til kl. 10. Laugardaga til.kl. 6. Hráðkaup Silfurtúni Garöahrapp v/llafnarfjaröarveg. 47. TBL. VIKAN 5 l

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.