Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 37

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 37
Jólaskeiðin 1973 — Vihsæl jólagjöf — Frá árinu 1910 hófst framleiðsla á jóla- skeiðum frá A. Michelsen. Skeiðin er úr sterling silfri, gylluð og prýdd með emeleringu. Takmarkaður f jöldi Jens Guðjónsson Laugavegi 60 Suðurveri Póstsendum. Simi 12392. og vel, við skulum fara um borð og safna liði. Þá ætti þér að verða óhætt. — Nei! svaraði Celeste hvasst. — Það er enginn timi til að ná i menni'na þina. Gamli máninn er nú i skýjunum, en þegar hann syndirút úr þeim, fer hún Bocage gamla að syngja yfir manninum minum. Og þegar hún fer að syngja, er orðið of seint að bjarga honum. Macrimmon fann hve ofsalega henni var mikið niðri fyrir, svo að hann hikaði ekki lengur. — Komið þið þá, sagði hann. — Billinn stendurhérúti, og við getum skilið eftir skilaboð á leiðinni uppeftir. Með Serenu við hlið sér og Cel- este i hnipri i aftursætinu, ók hann eins og vitlaus maður að eina sæmilega hótelinu og stanz- aði úti fyrir þvi i einum ryk- mekki. Hann skildi konurnar eftir I bflnum og þaut inn til þess að hringja i lögregluna, sem hafði aðsetur i stjórnarhúsinu fjórar milur fyrir utan borgina. Þegar út fyrir Havredieu kom varð vegurinn fljótlega ekki ann- að en holótt moldargata, sem b,.gðaðist kring um skógi vaxna útjaðra fjallsins. Vatnskassinn i gamla troginu var farinn að spúa frá sér gufustrókum þegar þau komu upp i skarðið. Hann stöðv- aði vélina stundarkorn til þess að lofa henni að kólna. Báðar kon- urnar sátu þöglar og horfðu fast á stiginn, sem hlykkjaðist milli trjánna i átt að hallarrústunum. Máninn kom syndandi út úr hraðfleygum skýjaflóka, en fyrir neðan þau hlykkjaðist vegurinn niður að sjónum, og Pierrette sást óglöggt undan ströndinni. Þegar Macrimmon ræsti vélina aftur og þaut niður hliðina, bað hann til guðs, að eyjarferjan yrði stödd hérnamegin við sundið. Þarna var braut úr grjótmuln- ingi yfir fjöruna og ferjan — sem var gerð úr geirnegldum bjálkum — var bundin við stlopa. Mac- rimmon ók bilnum út á flekann og læsti hemlunum vandlega. Eng- inn ferjumaður var þarna sýni- legur, svo að þau Serena tóku sinn langa stjakann hvort og tóku að stjaka felkanum áleiðis til Pier- rette. Sjórinn þarna var ekki nema nokkurra feta djúpur, en þau voru orðin kúguppgefin þegar flekinn steytti við eyna. Macrimmon batt flekann og ók svo yfir fjöruna og inn á eyna. Þar staðnæmdist hann og fetti sig þvinæst aftur á bak til þess að hrista Celeste. — Út með þig! sagði hann. — Hvert nú? Hún bar sig að hlýða honum. Hann hjálpaði henni niður á sand- inn, en fætur hennar létu undan og hún hneig niður. — Þýðir ekk- ert, maður, ég er vitlaus af hræðslu og get ekki komið þér lengra. Hann hóf hana á loft og fleygði henni upp i bilinn. — Gott og vel, þá verðum við að bjarga okkur sjálf. Bentu mér bara i áttina. — Það er stigur rétt hægra- megin við þig, maður. Þú ferð eftir honum að kofanum. Ef hún er ekki þar, eltirðu bara trumburnar. En þú verður að flýta þér, maður — gamli máninn er alveg að koma. Macrimmon rétti Serenu hönd- ina og svo brutust þau upp eftir litla, grýtta gilinu. Þau stönzuðu á miðri leið og hlustuðu. — Hvað er þetta? hvislaði hún. — Það veit ég ekki. Nú kemur það aftur með vindinum. Hvað finnst þér það vera? Hún sagði hikandi: — Það er likast trumbuslætti eða lágu söngli, en það gæti bara alveg eins vel verið i briminu hinum megin á eynni. Macrimmon hristi höfuðið. — Það er aldrei að vita. Nú breikkaði stigurinn fram undan þeim og léttara varð undir fæti. Brátt komu þau á ræktaðan blett, þar sem stóð bárujárns- skúr. Macrimmon ýtti við hrör- legri hurðinni, og hún lét undan. Loftið þarna inni var alveg kæf- andi. Þarna glitti i glóðir af eldi úti i einu horninu á moldargólfinu og þefur af viðarkolum blandaðist öðruro ókennilegum þef af ýmsu tagi. — Þau hafa verið hérna fyrir skemmstu, sagði Macrimmon. — Eidurinn er enn lifandi. — Ég held það sé annað bál logandi þarna úti, sagði Serena og það mátti merkja skjálfta i rödd- inni. Macrimmon gekk til hennar og sá samstundis bjarma, sem var þegar tekinn að lýsa upp him- ininn yfir trjánum. — Hér verðurðu að snúa til baka, sagði hann einbeittlega við hana. — Ég veit ekki hvað kann að vera á seyði þarna uppfrá, en skemmtilegt er það að minnsta kosti ekki, og þú gerir meira gagn i bilnum hjá henni Celeste. Hún hjálpar þér með flekann, þegar hinir koma. Serena hristi höfuðið. — Ég er nú komin það langt, að ég vil sjá, hvernig þessu öllu reiðir af, sagði hún. Eldurinn gerðist bjartari og nú glitti öðru hverju i logann sjálfan milli trjánna. Loksins skreið máninn fram úr skýjaflókanum og trumbuslátturinn færðist i aukana og sönglið barst með gol- unni æ greinilegar. Tunglskinið flæddi um alla runnana: Macrimmon flýtti sér að kippa Serenu i skjól bak við tré. Þau skriðu áfram að jaðrinum á harð- troðnum auöum bletti, og fundu loks afdrep undir jarðlægum trjá- stofni. Sú sjón sem við þeim blasti var fáránleg en þó skipuleg. Eitthvað tvær tylftir karla og kvenna með skinngrimur fyrir andlitum stóðu i hring um eldinn i miðjunni. En fyrir framan eldinn reis virki úr trjágreinum og sitt hvorum meg- in við það stóðu sex menn, sem héldu á logandi kyndlum. En handan við bálið hafði verið komið fyrir fuglahræðu, iklæddri kjól og með pipuhatt. En að baki henni i brikaháum, fornlegum hægindaslól, sat Bo- cage gamla, sem var æðstiprest- ur þessarar athafnar. Hún var smávaxin og afgömul, og á fingr- um hennar blikuðu margir hring- ar i eldsloganum, en á höfði henn- ar gnæfði krans úr grænum grein- um, laufmikill og likastur must- eri i laginu. Við fætur hennai 3átu þrir trumbuslagarar, en kringvim þá var stráð grænu laufi, en smá- fórnir ávaxta og matar voru þarna i samsiða röðum, jafnhá- um. Um leið og máninn birtist varð trumbuslátturinn að ógurlegum hávaða. Það var eitthvað æðis- gengið og dýrslegt i þessari villi- mannatónlist. Hávaðinn orkaði þannig á heilann i Macrimmon, að hann fann til svima, allt þar til tónlistin hægði á sér og trumb- urnar þögnuðu, en héldu samt á- fram að orka á hann. t skugganum af trjánum þreif- aði Macrimmon eftir hönd Ser- enu, og greip hana fast. — Hvernig liður þér? hvislaði hann. — Ég er hrædd. Hvað verður nú? Hann hristi höfuðið. — Það veit ég ekki — og mér er næst að halda, að fólkið viti það ekki heldur. Þessi grænskreytta galdranorn virðist stjórna þessari sýningu og hitt fólkið hagar sér eftir þvi sem hún skipar þvi fyrir. Nú hvildi þögn yfir öllum hópn- um i rjóðrinu. Macrimmon varaði Serenu við þvi að segja nokkuð, með þvi að þrýsta hönd hennar. Hann reigði aftur höfuðið og horfði á mánann. Skýjaflókarnir voru lagðir á flótta og himinninn var likastur dökkbláu silkiflosi með dekkri skugga kring um mánann. Nú var bjartara i rjóðr- inu en um dag. Macrimmon gat séð magran bjúgan vangasvipinn á Soubirail, þar sem hann lá á virkinu. Þögnin stóð i enn eina minútu. Tveir runnar klofnuðu i útjaðri rjóöursins. Hisavaxinn maður með geitargrimu kom þjótandi og bar eöa dró likama konu. Dýrk- endurnir tóku að babla eins og ap- ar, en Bocage gamla þaggaði nið- ur i þeim með valdsmannlegri bendingu og stóð upp til þess a rannsaka þetta, sem lærisveinn hennar bar. Macrimmon vætti varirnar með tungunni. — Þetta fer nú að hætta að vera skemmtilegt, taut- aöi hann. — Þeir hafa fundið Cel- este. Serena greip hendi fyrir munn- inn. — Þá hafa þeir séð til okkar þegar við lentum? — Við skulum vona ekki. Hún getur hafa ráfað hingað og svo rekizt á vörðinn. — En ef hún segir frá okkur? — Þú varöst fyrri til að hugsa það en ég. En hún viröist nú samt of langt leidd til þess að geta talað mikiö. Láttu ekki á þér bera, þvi að jafnvel þó hún segi til okkar, 47. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.