Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 46
r , rv > ^ÉtÍM^KvS-SÍS/íÍf' r- l\ /VV : v%0fiW] skre>ViVSU vió öll tækifæri látió fagmann vinna verkió sendum um allan heim • • Blómabúðin DÖGG Álíheiiminið sími }3978 og láttu mig ekki biöa i tvö ár aft- ur. Sendu samt ekki bréf heim til okkar, heldur á heimilisfangið, sem ég sendi þér áður. Ég er svo hamingjusöm vegna þess að vera búin að finna þig aftur. P.S. Ef þú átt erfitt með minn- ið, skaltu endilega leita læknis. Það er sjálfsagt lika langt siðan þú hefir farið til tannlæknis? Laurel vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta, þar sem hún sat i sófanum, meö bréfið i ann- arri hendinni og plastpoka meö is I hinni. Hún var að reyna að halda honum við augaö. Þessir ókenni- legu þræðir, Bertha frænka, Kenny og garðurinn, kveiktu ekki hjá henni nokkurt ljós. En það versta var þessi sogandi þrá eftir aö kynnast þessum tveim mann- eskjum,sem voru foreldrar henn- ar. Mamma og pabbi. Ó, hve hún þurfti nú á ástriki þeirra að halda! En ennþá var þetta blá- ókunnugt fólk. En svo hrökk hún við, við hvella hringingu i simanum. Þegar búið var að hringja tvisvar, stóö hún upp og tók slmann, áður en Jimmy vaknaði. Þetta var líklega aðéins einhver sölumaöurinn. — Devereux, sagði hún og hjarta hennar sló hratt. — Bambi? — Harley! Hún varð innilega glöðviö það eitt að heyra málróm hans. — ó, Harley, en hvað það er gott að heyra málróm þinn. Hvernig fannst þú símanúmerið? — Það stendur núna í sima- skránni. Vissirðu það ekki? — Nei. En hvað það var gott að þú hringdir. Hvar ertu núna? — Á bensínstöð i Glendale. Þar sem ég var i nágrenninu, langaöi mig til að heyra I þér, mér datt i hug, aö kannski væri einhver stúlka, sem þyrfti á hjálp minn' að halda. Til dæm's þú. Hvernio liður þér annars? En hvað þetta var dásamlegt. Mikið var Harley elskulegur. — Jú, sagði hún lágt. — Ég þarfnast mjög hjálpar I einu máli. Ef þú þá ert ekki orðinn þreyttur á að gera mér greiða? — Láttu mig heyra. Mér finnst ég vera óvenjulega hjálpsamur i dag. — Ég verð að komast aftur á þennan staö i eyðimörkinni, þar sem ég vaknaði og þú tókst mig upp i bilinn þinn, á veginn, sem liggur að búgarðinum.... þar.... þar sem þú áttir einu sinni heima. heima. — Hvenær? — Núna. Ratarðu hingað? — Ég hef heimilisfangið. Kem eftir korter. Hún flýtti sér inn í baðherberg- iö, málaði á sér varirnar og at- hugaði augað. Bólgan var hjöðn- uð, en marbletturinn var áber- andi dökkur. Hvað var Michael að gera nú? Iöraöist hann eftir at- ferli sitt i gærkvöldi? Hann var farinn, þegar hún vaknaði um morguninn. Hún klæddi Jimmy og brosti með sjálfri sér á meðan. Það yrði dásamlegt að hitta Harley aftur. Þegar gamli blái vörubillinn var stöðvaður með Iskrandi hemlum fyrir utan dyrnar, gengu þau bæði út. — Sæll vertu, bjargvættur i neyð, sagði hún glaðlega. — Er ekki allt I lagi, að ég taki Jimmy með mér, bætti hún við, þegar hún sá undrunarsvipinn á Harley. — Ég get ekki skilið hann einan eftir. — Það litur ekki út fyrir, að ég eigi annarra kosta völ. Komið þið uppj, svo ökum við af stað. Hvers vegna viltu fara þangað? Ekki sámt svo, aö mér komi það nokk- uð við. Kynni við þig verða vist aldrei annað en dularfull, sagði Harley hlæjandi. Það var notalegt að hlusta á hann, lifiö virtist svo einfalt I hans augum. Hann sneri aðeins við kinn hennar. — Það litur út fyrir að það hafi verið heitt i kolunum heima hjá þér I gær. — Þú trúir mér sjálfsagt ekki, þótt ég segi þér, aö ég hafi rekið mig á dyrastaf? — Nei. Hann kveikti i sigarettu og gretti sig, þegar reykurinn fór I augun á honum. — Gleymdu samt ekki, aö þú ert æði freistandi kona! Já, þaö eru vist flestar stúlkur. Hún brosti. — Til að afsanna það sem þú segir, að ég sé dularfull, þá skal ég segja þér, hvers vegna ég verð að komast á þennan stað. Ég ætla að reyna að vita, hvort ekki hrekkur eitthvað upp i huga mér, um það hvernig ég komst þangað. Harley, ég get ekki lengur setiö og beðið eftir aö minniö fari að gera vart við sig. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess aö ég verð að geta gert grein fyrir þvi, hvar ég hélt mig i tvö ár, ég verö að geta sagt manninum mlnum það. Annars missi ég Jimmy. Svo held ég lika, að einhver sé að reyna að hræða mig svo aö ég missi glór- una, eða jafnvel að einhver sitji um lif mitt.... — Andartak! Hvað ertu að segja? Hver situr um lif þitt? — Ég veit þaö ekki. Það getur svo sem veriö hver sem er. Hún sagöi honum frá skuggalegu ver- unni fyrir utan svaladyrnar i Tuc- son og gaslekanum. Það hefði jafnvel getað veriö þú sjálfur, Harley! Hann hristi höfuðið. — Ef einhver annar hefði sagt mér frá skuggalegri veru meö öxi I höndunum, þá hefði ég haldið að það væri imyndun. Og þetta með gaslekann, hefði getað hent hvern sem var. En þegar þú segir þetta, þá horfir það ööru visi við. Hann yppti öxlum. — Ef þú héldir að þetta hefði verið ég, þá sætir þú ekki hérna i bllnum núna. — Nei, þú ert reyndar eini maðurinn, sem ég get treyst. Ég man ekki hvenær ég hefi verið svona róleg. 46 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.