Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 7
ógnarstjórn Papa Docs fældi evrópska ferðalanga frá eynni undurfögru i Kara- biska hafinu, en frá þvi að Baby Doc tók við stjómartaumunum árið 1971 hefur ástandið breytzt til batnaðar á Haiti. Ferðamenn þar þurfa ekki lengur að óttast að verða handteknir af tilefnis- lausu. Þjóðin bindur nokkrar vonir við Baby Doc og hann nýtur töluverðs fylgis meðal þessarar dökkleitu þjóðar, sem á sér sérkennilega menningu og einstakt föðurland. Eyjan Haiti og höfuðstaBur hennar Port- au- Prince hafa eitt- hvað sérstakt til að bera. Sama er reyndar sagt um flesta staði heimsby ggöarinnar, en aðdáendur Parísar, Hhodos og Istambul reyna alltaf að útskýra aðdáun sina á þessum drauma- stöðum út i æsar. Það gera Haitiaðdáendur ekki. Þeir eru einfaldlega allir á valdi eyjunnar og færa engin rök fyrir aðdáun sinni á henni. „Yndiseyjan min i Vestur- Indium!” segir Temple Fielding um Haiti og Alec Waugh segir um Port- au- Prince: „Undursam- legasti staður i nýja heiminum.” Myndatextar 1. Konurnar á Haiti bera byrðar sinar á höfðinu. Það er eitt ötal merkja um afrisk áhrif og menningararf á eynni. 2. „Hvita húsið” i Port- au- Prince er hvort tveggja I senn, bústaður Baby Docs og stjörnar- ráð ríkisins. 3. lbúar Port- au- Prince eru um það bil 250.000 og þetta er eitt markaðstorg borgarinnar. | 4. 90% þjöðarinnar býr við fátækt og ölæsi er algengt. En þö á þetta föik sér menningu, sérstæða og merkilega menningu. 5. Konur úr drcifbýlinu á leið á markaðinn i Port- au- Prince. Farþegaflutningar fara fram á vörubifreiðum, sem hafa verið útbúnar sérstaklcga til þeirra nota. Málarinn, sem málaði þennan vagn, hefur vandað verk sitt. 6. Þessi mynd er dæmigerð fyrir málaralist eyjarskeggja. Auk þess sýnir hún vel umhverfi fölksins á eynni. Myndin er máluð af André Norm.il. Graham Greene, sem hræddi marga lesendur bókar sinnar „The Comedians” frá Haiti, gat ekki einu sinni leynt því, hve mjög honum þótti til um landið. Sviinn Olle Strandberg gengur þó hvað lengst: „Ég er ástfanginn. Ég elska Port- au- Prince i blindni — þessa óhreinu borg með öllum krákustigunum... ” Fyrir nokkrum árum gátu feröámenn á eynni búizt við þvi að vera yfirheyrðir án minnsta tilefnis. Það var i stjórnartíð Papa Docs og lögreglan veigraði sér ekki við að beina vélbyssu að fanganum, ef henni þótti það við hæfi. En nú hefur ástandið breytzt til hins betra og ferða- menn geta óhræddir heimsótt eyjuna fögru. Árið 1971 tók Jean Claude — Baby Doc við stjórnartaumunum af Duvalier — Papa Doc. Baby Doc á nokkrum vinsældum aö fagna meðal þjóðarinnar og það helgast einkum af þvi, að hann er ungur og þess vegna býst fólk við einhverju betra af honum. Hann hefur lagt það á sig að léttast um fimmtan kiló til þess að sýna þjóöinni fram á vilja sinn til að rétta hlut þeirra smáu. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli maöur hafði fyrr á árum ekki áhuga á öðru en bilum og ungum stúlkum, en nú snýst hugur hans stööugt um efnahag rikisins. Fram til þessa hafa útflutnings- tekjur Haiti einkum komiö af' kaffi, sykri og rommi auk þjóð- legra listmuna og ferðamanna, sem þvi miður voru fáir siöustu stjórnarár Papa Docs. En nú streyma feröamennirnir aftur til til Haiti og Jean Claude hyggst færa sér það i-nyV jafn- framt þvi sem hann hefur komið auga á, að sérkennileg og fræg málaralist eyjaskeggja getur gefið fé I aöra hönd. Fjöldi hótela hefur risið 1 Port- au- Prince og nágrenrii hennar.Hótelin i miöborginni eru flest einföld i sniðum og ódýr, en nokkra kilómetra uppi i fjalishlið- inni er að finna lúxushóte' (.og á einkum i Pétionviii'e,. þar sem aristókratiið býr. Ofan við Pétionville er Kensjcoff, sem er frægt fyrir hreint loftið og heiðan himininn og er nokkurs konar tákn tærrar náttúru- fegurðar landsins i heild. Flug- samgöngur — að visu nokkuð óreglulegar — eru einnig við Cap Haitien, sem var kölluð „Litla Paris” á dögum franska nýlendu- veldisins, appelsfnuborgina Jacmel, skáldaborgina Jéremie með fallegu hvitu sandströndina Anse d’Azur, sykur og kaffi- borgina Les Cayes, þar sem lxka er stórkostleg baðströnd.Haiti býður upp á einstakt tækifæri til djúpfiskveiða. I litlum flóa við eyna Gonave hafa fundizt ekki færri en 270 mismunandi fiskteg- undir. Framar öllu er þó vert að sjá kastalann Laferriére á háum fjallstindi i nágrenni Cap Haitien. Þetta stdrkostlega mannvirki hefur veriö kallað áttunda furðu- verk heimsins og þvi hefur verið likt við pýramidana i Egypta- landi. Þaö er heldur ekki svo fráleitt vegna þess að þúsundir þræla létu lifið við að flytja byggingarefnið upp á tindinn. Upp i kastalann er hægt aö fara fótgangandi eða riðandi frá bænum Milot. Þar fær ferðalangurinn svo að stiga fæti sinum á veröndina, sem Henri Kristófer konungur skipaði lif- verði sinum að ganga útaf — til þess að sannfærast um að hann væri alls traust veröur. En hvað minnisstæðast verður Haitifaranum dökkleitt fólkið á einni, vingjarnleiki þess, imyndunarafl, kimni og menning, sem Evrópubuar geta ekki að óreyndu iihyndaö sér hvernig er. Haiti er það sem kallað er van- þróað land. Ibúarnir eru.fimm milljónir, en aðeins tiu til fimmtán prósent þeirra eru læsir og skrifandi á frönsku, en allir tala þeir kórelsku, sem er blend- ingur frönsku og afrisks tungu- máls. Um það bil niutíu prrisent fólksins á eynni býr við fátækt og finnst það vera annars flokks borgarar miðað við rikari hluta ibúanna, sem eru tiu prósent þjóðarinnar. En lifsmáti þessa fátæka fólks er mjög jákvæöur og skemmtilegur. Imyndúnarafliö, kimnin og virðingin fyrir náungum sinum hefur vafalaust hjálpað ibúunum að komast yfir einræðistimabilið nokkurn veginn skakkafallalaust. Mjög litiö er um glæpi á-eynni samkvæmt skýrslum lögreglunnar, en það getur vakið ótal spurningar hjá þeim, sem fylgzt hafa með málum á Haiti undanfarin ár. Kolumbus kom til Haiti árið 1492 og þegar Spánverjar höfðu gengið af Indiánunum, sem þar voru fyrir, dauðum, hófu þeir að flytja inn negra frá Afriku.þvi að þá vantaöi ódýrt vinnuafl á plant- ekrurnar. Franskir land- vinningamenn lögðu eyjuna Tortuga I nágrenni Haiti undir sig og geröu hana að skattlandi Frakka. Smám saman varð Haiti siðan frönsk nýlenda. En fyrir áhrif frönsku stjrfrriarbyltingar- innar gerðu þrælarnir uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði landsins áriö 1804. Þá tók við ringulreið og óstjórn og meöal leiðtoganna' voru Dessalines, Pétion og Henri Kristófer, sem batt sjálfur endi á ævi slna ririsð gullkúlu árið 1820. Bandarikin hertóku landið og sátu þar á árunum 1915-1934 og árið 1957 komst Papa Doc til valda og sat á valdastóli til ársins 1971. Woodoon er arfur frá afriskri töfrafræði. Með dansi eftir trumbuslögum eru laöaðir fram andar, sem likamnast. „Loas” (öndunum) til heiðurs er fórnað hönum og geitum. Woodoon er ein aöalkveikjan að málaralist Haiti- búa, en meistarar hennar eru meðal annarra Hypolite, Obin Levóqpc, Chéry og André Pierre. 4j. TBL. VIKAN 7 i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.