Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 28

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 28
Foreldrar þeirra barna austan fjalls, sem nú eru að nálgast fermingaraldur- inn, eiga vafalaust flestir góðar endur- minningar frá böllunum, sem Tóna- bræður og Safirsextett léku fyrir dansi á. Söngkona með þessum hljómsveitum var Hjördis Geirsdóttir frá Byggðarhorni i Sandvikurhreppi,. Hjörclis lét ekki staðar numið við að syngja i félagsheimilunum á Suðurlandi, þvi að hún hefur i áratug sungið fyrir gesti samkomuhúsanna i Reykjavik og fyrir nokkrum árum söng hún á islenzkum mánuði, sem skemmti- staður i Finnlandi bauð gestum sinum upp á. Um þessar mundir syngur Hjördis með Leikhústrióinu i Þjóðleikhús- kjallaranum. Margir muna komu Gitte Henning hingað til lands fyrir nokkrum árum, þegar hún var litil stelpa og söng „Mama” svo allt ætlaði um koll að keyra af hrifningu. Gitte kom fram á skemmtun i Selfossbíói og þangað kom ung stúlka úr Flóanum til þess að hlusta á hana.Hún hét Hjördis Geirsdóttir. Þegar Hjör- dis ko,heim, f ór hún sjálf að reyna að syngja þetta ágæta lag með þeim afleiðingum að eldri bróðir hennar, sem var helzti forsprakki hljómsveitarinnar Tónabræðra, bað litlu stelpuna systur sina um að syngja með hljómsveitinni. Þá var Hjördis ekki nema fimmtán ára og segja má, að sfðan hafi hún sungið sleitulaust. Fyrstu árin kom hún aðallega fram á sveitaböllunum fyrir austan fjall, en upp úr 1960 fluttist hún til höfuðborgarinnar og fór að syngja með hljómsveit Karls Liliiendahls, fyrst i Klúbbnum og seinna á Loftleiðum. Núna syngur Hjördis með Leikhústrióinu i Þjóðleikhúskjallaranum um helgar og tvö önnur kvöld vikunn- ar æfir hún með Árnesingakórn- um, en plata með söng kórsing er væntanleg á markaðinn einhvern tima á næsta ári. — Það verður fyrsta platan, sem ég syfig á, segir Hjördis og hlær við. .Það hefur svo sem komið til tals, að ég syngi dægur- lög inn á plötu, en liklega verður engu öðru en minu eigin fram- kvæmdaleysi kennt u«?, að ekki hefur orðið af þvi. — Hefurðu sungið með öðrum kórum en Árnesingakórnum? — Já, einu sinni var eg i Kirkjukór Selfoss. Það sam- ræmdist nú ekki beint vel að syngja á sveitaböllum á laugar- dagskvöldum og kyrja svo sálm- ana grútsyfjuð i kirkjunni daginn eftir. — Finnst þcr mikill munur á þvi að syngja núna og þegar þú byrjaðir að syngja dægurlög?? — Þegar ég var að byrja, vissi ég náttúrlega ekkert hvað ég var að gera. Ég stældi sönginn bara sem allra likast þvi og hann var hjá þeim, sem frum- fluttu lögin. Með reynslunni hefur þettabreytzt og röddin hefur þjálfazt. Ég erlikahætt að titra og skjálfa, áður en ég opna munninn. Liklega er ég.vaxin upp úr þvi. — Hefurðu lært að syngja? — Ég var i raddþjálfun hjá Guðrúnu Tómasdóttur um skeið, en þá var ég búin að sýngja lengi og temja mér minn eigin söngstil, svo að það kom mér ekki að eins miklum notum og ef ég - hefði byrjað á þvi að læra að syngja. Og ég vil ráðleggja fólki, að leggja ekki fyrir sig dægurlagasöng, nema læra að beita röddinni áður Þó að ekki væri annað, þá verður úthaldið miklu meira, ef fólk kann að nota talfærin rétt. Þegar ég söng á Loftleiðum, fann ég fljótt til þreytu, ef ég þurfti að syngja einu kvöldi meira I viku en venjulegt var. — Er munur á því hvernig fólk skemmtir sér núna og fyrir tiu árum? — Það er kannski ekki beint hægt að jafna Leikhúskjallaran- um og sveitaböllunum fyrir austan saman, þvi að fólkið sem þangað kemur er að jafnaði nokkru eldra en gerðist á sveita- böllunum. En ég held að munur- inn sé sáralitill eða enginn, nema þá að ungar stúlkur neyta al- mennar áfengis nú en þá var. — Syngurðu poppmúsik? — Ég syng allt mögulegt, tangóa, valsa, sömbur, djass og popp. Þaö þýðir kkert að ætla sér að syngja eitthvað eitt. Auðvitað takmarkast sú músik, sem við flytjum i Leikhúskjallaranum, af þeim hljóðfærum, sem hljóm- sveitin hefur á að skipa. Gestir hússins vilja lika heyra sem fjöl- breyttasta músik. Um daginn var skólasýning i Leikhúsinu og margt fólk innan við tvitugt kom i Kjallarann i hléinu. Ég var dauð- hrædd um, að nú yrði farið að heimta af okkur „púrapopp”. En það var nú sem betur fer ekki gert. Þau vildu heyra gömul bftlaiög. Kannski þau hafi séð á mér, að ég kunni þau frá gamalli tið. — Ertu kannski enn að syngja eitthvað af þeim lögum, sem þú söngst á fyrsta ballinu þinu? — Nei, það held ég nú ekki. En eitt lag hef ég sungið mjög lengi. Það er þýzkt og heitir „Paradiso”. Um það leyti, sem Tónabræður voru hætta að spila, samdi ágætur Árnesingur is- lenzkan texta við þetta lag og kallaði hann „Manstu vinur”. Við æfðum þetta og siðan hef ég alltaf öðru hverju verið að syngja þetta lag. — Það er þá engin hætta á þvi að þú ruglist i þvi. — Nei, það ætti ekki að vera það. En stundum hefur það komið fyrir mig, að ég hef steingleýmt textanum. Yfirleitt hef ég getað fleytt mér einhvern veginn með þvi að tralla bara lagið eða syngja eihverja vitleysu. Þetta gerir ekki svo mikið til, ef textinn 99 viðtal við Hiöi er enskur. Þá segi ég bara I love you my darling öðru hverju og enginn virðist taka eftir því, að nokkuð athugavert við það. Það var svolltið spaugilegt einu sinni, þegar ég var að syngja suður á Keflavík- urflugvelli. Þá kom til mln ameriskur maður og bað mig um að syngja ameriskt lag með Islenzkum texta, en hann var þvi miður enginn til. Þá bjó ég textann bara til I snarheitum, 28 VIKAN 47. TBL,-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.