Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 27

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 27
potti 150 gr. smjörliki eða smjör, 11/2 dl. sykur, 1 1/2 msk. hveiti, 4 msk. mjólk og 150 gr. saxaðar möndlur eða hnetur (þær eiga að vera i flögum eða gróftsaxaðar). Látið suðuna koma upp og hrærið stöðugt i. Deilið siðan þessari blöndu niður á eplin. Bakið við 225 gráður þar til möndlumassinn hefur fengið á sig fallegan lit. Þetta tekur ca. 15 minútur. Ber- ið fram heitt og með þeyttum rjóma eða vanillukremi. GAMALDAGS EPLAKAKA 1/2 ltr. malað þurrt brauð ca. 4 msk. smjör 4-5 msk. sykur dálitill kanell 4-5 msk. fintsaxaðar möndlur ca. 3 dl. eplamauk Steikið á pönnu brauð- myslnuna i smjörinu og hrærið i allan timann. Setjið sykurinn saman við, ásamt kanelnumog möndlunum. Blandan á að vera brún og stökk. Leggið siðan i lögum með eplamaukinu. Berið strax fram. Með þessu má bera þeyttan rjóma, hrærðan mjúkan is eða vanillusósu. EPLI MEÐ MARENGSTOPP 1 kg. epli 3 eggjahvitur 1 1/4 dl. flórsykur Eplin eru flysjuð og skipt i fernt. Sjóðið þau meyr i sykur- legi með dálitlum sitrónusafa i. Látið renna vel af þeim. Setjið siðan i smurt eldfast fat. Stif- þeytið eggjahviturnar og blandið flórsykri gætilega setjið formið i 150 gráðu heitan ofn i ca. 10-12 minútur eða þar til marengsmassinn er orðinn stif- ur og hefur fengið á sig lit. EPLAPÆ 120 gr. hveiti (2 1/4 dl.) 1 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 2 msk. kalt vatn 125 gr. smjörliki Hnoðað deig og látið biða á köldum stað. Fletjið út. Þessi skammtur nægir til að þekja að innan form ca. 20 cm. að þvermáli og þá verður dálitið eftiri grindarlok. Klæðið formið að innan og setjið i það 1/2 kg af eplum sem skorin eru i teninga. Stráið siðan á þau nokkrum msk. af sykri og 1 tsk. kartöflu- mjöli. Mjölið dregur dálitið i sig safann sem myndast þegar eplin eru steikt og gera það að verkum aðjeplafyllingin verður fastari i ser. Setjið siðan eins konar grindarlok úr af- ganginum af deiginu og þrýstið þvi vel saman á köntunum. Bakið við 225 gráður i ca. 35 minútur. UMSJON: DRÖFN H. FARESTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.