Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 11
bók. Bækur, sem allar urðu met- sölubækur. Og þetta hefði verið svo stórkostlegt, ef ekki væri einn hængur á. Honum leiðist að skrifa. Til þess að liða sem minnst fyrir starf sitt, hugsar hann alla bókina til enda, setningu eftir setningu, tilsvar eftir tilsvar, áður en hann sezt viðritvélinaog skrifar — bannig er þetta miklu auð- veldara, segir hann. Með þessu fyrirkomulagi tekur hver bók ekki nema 35 daga i vinnslu. Að visu meö þvi að vinna sjö daga i' viku. — Svo að þú gefur þér ekki tima til þess að lesa handritin þin yfir, hr. MacLean? Ég er með hugmynd að MacLeanbók í kollinum. — Nei, ég les aldrei hándritin min. Ég tek blöðin úr ritvélinni og sendi þau til útgefandans. Þvi að ég les ekki MacLean. Hann er ekki einn minna uppáhaldsrit- höfunda. Ég lit heldur ekki á sjálfan mig sem rithöfund. Reglulegur rit- höfundur skrifar með hjartanu, segir hann hátiðlega og leggur höndina á hjartastað. Reglulegur rithöfundur er sjálfur tengdur sögum sinum sterkum böndum. bað er ég ekki. — Er samt ekki hægt að finna sjálfan þig i einhverjum bók- anna? — 0, nei, segir hann, ef ég myndi skrifa bók um sjálfan mig, myndi enginn kaupa hana. Hvort sem hún myndi seljast eða ekki, yrði hún mjög ólik öðrum bókum MacLeans. Bók um mann, sem lifir kyrrlátu lifi með fjölskyldu sinni i Genf. Mann, sem ann siglingum, en rennir aldrei fyrir fisk. — Nei þvilik iþrótt að narra veslings fiskana á öngul! segir MacLean. Hann fær mikið af bréfum frá lesendum sinum. Flest þeirra eru eitthvað á þessa leið: Ég er með stórkostlega hugmynd að MacLean bók i kollinum. Þú færð hugmyndina og skrifar bókina. Svo skiptum við ágóðanum til helminga. Bréfritarar af þessu tagi fá allir sama svar: ljka ágæta hugmynd að MacLean bók i kollinum. Ég sendi yður hana, þér skrifið bókina, og svo skiptum við ágóðanum bróður- lega. MacLean heyrir aldrei frekar frá þeim. bvi að vinnuna vilja þeir ekki leggja á sig. Hvernig voru lika hin frægu oröa- skipti Degasar og Mallermé? — Ég hef ágæta hugmynd að kvæði eftir þig, sagöi Degas. — Kæri Degas, svaraði Mallermé, menn skrifa ekki með hugmyndum. Menn skrifa meö orðum. Hvert orðið á fætur öðru. Einu sinni hættihann að skrifa. Það var fyrir tiu árum.’ Fyrir peningana, sém hann fékk fyrir átta fyrstu bækurnar sinar, keypti hann sjö hótel I Englandi og gerðist-kaupsýslumaður. Það stóð i þrjú ár. Þá komu „Arnar- borgin”; „Byssurnar i Navarone” og allar hinar. Bækur, sem kvikmyndir voru geröar eftir. En bækur, sem MacLean hafði litla ánægju af. ■ — I fyrstu ‘var ég mjög upp- næmur fyrir kvikmyndunum, segir hann. En nú er mér sama um þær. Kvikmyndaframleiðendur dá aftur á móti MacLean. Fyrir þeim vakir að selja nýja Mac- Leankvikmynd. Það þarf ekki einu sinni að hafa stjörnur i myndinni. Höfundarnafniö eitt nægir til þess að aðsókn sé tryggð. MacLean hefur verið borinn saman við Ian Fleming og James Bond, en hann er sjálfur annarrar skoðunar. — Ian Fleming skrifaði um kynlif, sadisma og snobb. Takið þessa þætti burtu úr bókum hans og þá verður afgangurinn ekki björgulegur. Það er ekkert eftir. Þetta sagði ég honum.... Simenon er aftur á móti einn uppáhaldsrithöfunda hans. — Hann gerði rétt i þvi að hætta, segir MacLean yfir gler- augun, hann er búinn að skrifa yfir tvö hundruð bækur. Hann býr yfir stórkostlegri frásagnargáfu. Hann stendur við hliö englanna. Enn vantar mikið á að MacLean hafi skrifað 200 bækur. Aödáendur hans geta þess vegna verið alveg rólegir. Nýja bókin, sem kemur út i ár, er i sönnum MacLeanstil. Bófarnir eru hrein- ræktaðir bófar og hetjurnar eru hetjur. En spennan er sú sama og áður i bókum MacLeans. 47. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.