Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 18
/ é <; Einhvern tima var haft eftir Pálma heitnum Hannessyni, rektor, aö hann teldi sig I meiri lifshættu á götum Reykjavikur en uppi á Heklutindi. Þessi ummæli voru viöhöfö fyrir mörgum árum, en þaö er til marks um sannleikskjarnann i þeim, aö þau skuli enn koma i hugann. Þegar dag styttir, veöur versnar og skammdegismyrkur tekur aö gráfa yfir iandinu, berast tíöari fregnir um ýmiss konar slys og óhöpp. Þá fjölgar ^einnig árekstrum og umferöarslysum vegna hálku, myrkurs og ýmissa annarra erfiöari aöstæöna, sem vetrinum fylgja. Umferöarslys eru alltof tiö hér á landi, þrátt fyrir margs konar varúöarráöstafanir, sem geröar eru af hálfu umferöarnefnda, lögreglu og slysavarnafélaga. Fróölegt er aö glugga í tölulegar upplýsingar um umferðarslys, bæöi I Bandarikjunum og Evrópu. Þar segir meöal annars, aö áriö 1968 hafi umferðarslys valdiö dauöa um þaö bil 55.550 manns i Bandarikjunum og aö 3,5 milljónir manna hafi særzt -alvarlega vegna þeirra eöa um 10.000 á degi hverjum. 1 Bandaríkjunum eru umferöarslys nálega tiu sinnum fleiri en öll ofbeldisverk saman- lögö, svo sem morö, rán, nauðganir, uppþot og likamsárásir. Vegna umferöarslysa missir þjóöfélagiö nær þvi eins mörg vinnuár og vegna hjartasjukdóma og fleiri en vegna krabbameins og heilablóð- falls. Ariö 1968 beiö sérhver bandarísk fjölskylda fjárhagstjón, sem aö meöatali nam 291 dollara vegna umferöarslysa, en samtals nam tjóniö 15 milljöröum dollara. Þetta vaxandi vandamál er ek-ki einskorðað við Bandarikin ein. 1 timariti alþjóölegu heilbrigðismálastofnunarinnar er ástandinu likt viö „farsótt, sem breiöisí út um heiminn og kemur viö I hverju landi”. Umferöarslys eru sem sagt ekki siður alvarlegt vandamál en þau sem stafa af öörum félagslegum meinsemdum, svo sem ofbeldishneigð, sjúkdómum og fátækt. - Tölfræðilegur samanburöúr leiöir I ljós, aö á ýmsum sviöum umferöaröryggis eru vandamálin jafnvel enn meiri I Evrópu en Bandarikjunum. A tlmabilinu frá 1966-67 voru dauösföllin á hver 100.000 skráö ökutæki 54.4 I Bandarlkjunum, en 126,0 I Vestur-- Þýzkalandi, 80,2 á ttallu, 67,91 Frakklandi og 59,11 Bretlandi. Islands er ekki getið í tölum þessum, en vonandi erum viö ekki ofarlega á blaöi enn sem komiö er. Engu aö siður er hollt aö hafa þær uggvænlegu staöreyndir, sem getiö hefur verið hér að framan I huga I byrjun nýs vetrar og auka varúöarráöstafanir gegn umferöarslysum eins og frekast er unnt. Og áöur en vikiö er frá þessu erfiöa vandamáli, sem aldrei er of mikið skrifaö um, skal minnzt á pinn þátt þess, sem of sjaldan er geröur aö umtalsefni. Þaö er aöstaða gangandi vegfarenda I umferðinni. Nú er mikiö I tlzku aö taka upp hgnzkann fyrir minni- hlutahópa hvers konar og berjast af'alefli fyrir málstað þeirra. Nú eru þeir ekki margir, sem fara feröa sinna á tveimur jafrifljótum I samanburöi viö hina, sem þeysast um göturnar á blikkbeljum ^slnum. Gangandi vegfarendur eru sannkallaður minnihlutahópur, enda lítiö tillit tekiö til þeirra. Til dæmis eiga þeir vist rétt á þvl samkvæmt lögum aö ganga út á svokallaöar sebrabrautir. En ósköp er sá réttur til lltils! Sárafáum ökumönnum dettur i hug aö stanza viö sebrabrautirnar, enda útbreidd skoöun meöal þeirra, aö þaö sé beinlínis hættulegt. Þar sem akreinarnar séu tvær, geti veriö bjarnargreiöi aö hleypa saklausum vegfaranda af staöyfir götu, þvl aö ekki sé hægt aö treysta þvl, aö miskunnsamur Samverji sé á hinni akreininni. Gangandi vegfarandi þarf oft aö þlöa lengi, þar til hann áræöir aö hlaupa vfir götuna eins og þjófur á nóttu — á sébra- braut, sem er upprunalega tilkomin hans vegna. Umferðarvandamálið er eitt alvarlegasta meinið i .nútima borgarasamfélagi. „Farsóttin” hefur fyrir löngu borizt hingaö til lands og getur breiözt ört út, ef ekki veröur nægilega reynt aö halda henni I skefjum. G.Gr. 18 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.