Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 32
PÓSTHÓLF 533 Pósthólf 533. 14. október 1973 3M, músik með meiru, Hr. Edvard Sverrisson, Hátiðlega er nú byrjað, en efni bréfsins á samt ekki að verða i sama dúr. Fyrst vil ég að sjálf- sögðu þakka alla þina ágætu þætti, sem birst hafa i Vikunni, og þótt ég gæti auðvitað hrósað þér meira, þá læt ég það biða, þvi min reynsla er sú, að sé ykkur þessum köppum hrósað, og þá á það jafnt við útvarpsmenn sem ykku popp-skrifara blaðanna, meira en góðu hófi gegnir, þá er búið með allt ykkar ágæti. Nú jæja þetta er nú bara orðin ansi langur formáli og lengri en ráð- gert var i fyrstu. En hvað um það, mig langar til að biðja þig að reyna að afla mér nokkurra upp- lýsinga, svo að loks sé vikið að efninu. Hér koma svo spurningarnar: 1. Geturðu sagt mér hvers son, Jakob söngvari i hljómsveitinni Næturgalar, er? 2. Hvar á hann heima? 3. Hvað heita hinir meðlimir hljómsveitarinnar? 4. Er engin von á plötu með þeim i náinni framtiö? Og ef þú getur veitt mér fleiri upplýsingar um Næturgala, þá eru þær vissulega þegnar með þökkum. Jæja, annað var nú ekki erindið að þessu sinni. En ástar þakkir ef þú getur veitt mér ofan- greindar upplýsingar. Hanna. Komdu sæl Hanna, Ég þakka fádæma virðulegt og bara nokkuð vel skrifað bréf. Ég vona að þú hafir ekki á móti þvi, þó ég birti bréfið, en ég varð svo yfir mig hrifinn af samsetningu orðanna i byrjun bréfsins. Upp- lýsingarnar, sem þú biður um, voru auðfengnar. Meðlimir hljómsveitarinnar Næturgalar eru fjórir, eins og þú kannski veist. Þeir heita Jakob Jónsson, Skúli Gislason, Birgir Karlsspn og Pétur Pétursson. Þá eru allar likur til þess, að þegar þú lest þessar linur, aö búiö að sé að skipta um trommuleikara i hljómsveitinni. Pétur mun vera hættur og Alfreð Alfreðsson kominn i staðinn. Heimilisfang Jakobs er: Hraunbær 164, Reykjavik. Spurningu númer 4 verður að svara neitandi. Engin hljómplata er væntanleg frá þeim i Næturgölum. Aörar upplýsingar um hljómsveitina hef ég ekki á lausu, en i athugun er að láta taka mynd af hljómsveitinni og birta. es. UPPELDISSTÖÐ FYRIR SINFÓNÍUNA Einar Vilberg I viðtali við þáttinn. ,,Ég sótti um i tónfræði og pianóleik en var neitað”, sagöi Einar Vilberg, þegar hann kom að máli við þáttinn fyrir stuttu. Sagði hann sinar farir ekki sléttar af viöskiptum sinum við Tón- listarskólann. ,,Ég sótti um á réttum tima og allir pappirar voru i lagi frá minni hálfu. Menn koma svo i viðtal, einn og einn i einu, til þess að forráðamönnum skólans gefistkostur á að kynnast þeim, er sækja um inngöngu i skólann og ennfremur að prófa viðkomanda, þyki ástæða til. Ég mætti þarna i viðtal og var boöið inn á skrifstofu. Ég kynnti mig fyrir blessuðum manninum, sem tók á móti mér, en aldrei upplýsti hann mig um sitt nafn, geröi lik- lega ráð fyrir að ég þekkti hann. Nú hann ræddi við mig um mina fortiö i músik og spurði m.a. hvort ég kynni eitthvað i tónfræöi. Ég sagði honum þá, að ég hefði sótt um i tónfræði, vegna þess aö ég kynni ekkert i tónfræði en langaöi að læra. Þá fór hann að ræða um það, hvort það myndi bara ekki borga sig fyrir mig aö fara i einkatima i stað þess að fara I Tónlistarskólann og bók- staflega eyddi umræðuefninu, sem var umsókn min i Tónlistar- skólann. Ég bara þakkaði fyrir mig og kvaddi. Og hann hafði ekki einu sinni fyrir þvi að prófa mig”. Þessa sögu haföi Einar að segja um viðskipti sip við Tónlistar- skólann. Óneitanlega kemur þetta svolitið spánskt fyrir sjónir. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort raunverulega sé geröur mannamunur, þegar teknar eru fyrir umsóknir nemenda I Tón- listarskólann. Einar Vilberg hefur undanfarin HRAÐFERÐ... Elton John: Rod Stewart: 32 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.