Vikan

Tölublað

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 17

Vikan - 22.11.1973, Blaðsíða 17
LAUREL? og I rökkri fyrir augum hennar.... margir fætur og fótleggir.... hana sveiö i augun. — Sjáðu, nú er hún aö átta sig. Laurel, hvernig llður þér? Myra lá á fjórum fótum fyrir framan hana. betta var svólitiö skopleg sjón. — Geturðu staðiö upp? Vesa- lings Jimmy er frá sér af hræðslu. — Þotán? Laurel reis upp með aðstoð Myru og henni var flökurt. — Hún fórst. Góða Laurel, þetta kemur stundum fyrir. Viö verðum alltaf að reikna meö þvi hér. — Hver flaug henni? — Við vitum það ekkj ennþá. Myra var óþolinmóð, eða'var hún óttaslegin? — Þú þarft ekki endi- lega aö halda, að það hafi veriö Mike. AB öllum likindum var það einhver annar. Komdu, við skul- um fara inn, það er alltof heitt hérna úti. Það var einn af flugnemunum, sem hafði farizt: þaðheyröu þær i útvarpinu nokkru siöar. Hann haföi ekki náö þvi að kasta sér út I fallhlif. Um tiu minútum eftir að þær Colleen og Myra voru farnar, var barið aö dyrum. Þegar hún opn- aöi, sá hún að það var- Evan Bouchér, sem stóö við dyrnar, rjóður I kinnum. Hann leit fyrst á Laurel, en svo gekk hann inn. — Hvað hefir komiö fyrir, þaö er ekki sjón aö sjá þig. Laurel sagöi honum frá flug- slysinu. ....og svo.... féll ég alveg sam- an.... vissi ekkert af mér. Reynslutíminn er útrunninn i dag.... — Hefir hann sagt þér að hypja þig? — Nei, en hann gerir það örugglega. Ég get alls ekki lifað án Jimmys. — Gráttu ekki. Hann sneri henni varlega við og fékk hana til aö horfa i augu sér. — Ef hann rekur þig, þá sk^ltu hringja til mln, sagði hann ákaft og innilega. Ég skal hjálpa þér að finna ein- hvern dvalarstað hérna I ná- grenninu, svo að þú getir séð Jimmy við og við. Hann getur ekki neitað þér um það, jafnvel þótt hann fái drenginn dæmdan sér. Lofaðu mér þvi, aö þú skulir hringja til min. — Hvers vegna viltu hjálpa mér? — Ég hefi ánægju af, að koma illa settu fólki til hjálpar. En þú skelfur! Hann dró hana til sin, lét hana hallast upp að brjósti sinu og and- artak slaknaöi á þöndum taugum hennar. Hún hafði ekki orðið að- njótandi svo mikillar bliðu undanfarið.... — Stundum óska ég þess, að ég hefði ekki orðið á vegi þínum, sagði hann og rödd hans var ó- skýr. — Stundum vakna ég á miöjum nóttum og sé fyrir mér stór og skær augu þin, — angist- árfull, og þá verður mér á að hugsa hvort hann misþyrmi þér. En Laurel heyrði ekki hvað hann sagði. Þegar hún hallaði sér upp aö öxl Evans, leit hún beint i augu Michaels út um gluggann. Hann stóð þar, sem steini lostinn, með höndina á dyrahúninum. Á næsta augnabliki snerist hann á hæl og gekk út að bilnum. Michael kom ekki heim i þrjá daga. Laurel dróst einhvern veg- inn áfram I endalausum nvers- dagsleikanum. Það var henni ekki einu sinni huggun, að hún fengi þarna viðbótardaga i sam- vistum við Jimmy. Hún varð æ ó- styrkari á taugum. Oryggisleysið ógnaði henni meira en allt annað. A mánudeginum, þriöja degin- um, sem Michael var fjarver- andi, fór loftkælingin úr lagi. Seint um kvöldið lá Laurel ofan á rúminu sinu, og reyndi að safna kröftum til aö fara fram i eldhús, til aö ganga frá uppþvottinum.... Framhald á bls. 44 47. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.